Enn hætta á flóðum þar sem heilt þorp hvarf í aurskriðu Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 12:06 Eyðileggingin í Blatten í Sviss. Skiðan sem féll er um tveggja kílómetra breið og stíflar ána Lonza sem rennur um dalinn. AP/Jean-Cristophe Bott/Keystone Mögulega þarf að rýma fleiri byggðir í svissneskum Alpadal þar sem þorp gereyðilagðist í mikilli aurskriðu í vikunni. Skriðan hefur stíflað á sem rennur um dalinn og hætta er á flóðum úr lóninu sem hefur myndast við hana. Þorpið Blatten þurrkaðist svo gott sem út af kortinu þegar gríðarleg skriða íss, aurs og bergs hljóp niður fjallshlíðina fyrir ofan það á miðvikudag. Um þrjú hundruð íbúar þess höfðu flúið heimili sín fyrr í þessum mánuði vegna skriðuhættunnar. Skriðan er um tveir kílómetrar að breidd og stíflar farveg árinnar Lonza þannig að lón hefur myndast við hana. Vaxandi áhyggjur eru nú af því að það flæði yfir fleiri þorp ef stíflan brestur. Yfirvöld hvöttu íbúa í þorpunum Campel og Steg sem eru nokkrar kílómetra neðar í Lonza-dalnum til þess að búa sig undir mögulega neyðarrýmingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Karlmanns á sjötugsaldri hefur verið leitað frá því að aurskriðan féll í vikunni. Leitinni var frestað síðdegis í gær þar sem aðstæður voru taldar of ótryggar til þess að halda henni áfram. Hamfarirnar hafa verið tengdar við bráðnun jökla í Ölpunum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Fjallshlíðin sem fór af stað er við Birch-jökulinn. Talið er að hún hafi orðið óstöðug þegar sífreri þiðnaði. Jöklar í Ölpunum haa tapað um helmingi af flatarmáli sínu frá 1950. Aðeins hefur hert á bráðnun þeirra eftir því sem hlýnun jarðar eykst. Sviss Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Þorp í svissnesku Ölpunum er nærri alfarið í rúst eftir að aurskriða féll á þorpið í gær. Eins er enn saknað. 29. maí 2025 13:50 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Þorpið Blatten þurrkaðist svo gott sem út af kortinu þegar gríðarleg skriða íss, aurs og bergs hljóp niður fjallshlíðina fyrir ofan það á miðvikudag. Um þrjú hundruð íbúar þess höfðu flúið heimili sín fyrr í þessum mánuði vegna skriðuhættunnar. Skriðan er um tveir kílómetrar að breidd og stíflar farveg árinnar Lonza þannig að lón hefur myndast við hana. Vaxandi áhyggjur eru nú af því að það flæði yfir fleiri þorp ef stíflan brestur. Yfirvöld hvöttu íbúa í þorpunum Campel og Steg sem eru nokkrar kílómetra neðar í Lonza-dalnum til þess að búa sig undir mögulega neyðarrýmingu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Karlmanns á sjötugsaldri hefur verið leitað frá því að aurskriðan féll í vikunni. Leitinni var frestað síðdegis í gær þar sem aðstæður voru taldar of ótryggar til þess að halda henni áfram. Hamfarirnar hafa verið tengdar við bráðnun jökla í Ölpunum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Fjallshlíðin sem fór af stað er við Birch-jökulinn. Talið er að hún hafi orðið óstöðug þegar sífreri þiðnaði. Jöklar í Ölpunum haa tapað um helmingi af flatarmáli sínu frá 1950. Aðeins hefur hert á bráðnun þeirra eftir því sem hlýnun jarðar eykst.
Sviss Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Þorp í svissnesku Ölpunum er nærri alfarið í rúst eftir að aurskriða féll á þorpið í gær. Eins er enn saknað. 29. maí 2025 13:50 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Þorp í svissnesku Ölpunum er nærri alfarið í rúst eftir að aurskriða féll á þorpið í gær. Eins er enn saknað. 29. maí 2025 13:50