Þétting á 27. brautinni Friðjón R. Friðjónsson skrifar 8. júní 2025 15:30 Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu níu ára var samþykkt á borgarstjórnarfundi í vikunni sem leið. Þar kemur fram að markmið borgarinnar sé að byggja allt að 16.000 íbúðir á næstu tíu árum, sem er metnaðarfullt markmið, sérstaklega í ljósi þess að síðustu þrjú ár hefur fjöldi byggðra íbúða á ári ekki farið yfir eitt þúsund. Meðaltal síðustu tíu ára er 884 íbúðir á ári. Við borgarfulltrúar Sjáflstæðisflokksins kusum gegn húsnæðisáætlun meirihlutans og færðum í bókun að það sé vegna þess að húsnæðisstefna Samfylkingar og fylgitungla hefur beðið algjört skipbrot. Viðvarandi og uppsafnaðan húsnæðisskort borgarinnar megi að miklu leyti rekja til lóðaskortsstefnu meirihlutans og ofurþéttingar þar sem öll áhersla er á þungt, dimmt og háreist fjölbýli. Við teljum að skipuleggja þurfi hverfi á mannlegum skala, nauðsynlegt sé að færa út vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og brjóta nýtt land undir byggð. Markmið húsnæðisáætlunarinnar um að 35% nýrrar uppbyggingar verði niðurgreitt húsnæði, feli í sér óæskilega og ósjálfbæra nálgun á húsnæðismarkaðinn. Blokkin á brautinn Það vakti einnig athygli í kynningu borgarstjóra og í húsnæðisáætlun borgarinnar að gert er ráð fyrir að eitt framtíðar uppbygginarsvæði borgarinnar nái langt inn á gölfvöllinn við Korpúlfsstaði. Nánar tiltekið gerir Reykajvíkurborg ráð fyrir að byggja 300 íbúðir á lokabraut Korpúlfsstaðavallar, 27. brautinni. Korpúlfsstaðavöllur er þannig gerður að hann er þrisvar sinnum níu holur og þjónar því mun fleiri iðkendum þessarar vinsælu íþróttar. Síðasta vetur voru líka lagðar skíðagöngubrautir á vellinum til að nýta hann enn betur. Byggingaráformin má sjá á myndinni að neðan, á uppbyggingarvef Reykjavíkurborgar og á bls 63 í húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2025-2034. Reykjavíkurborg hefur ekkert rætt við staðarhaldarann, Golfklúbb Reykjavíkur um að svipta golfvöllinn þessu svæði. Deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir breytingu, en aðalskipulag til 2040 sýnir svæðið hluta af framtíðaríbúabyggð. Ef núverandi meirihluti ætlar á næstu 9 árum að byggja 300 íbúðir á svæðinu þá væri ekki úr vegi að hefja samtalið og útskýra fyrir þúsundum félaga GR að síðustu níu holurnar verði bara átta. Það eigi að byggja blokkir á brautinni. Húsnæðisáætlun meirihluta Samfylkingarinnar gerir einnig ráð fyrir ríflega 500 íbúða þéttingu byggðar í Grafarvogi, þrátt fyrir endurtekin og ítrekuð mótmæli íbúa. Þá á einnig að byggja 444 íbúðir í sams konar þéttingu í Breiðholti. Ríflega eitt hundrað íbúðum verður komið fyrir við Rangársel, á grænu svæði þétt upp við Seljakirkju. Þar, eins og annars staðar í borginni, eru grænir blettir þyrnir í augum meirihlutans sem lýtur stjórn og stefnu Samfylkingarinnar. Frí fyrir Samfylkinguna Það er innan við ár í að borgarbúar geti sent Samfylkinguna í langþráð frí frá stjórn borgarinnar. Þrjátíu ára valdatíð þarf að ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ekki átt aðild að meirihlutastjórn Samfylkingarinnar í borginni og eini flokkurinn sem ber ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi í rekstri, samgöngum og skipulagi borgarinnar. Fersk augu og nýjir vendir eru það sem Reykjavíkurborg þarf á að halda til að snúa af þeirri braut sem Samfylkingin hefur skapað okkur. Ný leið sem felur ekki í sér blokkir á vinsælum útivistar- og íþróttasvæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Golfvellir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu níu ára var samþykkt á borgarstjórnarfundi í vikunni sem leið. Þar kemur fram að markmið borgarinnar sé að byggja allt að 16.000 íbúðir á næstu tíu árum, sem er metnaðarfullt markmið, sérstaklega í ljósi þess að síðustu þrjú ár hefur fjöldi byggðra íbúða á ári ekki farið yfir eitt þúsund. Meðaltal síðustu tíu ára er 884 íbúðir á ári. Við borgarfulltrúar Sjáflstæðisflokksins kusum gegn húsnæðisáætlun meirihlutans og færðum í bókun að það sé vegna þess að húsnæðisstefna Samfylkingar og fylgitungla hefur beðið algjört skipbrot. Viðvarandi og uppsafnaðan húsnæðisskort borgarinnar megi að miklu leyti rekja til lóðaskortsstefnu meirihlutans og ofurþéttingar þar sem öll áhersla er á þungt, dimmt og háreist fjölbýli. Við teljum að skipuleggja þurfi hverfi á mannlegum skala, nauðsynlegt sé að færa út vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og brjóta nýtt land undir byggð. Markmið húsnæðisáætlunarinnar um að 35% nýrrar uppbyggingar verði niðurgreitt húsnæði, feli í sér óæskilega og ósjálfbæra nálgun á húsnæðismarkaðinn. Blokkin á brautinn Það vakti einnig athygli í kynningu borgarstjóra og í húsnæðisáætlun borgarinnar að gert er ráð fyrir að eitt framtíðar uppbygginarsvæði borgarinnar nái langt inn á gölfvöllinn við Korpúlfsstaði. Nánar tiltekið gerir Reykajvíkurborg ráð fyrir að byggja 300 íbúðir á lokabraut Korpúlfsstaðavallar, 27. brautinni. Korpúlfsstaðavöllur er þannig gerður að hann er þrisvar sinnum níu holur og þjónar því mun fleiri iðkendum þessarar vinsælu íþróttar. Síðasta vetur voru líka lagðar skíðagöngubrautir á vellinum til að nýta hann enn betur. Byggingaráformin má sjá á myndinni að neðan, á uppbyggingarvef Reykjavíkurborgar og á bls 63 í húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2025-2034. Reykjavíkurborg hefur ekkert rætt við staðarhaldarann, Golfklúbb Reykjavíkur um að svipta golfvöllinn þessu svæði. Deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir breytingu, en aðalskipulag til 2040 sýnir svæðið hluta af framtíðaríbúabyggð. Ef núverandi meirihluti ætlar á næstu 9 árum að byggja 300 íbúðir á svæðinu þá væri ekki úr vegi að hefja samtalið og útskýra fyrir þúsundum félaga GR að síðustu níu holurnar verði bara átta. Það eigi að byggja blokkir á brautinni. Húsnæðisáætlun meirihluta Samfylkingarinnar gerir einnig ráð fyrir ríflega 500 íbúða þéttingu byggðar í Grafarvogi, þrátt fyrir endurtekin og ítrekuð mótmæli íbúa. Þá á einnig að byggja 444 íbúðir í sams konar þéttingu í Breiðholti. Ríflega eitt hundrað íbúðum verður komið fyrir við Rangársel, á grænu svæði þétt upp við Seljakirkju. Þar, eins og annars staðar í borginni, eru grænir blettir þyrnir í augum meirihlutans sem lýtur stjórn og stefnu Samfylkingarinnar. Frí fyrir Samfylkinguna Það er innan við ár í að borgarbúar geti sent Samfylkinguna í langþráð frí frá stjórn borgarinnar. Þrjátíu ára valdatíð þarf að ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ekki átt aðild að meirihlutastjórn Samfylkingarinnar í borginni og eini flokkurinn sem ber ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi í rekstri, samgöngum og skipulagi borgarinnar. Fersk augu og nýjir vendir eru það sem Reykjavíkurborg þarf á að halda til að snúa af þeirri braut sem Samfylkingin hefur skapað okkur. Ný leið sem felur ekki í sér blokkir á vinsælum útivistar- og íþróttasvæðum.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun