Íslendingur í Graz: „Brotna niður við að hugsa um þessa foreldra“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 23:24 Fjöldi fólks mætti á minningarathöfn í miðborg Grenz í kvöld. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Austurríki. EPA Íslensk kona búsett í Graz segir borgina alla í áfalli eftir atburði dagsins en ellefu eru látnir og tugir særðir eftir skotárás á menntaskóla í borginni í morgun. Sjálf á hún tvö börn sem ganga í aðra menntaskóla í borginni. Hún segir árásina ýfa upp gömul sár en tíu ár eru síðan þrír létust í annarri árás í Graz. „Þetta er rosalegt áfall, maður trúir þessu ekki. Þetta er raunveruleiki sem maður nær ekki utan um,“ segir Þóra Margrét Guðmundsdóttir, sem búsett er í Graz í Austurríki, í samtali við fréttastofu. Tvö af þremur börnum hennar ganga í aðra menntaskóla í borginni. Fékk skilaboð frá vinnufélaga Þóra Margrét var að vinna heima hjá sér í morgun þegar hún fékk skilaboð frá vinnufélaga hún er spurð hvort börnin hennar séu nokkuð í BORG-menntaskólanum við Dreierschützengasse. Þegar hún opnaði vefmiðlana áttaði hún sig á því hvað gengi á. „Það voru margir sem höfðu samband við mig, fólk veit náttúrlega ekki nákvæmlega í hvaða skóla börnin mín eru,“ segir Þóra Margrét. Stúdentspróf standa nú yfir í menntaskólum Graz þannig að í einhverjum skólum var frídagur í dag en öðrum ekki. Dóttir hennar var til að mynda í fríi en ekki sonur hennar. Sonurinn kom fyrr heim úr skólanum vegna árásarinnar. Þóra Margrét Guðmundsdóttir er búsett í Graz. EPA „Þegar maður er sjálfur með börn á þessum aldri getum við sett okkur í spor foreldra sem komu að ná í börnin sín og þurftu að bíða eftir upplýsingum um þau,“ segir Þóra. „Maður brotnar niður við að hugsa um þessa foreldra.“ Árásarmaðurinn er meðal ellefu látinna eftir skotárásina. Hann er sagður fyrrverandi nemandi við skólann sem taldi sig þolanda eineltis í skólanum. Þýskir miðlar segja að hann hafi svipt lífi í kjölfar árásarinnar og fundist látinn inni á salerni skólans. Þóra telur líklegt að árásin muni hafa áhrif á bæði öryggismál og vopnalög í landinu en einnig mál tengd einelti. „Ef það kemur í ljós að einelti hefur komið þessu af stað verður líklegast líka reynt að passa upp á hvernig krökkunum líður í skólanum ef einelti er ástæða fyrir því að hann gerir þetta.“ Hún segir árásina jafnframt ýfa upp gömul sár, en nærri slétt tíu ár eru síðan maður ók bíl á hóp fólks í miðbæ Graz með þeim afleiðingum að þrír létust og tugir særðust. Sú árás var gerð þann 20. júní 2015. „Maður er hvergi óhultur þó maður sé í svona öruggri borg.“ Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
„Þetta er rosalegt áfall, maður trúir þessu ekki. Þetta er raunveruleiki sem maður nær ekki utan um,“ segir Þóra Margrét Guðmundsdóttir, sem búsett er í Graz í Austurríki, í samtali við fréttastofu. Tvö af þremur börnum hennar ganga í aðra menntaskóla í borginni. Fékk skilaboð frá vinnufélaga Þóra Margrét var að vinna heima hjá sér í morgun þegar hún fékk skilaboð frá vinnufélaga hún er spurð hvort börnin hennar séu nokkuð í BORG-menntaskólanum við Dreierschützengasse. Þegar hún opnaði vefmiðlana áttaði hún sig á því hvað gengi á. „Það voru margir sem höfðu samband við mig, fólk veit náttúrlega ekki nákvæmlega í hvaða skóla börnin mín eru,“ segir Þóra Margrét. Stúdentspróf standa nú yfir í menntaskólum Graz þannig að í einhverjum skólum var frídagur í dag en öðrum ekki. Dóttir hennar var til að mynda í fríi en ekki sonur hennar. Sonurinn kom fyrr heim úr skólanum vegna árásarinnar. Þóra Margrét Guðmundsdóttir er búsett í Graz. EPA „Þegar maður er sjálfur með börn á þessum aldri getum við sett okkur í spor foreldra sem komu að ná í börnin sín og þurftu að bíða eftir upplýsingum um þau,“ segir Þóra. „Maður brotnar niður við að hugsa um þessa foreldra.“ Árásarmaðurinn er meðal ellefu látinna eftir skotárásina. Hann er sagður fyrrverandi nemandi við skólann sem taldi sig þolanda eineltis í skólanum. Þýskir miðlar segja að hann hafi svipt lífi í kjölfar árásarinnar og fundist látinn inni á salerni skólans. Þóra telur líklegt að árásin muni hafa áhrif á bæði öryggismál og vopnalög í landinu en einnig mál tengd einelti. „Ef það kemur í ljós að einelti hefur komið þessu af stað verður líklegast líka reynt að passa upp á hvernig krökkunum líður í skólanum ef einelti er ástæða fyrir því að hann gerir þetta.“ Hún segir árásina jafnframt ýfa upp gömul sár, en nærri slétt tíu ár eru síðan maður ók bíl á hóp fólks í miðbæ Graz með þeim afleiðingum að þrír létust og tugir særðust. Sú árás var gerð þann 20. júní 2015. „Maður er hvergi óhultur þó maður sé í svona öruggri borg.“
Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira