Segir að Postecoglou sé „goðsögn“ í sögu félagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2025 22:02 Son Heung-min, fyrirliði Tottenham Hotspur, sendi Ange Postecoglou hjartnæma kveðju á Instagram. Shaun Botterill/Getty Images Son Heung-min, fyrirliði Tottenham Hotspur, segir að þjálfarinn Ange Postecoglou sé goðsögn í sögu félagsins. Forráðamenn Spurs létu Postecoglou taka poka sinn í gær eftir afar slakt gengi í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Undir hans stjórn endaði liðið í 17. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með aðeins 38 stig. Postecoglou afrekaði þó eitthvað sem nöfn á borð við José Mourinho, Antonio Conte og Mauricio Pochettino mistókst. Undir hans stjórn fagnaði liðið sigri í Evrópudeildinni í vor og batt þar með enda á 17 ára langa titlaþurrð félagsins. Þrátt fyrir að hafa skilað Spurs langþráðum titli er Ange Postecoglou hins vegar nú atvinnulaus. Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, og aðrir forráðamenn Spurs hafa tekið ákvörðun um að leita á önnur mið eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hvort það muni skila betri árangri mun tíminn leiða í ljós, en ljóst er að leikmenn liðsins eru ekki sáttir með ákvörðun stjórnarinnar. Samkvæmt frétt The Telegraph eru leikmenn Spurs öskuillir og í uppreisnarhug eftir brottrekstur Ástralans. Einn þeirra sem mun koma til með að sakna Postecoglou, eða Stóra Ange, er Son Heung-min, fyrirliði liðsins. „Stjóri. Þú hefur komið félaginu á nýja braut. Þú hafðir trú á sjálfum þér, og okkur, frá fyrsta degi og hvikaðir aldrei frá þinni trú. Jafnvel þó aðrir hafi gert það,“ skrifaði Son á Instagram í dag. „Þú vissir allan tíman hvers við vorum megnugir. Þú fórst þínar eigin leiðir. Og þínar leiðir skilaði þessu félagi sínu besta kvöldi í áratugi. Við munum alltaf eiga þær minningar. Þú treystir mér fyrir fyrirliðabandinu. Einhver mesti heiður sem mér hefur hlotist á mínum ferli. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að læra af þinni leiðtogahæfni. Ég er betri leikmaður og betri manneskja vegna þín,“ bætti Son við áður en hann bætti við hjartnæmum lokaorðum. „Ange Postecoglou, þú munt alltaf vera goðsögn innan Tottenham Hotspur. Takk, félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Son HeungMin(손흥민)🇰🇷 (@hm_son7) Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Forráðamenn Spurs létu Postecoglou taka poka sinn í gær eftir afar slakt gengi í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Undir hans stjórn endaði liðið í 17. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið, með aðeins 38 stig. Postecoglou afrekaði þó eitthvað sem nöfn á borð við José Mourinho, Antonio Conte og Mauricio Pochettino mistókst. Undir hans stjórn fagnaði liðið sigri í Evrópudeildinni í vor og batt þar með enda á 17 ára langa titlaþurrð félagsins. Þrátt fyrir að hafa skilað Spurs langþráðum titli er Ange Postecoglou hins vegar nú atvinnulaus. Daniel Levy, stjórnarformaður félagsins, og aðrir forráðamenn Spurs hafa tekið ákvörðun um að leita á önnur mið eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hvort það muni skila betri árangri mun tíminn leiða í ljós, en ljóst er að leikmenn liðsins eru ekki sáttir með ákvörðun stjórnarinnar. Samkvæmt frétt The Telegraph eru leikmenn Spurs öskuillir og í uppreisnarhug eftir brottrekstur Ástralans. Einn þeirra sem mun koma til með að sakna Postecoglou, eða Stóra Ange, er Son Heung-min, fyrirliði liðsins. „Stjóri. Þú hefur komið félaginu á nýja braut. Þú hafðir trú á sjálfum þér, og okkur, frá fyrsta degi og hvikaðir aldrei frá þinni trú. Jafnvel þó aðrir hafi gert það,“ skrifaði Son á Instagram í dag. „Þú vissir allan tíman hvers við vorum megnugir. Þú fórst þínar eigin leiðir. Og þínar leiðir skilaði þessu félagi sínu besta kvöldi í áratugi. Við munum alltaf eiga þær minningar. Þú treystir mér fyrir fyrirliðabandinu. Einhver mesti heiður sem mér hefur hlotist á mínum ferli. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að læra af þinni leiðtogahæfni. Ég er betri leikmaður og betri manneskja vegna þín,“ bætti Son við áður en hann bætti við hjartnæmum lokaorðum. „Ange Postecoglou, þú munt alltaf vera goðsögn innan Tottenham Hotspur. Takk, félagi.“ View this post on Instagram A post shared by Son HeungMin(손흥민)🇰🇷 (@hm_son7)
Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn