Setjum kraft í íslenskukennslu fullorðinna Anna Linda Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2025 15:02 Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur. Margt gott er gert og margt í boði en einhverra hluta vegna sitja margir hjá. Víða er unnið metnaðarfullt starf þegar kemur að íslenskukennslu fullorðinna einstaklinga en við þurfum að ná til allra. Margar gildar ástæður liggja fyrir því. Við tölum um inngildingu; að nýir þegnar verði virkir í okkar samfélagi. Þar þurfa athafnir að fylgja orðum og við verðum að huga að því að lögleiða íslenskunám innflytjenda þeim sjálfum og okkur öllum til heilla. Innflytjendur sinna til dæmis aðhlynningar- og eða þjónustörfum, oft án eða með lítilli íslenskukunnáttu. Það skapar mikið álag á bæði þá og skjólstæðinga þeirra. Einn mikilvægasti þátturinn í að verða virkur samfélagsþegn er að finna að þú sért hluti af samfélaginu. Finna að þú tilheyrir, að þú skiptir máli. Í þeim efnum er tungumálið veigamest því án þess er erfitt að fóta sig í nýju samfélagi. Ábyrgðin er okkar Við bjóðum nýja íbúa víðs vegar úr heiminum velkomna. Við fögnum fjölbreytileikanum en þessum nýju íbúum þarf að fylgja alla leið. Það er á okkar ábyrgð að nýir þegnar læri málið. Sjá til þess að hvatinn sé til staðar og íslenskunámið aðgengilegt. Þannig má koma í veg fyrir ýmsan vanda sem fylgir því að kunna ekki tungumálið. Það blasir við víða í samfélaginu að skortur á íslenskukunnáttu getur verið til vandræða og skapað óþarfa árekstra. Má þar m.a. nefna hjúkrunarheimilin, leigubíla, veitingastaði og hin ýmsu þjónustustörf. Það er ekki við neinn að sakast. Við verðum hins vegar að gera íslenskunámið aðgengilegra og mæta þessum fjölbreytta hópi. Þegar fólk flytur í nýtt land vill það tilheyra. Lykillinn að því er tungumálið, um það eru flestir sammála. Það eru ekki mörg ár frá því íslenska sem annað tungumál var gert að námgrein í grunnskólanum. Víðast var slíkri kennslu sinnt. Í dag fer þessi kennsla fram samkvæmt aðalnámskrá í íslensku þar sem hæfniviðmiðum greinarinnar er fylgt. Í grunnskólunum er unnið metnaðarfullt starf og margir sem koma að þeirra vinnu með það í huga að efla þjónustu við börn með fjölmenningarlegan bakgrunn. Fullorðna fólkið situr eftir Á hinn bóginn vantar stefnu og reglugerðir varðandi fullorðna fólkið. Á mörgum stöðum er boðið uppá metnaðarfulla kennslu fyrir þennan hóp og frábær námskeið eru í boði en alltof margir sækja engin námskeið. Fyrir því liggja vafalítið margar ástæður en þessu þurfum við að breyta. Lítil færni í íslensku fullorðinna skapar líka ýmsan vanda í grunnskólunum sem reyna af fremsta megni að vera styðjandi við nemendur og forráðamenn þeirra. Þessi mál þekki ég mjög vel. Ég starfa sem deildarstjóri Fjölmenningardeildar Vallaskóla á Selfossi og hef kennt íslensku sem annað tungumál til margra ára. Einnig hef ég um áratuga skeið kennt íslensku sem annað tungumál hjá Fræðsluneti Suðurlands og kynnst þar frábæru fólki, oft foreldrum minna skjólstæðinga í grunnskólanum. Ég þekki því þörfina úr mörgum áttum og veit að margir vildu hafa betra aðgengi að íslenskunámi, öflugri hvata og jafnvel pressu, ekki síst til að styðja betur við nám barna sinna. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að lögfesta íslenskukennslu fullorðins fólks. Tökum þetta alla leið. Það er ekki nóg að tala um inngildingu, sýnum hana í verki. Höfundur skipaði 5. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur. Margt gott er gert og margt í boði en einhverra hluta vegna sitja margir hjá. Víða er unnið metnaðarfullt starf þegar kemur að íslenskukennslu fullorðinna einstaklinga en við þurfum að ná til allra. Margar gildar ástæður liggja fyrir því. Við tölum um inngildingu; að nýir þegnar verði virkir í okkar samfélagi. Þar þurfa athafnir að fylgja orðum og við verðum að huga að því að lögleiða íslenskunám innflytjenda þeim sjálfum og okkur öllum til heilla. Innflytjendur sinna til dæmis aðhlynningar- og eða þjónustörfum, oft án eða með lítilli íslenskukunnáttu. Það skapar mikið álag á bæði þá og skjólstæðinga þeirra. Einn mikilvægasti þátturinn í að verða virkur samfélagsþegn er að finna að þú sért hluti af samfélaginu. Finna að þú tilheyrir, að þú skiptir máli. Í þeim efnum er tungumálið veigamest því án þess er erfitt að fóta sig í nýju samfélagi. Ábyrgðin er okkar Við bjóðum nýja íbúa víðs vegar úr heiminum velkomna. Við fögnum fjölbreytileikanum en þessum nýju íbúum þarf að fylgja alla leið. Það er á okkar ábyrgð að nýir þegnar læri málið. Sjá til þess að hvatinn sé til staðar og íslenskunámið aðgengilegt. Þannig má koma í veg fyrir ýmsan vanda sem fylgir því að kunna ekki tungumálið. Það blasir við víða í samfélaginu að skortur á íslenskukunnáttu getur verið til vandræða og skapað óþarfa árekstra. Má þar m.a. nefna hjúkrunarheimilin, leigubíla, veitingastaði og hin ýmsu þjónustustörf. Það er ekki við neinn að sakast. Við verðum hins vegar að gera íslenskunámið aðgengilegra og mæta þessum fjölbreytta hópi. Þegar fólk flytur í nýtt land vill það tilheyra. Lykillinn að því er tungumálið, um það eru flestir sammála. Það eru ekki mörg ár frá því íslenska sem annað tungumál var gert að námgrein í grunnskólanum. Víðast var slíkri kennslu sinnt. Í dag fer þessi kennsla fram samkvæmt aðalnámskrá í íslensku þar sem hæfniviðmiðum greinarinnar er fylgt. Í grunnskólunum er unnið metnaðarfullt starf og margir sem koma að þeirra vinnu með það í huga að efla þjónustu við börn með fjölmenningarlegan bakgrunn. Fullorðna fólkið situr eftir Á hinn bóginn vantar stefnu og reglugerðir varðandi fullorðna fólkið. Á mörgum stöðum er boðið uppá metnaðarfulla kennslu fyrir þennan hóp og frábær námskeið eru í boði en alltof margir sækja engin námskeið. Fyrir því liggja vafalítið margar ástæður en þessu þurfum við að breyta. Lítil færni í íslensku fullorðinna skapar líka ýmsan vanda í grunnskólunum sem reyna af fremsta megni að vera styðjandi við nemendur og forráðamenn þeirra. Þessi mál þekki ég mjög vel. Ég starfa sem deildarstjóri Fjölmenningardeildar Vallaskóla á Selfossi og hef kennt íslensku sem annað tungumál til margra ára. Einnig hef ég um áratuga skeið kennt íslensku sem annað tungumál hjá Fræðsluneti Suðurlands og kynnst þar frábæru fólki, oft foreldrum minna skjólstæðinga í grunnskólanum. Ég þekki því þörfina úr mörgum áttum og veit að margir vildu hafa betra aðgengi að íslenskunámi, öflugri hvata og jafnvel pressu, ekki síst til að styðja betur við nám barna sinna. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að lögfesta íslenskukennslu fullorðins fólks. Tökum þetta alla leið. Það er ekki nóg að tala um inngildingu, sýnum hana í verki. Höfundur skipaði 5. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar