„Heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2025 21:12 Sverrir Ingi í leik kvöldsins. Ramsey Cardy/Getty Images „Það eru bara vonbrigði að tapa því við áttum alls ekki að tapa þessum leik,“ sagði Sverrir Ingi Ingason eftir 1-0 tap Íslands gegn Norður-Írum í kvöld. „Við fengum færi til þess að skora, en vorum bara ekki nógu „ruthless.“ Það er það sem skildi á milli í dag. Við gefum þeim mark svona aðeins gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik og missum aðeins tökin eftir það. Síðan erum við orðnir manni fleiri en þeir bjarga á línu og þetta var bara þannig dagur. Við þurftum bara að vera meira „ruthless“ til að setja boltann yfir línuna, því við áttum að vinna þennan leik.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og hafði fína stjórn á hlutunum fyrstu tuttugu mínúturnar, án þess þó að ná að skapa sér alvöru færi. „Við bara töpum bolatnum á slæmum stað og þeir skora upp úr því. Við vinnum boltann á svipuðum stað í fyrri hálfleik. Hákon vinnur boltann, en það vantaði bara þessi extra gæði fyrir framan markið til að skora. Mörk breyta leikjum og ef við hefðum skorað í seinni hálfleik þá hefðum við kannski fengið aðeins meira „momentum“ og hefðum þá kannski getað farið og sótt seinna markið. En svo fór sem fór.“ Sverrir segist hins vegar vera nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins, þrátt fyrir tapið. „Þetta var bara allt í lagi. Við héldum vel í strúktúrinn í fyrri hálfleik þar sem við vorum að ná að hreyfa boltann. Við erum með tök á leiknum þó við séum kannski ekki að ná að skapa okkur nógu mikið. Við fáum kannski besta færið þegar Hákon vinnur boltann á meðan við erum í hápressunni. Við þurfum að koma okkur í betri stöður, sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins og fá eitthvað meira út úr því að hafa boltann í þennan tíma. Í seinni hálfleik koma fleiri fyrirgjafir og það vantar bara hársbreidd.“ Þá segir hann leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja eftir góðum sigri gegn Skotum í síðustu viku. „Jú, klárlega. Við vorum náttúrulega að reyna að vinna leikinn. Við erum að reyna að þróa okkar leik í hvert einasta skipti þannig að þetta eru auðvitað vonbrigði. Við vitum samt að heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað þessum leik. Alvaran byrjar í haust.“ „En við fengum fullt af svörum í dag. Svörum um hvað við eigum ekki að gera, hvað við getum gert betur og hvað við gerðum vel líka. Nú byrjar alvaran í september þannig við þurfum bara að vera klárir. Nú er þetta í okkar höndum.“ „Ég sé alveg stígandann í hópnum og mér finnst það sem við erum að reyna að gera vera að virka fyrir hópinn. Við erum bara að spila fjórða leikinn núna og fimmti leikurinn er eins og úrslitaleikur. Við verðum klárir þá,“ sagði Sverrir að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
„Við fengum færi til þess að skora, en vorum bara ekki nógu „ruthless.“ Það er það sem skildi á milli í dag. Við gefum þeim mark svona aðeins gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik og missum aðeins tökin eftir það. Síðan erum við orðnir manni fleiri en þeir bjarga á línu og þetta var bara þannig dagur. Við þurftum bara að vera meira „ruthless“ til að setja boltann yfir línuna, því við áttum að vinna þennan leik.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og hafði fína stjórn á hlutunum fyrstu tuttugu mínúturnar, án þess þó að ná að skapa sér alvöru færi. „Við bara töpum bolatnum á slæmum stað og þeir skora upp úr því. Við vinnum boltann á svipuðum stað í fyrri hálfleik. Hákon vinnur boltann, en það vantaði bara þessi extra gæði fyrir framan markið til að skora. Mörk breyta leikjum og ef við hefðum skorað í seinni hálfleik þá hefðum við kannski fengið aðeins meira „momentum“ og hefðum þá kannski getað farið og sótt seinna markið. En svo fór sem fór.“ Sverrir segist hins vegar vera nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins, þrátt fyrir tapið. „Þetta var bara allt í lagi. Við héldum vel í strúktúrinn í fyrri hálfleik þar sem við vorum að ná að hreyfa boltann. Við erum með tök á leiknum þó við séum kannski ekki að ná að skapa okkur nógu mikið. Við fáum kannski besta færið þegar Hákon vinnur boltann á meðan við erum í hápressunni. Við þurfum að koma okkur í betri stöður, sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins og fá eitthvað meira út úr því að hafa boltann í þennan tíma. Í seinni hálfleik koma fleiri fyrirgjafir og það vantar bara hársbreidd.“ Þá segir hann leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja eftir góðum sigri gegn Skotum í síðustu viku. „Jú, klárlega. Við vorum náttúrulega að reyna að vinna leikinn. Við erum að reyna að þróa okkar leik í hvert einasta skipti þannig að þetta eru auðvitað vonbrigði. Við vitum samt að heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað þessum leik. Alvaran byrjar í haust.“ „En við fengum fullt af svörum í dag. Svörum um hvað við eigum ekki að gera, hvað við getum gert betur og hvað við gerðum vel líka. Nú byrjar alvaran í september þannig við þurfum bara að vera klárir. Nú er þetta í okkar höndum.“ „Ég sé alveg stígandann í hópnum og mér finnst það sem við erum að reyna að gera vera að virka fyrir hópinn. Við erum bara að spila fjórða leikinn núna og fimmti leikurinn er eins og úrslitaleikur. Við verðum klárir þá,“ sagði Sverrir að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira