Eins skýrt og það verður Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar 30. maí 2025 13:02 Fyrir Alþingi liggur mikið og merkilegt þjóðþrifamál, frumvarp um stofnun Óperu. Innan allra listgreina er samstaðan vegna málsins fáheyrð. Það var lagt fram að nýju á yfirstandandi þingi og þrátt fyrir sviptingar í pólitík hafa fagaðilar jafnt sem stjórnmálamenn verið á sama máli: Þetta er ekki spurning. Margt gott hefur verið gert á síðustu 44 árum en komið er að næstu skrefum í óperulífi þjóðarinnar. Við lifum daginn í dag og það er hann sem skiptir okkur mestu máli. Öll fagfélög innan vébanda Bandalags íslenskra listamanna – BÍL og allar umsagnir vegna ofangreinds frumvarps eru á sama máli: Þetta er ekki spurning. Við erum í dauðafæri að skapa óperu nær því sem við þekkjum erlendis. Miðað við sett markmið og frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi, munum við uppfæra umgjörð óperusöngs hér á landi svo um munar. Ég man ekki eftir öðrum eins upptakti að sumri og þetta vor. Væntingarnar eru þó að venju hófstilltar, sumarið innan seilingar, fólk á einu máli. Við búum sem betur fer við verkstjórn og höfum undanfarið verið áþreifanlega verið minnt á að söngur flytur bæði fjöll og brýtur veggi. Að ljúka við áform undanfarinna ára og stofna Óperu er borðleggjandi dæmi. Íslenskir söngvarar, og þau eru mörg, hafa beðið þessa framfaraskrefs í áraraðir og bíða enn í ofvæni eftir því að Alþingi klári þessa sókn með stæl og leyfi söngvunum að hljóma. Það er bjart framundan í menningarlífinu, sérstaklega tónlistinni. Þær breytingar, sem nú eru í seilingarfjarlægð og verða vonandi samþykktar á næstu dögum, munu tryggja óperunni endurnýjun lífdaga hér á landi. Breytingarnar munu styðja við og ýta undir aðra frábæra nýbreytni síðustu ára á borð við hina frábæru Óperudaga og sýninguna BRÍM. Undanfarin ár hef ég orðið vör við það að fólk skilji og virði gildi lista í auknu mæli. Listræn tjáning tengist skoðana- og tjáningarfrelsi, hornsteini lýðræðis, sem listirnar verða að næra. Ný ópera mun augljóslega styrkja samstarf sviðslista í stað einangrandi sjálfstæðis. Er eitthvað að óttast? Svarið er nei, þvert á móti. Við erum í dauðafæri. Sjálfur söngurinn og þær sálarbætur sem hann stendur fyrir, eru til reiðu. Við getum klárað þetta, við eigum að klára þetta! Áfram óperan. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska óperan Menning Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur mikið og merkilegt þjóðþrifamál, frumvarp um stofnun Óperu. Innan allra listgreina er samstaðan vegna málsins fáheyrð. Það var lagt fram að nýju á yfirstandandi þingi og þrátt fyrir sviptingar í pólitík hafa fagaðilar jafnt sem stjórnmálamenn verið á sama máli: Þetta er ekki spurning. Margt gott hefur verið gert á síðustu 44 árum en komið er að næstu skrefum í óperulífi þjóðarinnar. Við lifum daginn í dag og það er hann sem skiptir okkur mestu máli. Öll fagfélög innan vébanda Bandalags íslenskra listamanna – BÍL og allar umsagnir vegna ofangreinds frumvarps eru á sama máli: Þetta er ekki spurning. Við erum í dauðafæri að skapa óperu nær því sem við þekkjum erlendis. Miðað við sett markmið og frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi, munum við uppfæra umgjörð óperusöngs hér á landi svo um munar. Ég man ekki eftir öðrum eins upptakti að sumri og þetta vor. Væntingarnar eru þó að venju hófstilltar, sumarið innan seilingar, fólk á einu máli. Við búum sem betur fer við verkstjórn og höfum undanfarið verið áþreifanlega verið minnt á að söngur flytur bæði fjöll og brýtur veggi. Að ljúka við áform undanfarinna ára og stofna Óperu er borðleggjandi dæmi. Íslenskir söngvarar, og þau eru mörg, hafa beðið þessa framfaraskrefs í áraraðir og bíða enn í ofvæni eftir því að Alþingi klári þessa sókn með stæl og leyfi söngvunum að hljóma. Það er bjart framundan í menningarlífinu, sérstaklega tónlistinni. Þær breytingar, sem nú eru í seilingarfjarlægð og verða vonandi samþykktar á næstu dögum, munu tryggja óperunni endurnýjun lífdaga hér á landi. Breytingarnar munu styðja við og ýta undir aðra frábæra nýbreytni síðustu ára á borð við hina frábæru Óperudaga og sýninguna BRÍM. Undanfarin ár hef ég orðið vör við það að fólk skilji og virði gildi lista í auknu mæli. Listræn tjáning tengist skoðana- og tjáningarfrelsi, hornsteini lýðræðis, sem listirnar verða að næra. Ný ópera mun augljóslega styrkja samstarf sviðslista í stað einangrandi sjálfstæðis. Er eitthvað að óttast? Svarið er nei, þvert á móti. Við erum í dauðafæri. Sjálfur söngurinn og þær sálarbætur sem hann stendur fyrir, eru til reiðu. Við getum klárað þetta, við eigum að klára þetta! Áfram óperan. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun