Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2025 19:39 Fasteignamatshækkun á Seltjarnarnesi nemur 12,6 prósentum milli ára sem er mesta hækkunin á öllu stórhöfuðborgarsvæðinu. Vísir/Samsett Fasteignamat á Íslandi hækkar um 9,2% á milli ára og eru hækkanirnar mestar á Suðurnesjum og á Norðurlandi. Seltjarnarnes er síðan hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026. Tiltölulega auðvelt er að gaumgæfa fasteignamatsbreytingar á eigin eign - eina sem þarf að gera er að fletta upp heimilisfangi í leitarvél HMS. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ settu svip sinn á matið fyrir næsta ár en mikil eftirspurnarspenna myndaðist í nágrannasveitarfélögum þegar jarðhræringar og eldar urðu til þess að hrekja íbúa á brott. „Þúsund fjölskyldur í Grindavík komu inn á markaðinn og það olli ákveðinni spennu. Við sjáum það sérstaklega endurspeglast á Reykjanesinu, við sjáum 17% hækkun á fasteignamati í Suðurnesjabæ og svo er þetta í kringum 12% í Vogum, Reykjanesi og Ölfusi, næstu sveitarfélögum við Grindavík,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS. Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins með tilliti til fasteignamatshækkunar þá nemur hækkun milli ára 9,7 prósentum Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði, 9,9% í Reykjavík, 10,7% í Garðabæ en á Seltjarnarnesi - sem er hástökkvarinn - nemur hækkunin 12,6%. Áhugverð þróun á sér nú stað norður í landi. „Akureyri fylgir nokkurn veginn landsmeðaltali í hækkun á fasteignamati íbúðahúsnæðis en við erum að sjá nokkuð um hækkanir í nágrenni Akureyrarbæjar, þetta er það sem við sáum á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Það er eins og við séum að sjá sömu söguna raungerast á Akureyri, sem er svolítið skemmtilegt því nú hefur verið talað um Akureyri sem einhvers konar borg og miðstöð þjónustu.“ Í þessu mati kemur einnig í ljós að fyrsta sinn frá árinu 2007 er heildarfasteignamat hærra en brunabótamat. „Brunabótamatið byggir á þeim kostnaði sem við teljum að þurfi til að endurbyggja viðkomandi eign og með tilliti til afskrifta og þarf að endurspegla byggingakostnað.“ Hvað þýðir það að þetta sé í fyrsta sinn frá 2007 - hvaða sögn er í því, svona fyrir okkur sem erum ekki sérfræðingar? „Það getur borgað sig að fara að byggja,“ segir Tryggvi Már sposkur á svip. Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42 Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38 Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026. Tiltölulega auðvelt er að gaumgæfa fasteignamatsbreytingar á eigin eign - eina sem þarf að gera er að fletta upp heimilisfangi í leitarvél HMS. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ settu svip sinn á matið fyrir næsta ár en mikil eftirspurnarspenna myndaðist í nágrannasveitarfélögum þegar jarðhræringar og eldar urðu til þess að hrekja íbúa á brott. „Þúsund fjölskyldur í Grindavík komu inn á markaðinn og það olli ákveðinni spennu. Við sjáum það sérstaklega endurspeglast á Reykjanesinu, við sjáum 17% hækkun á fasteignamati í Suðurnesjabæ og svo er þetta í kringum 12% í Vogum, Reykjanesi og Ölfusi, næstu sveitarfélögum við Grindavík,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS. Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins með tilliti til fasteignamatshækkunar þá nemur hækkun milli ára 9,7 prósentum Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði, 9,9% í Reykjavík, 10,7% í Garðabæ en á Seltjarnarnesi - sem er hástökkvarinn - nemur hækkunin 12,6%. Áhugverð þróun á sér nú stað norður í landi. „Akureyri fylgir nokkurn veginn landsmeðaltali í hækkun á fasteignamati íbúðahúsnæðis en við erum að sjá nokkuð um hækkanir í nágrenni Akureyrarbæjar, þetta er það sem við sáum á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum. Það er eins og við séum að sjá sömu söguna raungerast á Akureyri, sem er svolítið skemmtilegt því nú hefur verið talað um Akureyri sem einhvers konar borg og miðstöð þjónustu.“ Í þessu mati kemur einnig í ljós að fyrsta sinn frá árinu 2007 er heildarfasteignamat hærra en brunabótamat. „Brunabótamatið byggir á þeim kostnaði sem við teljum að þurfi til að endurbyggja viðkomandi eign og með tilliti til afskrifta og þarf að endurspegla byggingakostnað.“ Hvað þýðir það að þetta sé í fyrsta sinn frá 2007 - hvaða sögn er í því, svona fyrir okkur sem erum ekki sérfræðingar? „Það getur borgað sig að fara að byggja,“ segir Tryggvi Már sposkur á svip.
Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42 Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38 Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað. 28. maí 2025 12:42
Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. 28. maí 2025 11:38
Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. 28. maí 2025 10:00