Ólympíumeistarinn þarf að fara í kynjapróf til að fá að keppa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2025 23:21 Imane Khelif kyssir hér Ólympíugullið eftir sigur sinn í París í ágúst í fyrra. Getty/Richard Pelham Nýja yfirvaldið í hnefaleikaheiminum, World Boxing, hefur ákveðið að skylda alla keppendur á sínum vegum til að gangast undir kynjapróf. Með þessu prófi á að passa upp á að konur og karlar keppi í réttum kynjaflokkum eins og sambandið orðar það. NRK segir frá. Málið er framhald frá umdeildri umræðu á Ólympíuleikunum í París þar sem keppendur voru sakaðir um að keppa í kvennaflokki undir fölsku flaggi. Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var önnur þeirra kvenna sem var sökuð um að vera karlmaður á leikunum í París en hún endaði á því að vinna Ólympíugull í kvennaflokki á leikunum. Alþjóða Ólympíusambandið sýndi henni mikinn stuðning en málið var táknmynd þeirra pólitísku átaka sem eru í hnefaleikaheiminum. World Boxing hefur nú fengið grænt ljós frá Alþjóða Ólympíunefndinni um að sjá um keppni í hnefaleiknum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Alþjóða Ólympíunefndin samþykkti klofningarsambandið í febrúar síðastliðnum. World Boxing gaf það út í dag að það hafi tilkynnt alsírska hnefaleiksambandinu það að Khelif þurfi að gangast undir kynjapróf til að fá þátttökurétt á Eindhoven Box Cup mótinu sem haldið verður í Hollandi í júní. „Við höfum sent alsírska hnefaleikasambandinu bréf til að tilkynna þeim það að Imane Khelif fái ekki að keppa í kvennaflokki á Eindhoven Box Cup eða öðrum mótum nema að hún gangist undir kynjapróf,“ segir í yfirlýsingu frá World Boxing. Árið 2023 missti Alþjóða hnefaleiksambandið, IBA, stöðu sína sem samband hnefaleikanna innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Ástæðan var meðal annars slæm fjárhagsstaða og spilling innan sambandsins. World Boxing tók við stöðu þess í staðinn. Box Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45 „Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
Með þessu prófi á að passa upp á að konur og karlar keppi í réttum kynjaflokkum eins og sambandið orðar það. NRK segir frá. Málið er framhald frá umdeildri umræðu á Ólympíuleikunum í París þar sem keppendur voru sakaðir um að keppa í kvennaflokki undir fölsku flaggi. Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var önnur þeirra kvenna sem var sökuð um að vera karlmaður á leikunum í París en hún endaði á því að vinna Ólympíugull í kvennaflokki á leikunum. Alþjóða Ólympíusambandið sýndi henni mikinn stuðning en málið var táknmynd þeirra pólitísku átaka sem eru í hnefaleikaheiminum. World Boxing hefur nú fengið grænt ljós frá Alþjóða Ólympíunefndinni um að sjá um keppni í hnefaleiknum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Alþjóða Ólympíunefndin samþykkti klofningarsambandið í febrúar síðastliðnum. World Boxing gaf það út í dag að það hafi tilkynnt alsírska hnefaleiksambandinu það að Khelif þurfi að gangast undir kynjapróf til að fá þátttökurétt á Eindhoven Box Cup mótinu sem haldið verður í Hollandi í júní. „Við höfum sent alsírska hnefaleikasambandinu bréf til að tilkynna þeim það að Imane Khelif fái ekki að keppa í kvennaflokki á Eindhoven Box Cup eða öðrum mótum nema að hún gangist undir kynjapróf,“ segir í yfirlýsingu frá World Boxing. Árið 2023 missti Alþjóða hnefaleiksambandið, IBA, stöðu sína sem samband hnefaleikanna innan Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Ástæðan var meðal annars slæm fjárhagsstaða og spilling innan sambandsins. World Boxing tók við stöðu þess í staðinn.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45 „Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23
Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Litningapróf sem stjórnendur sumra íþróttahreyfinga hafa ákveðið að taka upp til að ákvarða líffræðilegt kyn keppenda í kvennaflokki mun ekki virka, að mati erfðafræðings. Þótt samband kynlitninga við kyn sé sterkt sé það ófullkomið. 15. maí 2025 10:45
„Get ekki lýst því hversu hrædd ég var“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segist ekki geta lýst því hversu hrædd hún var þegar umræðan um hana komst í hámæli á Ólympíuleikunum í París. 16. ágúst 2024 12:03