Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2025 12:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á von á að þingstörf klárist ekki á tilsettum tíma. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. Tólf frumvörpu hafa verið samþykkt frá áramótum og fimmtíu mál eru í nefndum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru alls sex þingfundir eftir og verður fundað daglega í vikunni. Þingi á að ljúka í næstu viku. „Mér finnst ekkert ólíklegt að við förum svolítið fram yfir en það þurfa ekki endilega að vera svo margir dagar. Það fer allt eftir því hvernig staðan í þinginu þróast á næstu dögum. Samtöl þurfa auðvitað að eiga sér stað á milli þingflokksformanna og í einhverjum tilfellum formanna um hvernig við semjum um þinglok,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Nokkur stór og umdeild mál bíða afgreiðslu - þar á meðal veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, leigubílafrumvarp innviðaráðherra, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. „Við ætlum að klára veiðigjaldafrumvarpið, já, og við ætlum að klára mörg önnur stór mál þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum þinglokum. Við erum til umræðu varðandi ýmislegt og við tökum það til okkar ef það eru sum mál sem þarf að vinna betur. Við erum bara opin í viðræðum við stjórnarandsdtöðuna en við erum með okkar forgangsröðun á hreinu og hún verður tekin til umræðu á næstu dögum.“ Kristrún segir að meirihlutinn vilji auðvitað sjá þau mál sem lögð hafa verið fram fara í gegn. Bókun 35 sé ofarlega á lista, skammtímaleiga, veiðigjöldin og svo fram vegis. „Þetta snýst allt um að við náum ákveðnum samningum á lokametrunum, oftast byggir það á því. Það þarf að vera gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir því að það sé vilji til að klára ákveðin mál. Nú þarf bara samtalið að eiga sér stað,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17 Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Tólf frumvörpu hafa verið samþykkt frá áramótum og fimmtíu mál eru í nefndum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru alls sex þingfundir eftir og verður fundað daglega í vikunni. Þingi á að ljúka í næstu viku. „Mér finnst ekkert ólíklegt að við förum svolítið fram yfir en það þurfa ekki endilega að vera svo margir dagar. Það fer allt eftir því hvernig staðan í þinginu þróast á næstu dögum. Samtöl þurfa auðvitað að eiga sér stað á milli þingflokksformanna og í einhverjum tilfellum formanna um hvernig við semjum um þinglok,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Nokkur stór og umdeild mál bíða afgreiðslu - þar á meðal veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, leigubílafrumvarp innviðaráðherra, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. „Við ætlum að klára veiðigjaldafrumvarpið, já, og við ætlum að klára mörg önnur stór mál þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum þinglokum. Við erum til umræðu varðandi ýmislegt og við tökum það til okkar ef það eru sum mál sem þarf að vinna betur. Við erum bara opin í viðræðum við stjórnarandsdtöðuna en við erum með okkar forgangsröðun á hreinu og hún verður tekin til umræðu á næstu dögum.“ Kristrún segir að meirihlutinn vilji auðvitað sjá þau mál sem lögð hafa verið fram fara í gegn. Bókun 35 sé ofarlega á lista, skammtímaleiga, veiðigjöldin og svo fram vegis. „Þetta snýst allt um að við náum ákveðnum samningum á lokametrunum, oftast byggir það á því. Það þarf að vera gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir því að það sé vilji til að klára ákveðin mál. Nú þarf bara samtalið að eiga sér stað,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17 Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17
Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36