Nemar á Landspítalanum klæddust „Öldrunarbúningi“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2025 20:03 Ólafur Guðbjörn, framkvæmdastjóri hjúkrunar, ásamt Jóhönnu Lind, hjúkrunarfræðingi, sem var ein af þeim, sem skipulagði daginn. Bæði voru þau mjög ánægð með hvernig til tókst. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 400 lækna- og hjúkrunarnemar munu vinna á Landspítalanum í sumar en áður en vinnan hófst var haldin svokallaður „tækjadagur“ á spítalanum þar sem ýmis tæki og tól voru til sýnis fyrir sumarstarfsmenn. Það sem vakti þó hvað mesta athygli var „Öldrunarbúningur“, sem nemarnir fengu að prófa. Tækjadagurinn var haldinn í Eirbergi þar sem sumarstarfsmennirnir gengu á milli stöðva og fengu að kynnast helstu tækjunum og lækningaverkfærunum, sem þau koma til með að nota í sumarvinnunni. Mikil ánægja var með daginn. „Heyrðu, þetta er geggjað og hefur mælst mjög vel fyrir og starfsfólkið er mjög ánægt með þetta með allskonar tæki til að kenna þeim og líka að fá innsýn inn í hvernig er að vera sjúklingur, vera aldraður og hrumur, sem að hefur gefist mjög vel,“ segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og bætir við. „Ég er mjög stoltur af þessu verkefni og ég er bara almennt stoltur af hermináminu og hermissetrinu okkar á Landsspítalanum, sem er algjör leikbreytir í því hvernig við þjálfum upp nýtt heilbrigðisstarfsfólk.“ Og sú stöð, sem vakti hvað mesta athygli var“ Öldrunarbúningurinn”, en þar fengu nemendurnir að upplifa hvernig er að vera aldraður og færniskertur á ýmsum sviðum. Fyrst voru gleraugu sett upp þar sem sjónsviðið er mjög skert, svo voru heyrnartól sett á höfuðið þannig að nemendur heyrðu mjög lítið og allir þurftu að fara í hanska til að finna fyrir minnkuðu skyni í fingrunum og svo voru allskonar þyngingar settar á nemendur. Ein af þrautunum var svo að finna til lyfin með allan þennan búnað sér, D-vítamín og hjartamagnyl og gekk það hjá flestum mjög brösuglega. „Þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlegt hvernig fólk upplifir að vera svona færniskertur. Einn sagði hérna áðan, ég vona að ég verði aldrei gamall,” segir Jakobína Rut Daníelsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, sem vann á „Öldrunarbúningastöðinni“ á tækjadeginum. Jakobína Rut og einn af nemendum að prófa sig áfram í „Öldrunarbúningnum“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér fannst þetta bara mjög erfitt að gera þetta. Fann ekki töflurnar, sá ekki neitt, heyrði lítið, mjög íþyngjandi hendur, já mér fannst þetta svolítið erfitt,” segir Ingibjörg Valmundsdóttir, nemandi í hjúkrunarfræði eftir að hafa farið í „Öldrunarbúninginn“. „Þetta gekk svolítið brösuglega en þetta gekk í lokin. Mér fannst erfiðast að taka saman lyfin, það var mjög erfitt,” segir Valdimar Sveinsson, nemandi í læknisfræði. Hvernig heldur þú að það sé að vera gamall? „Ég held að það geti bara verið mjög erfitt, það reynir á margt, sem að maður gerir sér kannski ekki grein fyrir,” segir Valdimar. Svo var komið að því að fréttamaður var klæddur í „Öldrunarbúninginn” og fékk að prófa sig áfram, æi hvað það gekk allt brösuglega hjá honum. Öldrunarbúningsstöðin“ hjá lækna- og hjúkrunarnemendunum var mjög vinsæl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Tækjadagurinn var haldinn í Eirbergi þar sem sumarstarfsmennirnir gengu á milli stöðva og fengu að kynnast helstu tækjunum og lækningaverkfærunum, sem þau koma til með að nota í sumarvinnunni. Mikil ánægja var með daginn. „Heyrðu, þetta er geggjað og hefur mælst mjög vel fyrir og starfsfólkið er mjög ánægt með þetta með allskonar tæki til að kenna þeim og líka að fá innsýn inn í hvernig er að vera sjúklingur, vera aldraður og hrumur, sem að hefur gefist mjög vel,“ segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og bætir við. „Ég er mjög stoltur af þessu verkefni og ég er bara almennt stoltur af hermináminu og hermissetrinu okkar á Landsspítalanum, sem er algjör leikbreytir í því hvernig við þjálfum upp nýtt heilbrigðisstarfsfólk.“ Og sú stöð, sem vakti hvað mesta athygli var“ Öldrunarbúningurinn”, en þar fengu nemendurnir að upplifa hvernig er að vera aldraður og færniskertur á ýmsum sviðum. Fyrst voru gleraugu sett upp þar sem sjónsviðið er mjög skert, svo voru heyrnartól sett á höfuðið þannig að nemendur heyrðu mjög lítið og allir þurftu að fara í hanska til að finna fyrir minnkuðu skyni í fingrunum og svo voru allskonar þyngingar settar á nemendur. Ein af þrautunum var svo að finna til lyfin með allan þennan búnað sér, D-vítamín og hjartamagnyl og gekk það hjá flestum mjög brösuglega. „Þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlegt hvernig fólk upplifir að vera svona færniskertur. Einn sagði hérna áðan, ég vona að ég verði aldrei gamall,” segir Jakobína Rut Daníelsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, sem vann á „Öldrunarbúningastöðinni“ á tækjadeginum. Jakobína Rut og einn af nemendum að prófa sig áfram í „Öldrunarbúningnum“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér fannst þetta bara mjög erfitt að gera þetta. Fann ekki töflurnar, sá ekki neitt, heyrði lítið, mjög íþyngjandi hendur, já mér fannst þetta svolítið erfitt,” segir Ingibjörg Valmundsdóttir, nemandi í hjúkrunarfræði eftir að hafa farið í „Öldrunarbúninginn“. „Þetta gekk svolítið brösuglega en þetta gekk í lokin. Mér fannst erfiðast að taka saman lyfin, það var mjög erfitt,” segir Valdimar Sveinsson, nemandi í læknisfræði. Hvernig heldur þú að það sé að vera gamall? „Ég held að það geti bara verið mjög erfitt, það reynir á margt, sem að maður gerir sér kannski ekki grein fyrir,” segir Valdimar. Svo var komið að því að fréttamaður var klæddur í „Öldrunarbúninginn” og fékk að prófa sig áfram, æi hvað það gekk allt brösuglega hjá honum. Öldrunarbúningsstöðin“ hjá lækna- og hjúkrunarnemendunum var mjög vinsæl.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent