Harma ljót orð í Dalnum og lofa bættri gæslu Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 07:31 Oumar Diouck varð fyrir aðkasti stuðningsmanna Þróttar eftir leik í Laugardalnum í fyrrakvöld. Facebook/@umfnknattspyrna Knattspyrnudeildir Þróttar og Njarðvíkur hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna þeirra orðaskipta sem urðu á milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur í fyrrakvöld, eftir 2-2 jafntefli liðanna í Lengjudeild karla. Ekki liggur fyrir hvaða orð féllu en af viðtali við Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfara Njarðvíkur, mátti ætla að um kynþáttaníð hefði verið að ræða. „Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir,“ sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net. Nánari eftirgrennslan miðilsins í gær leiddi þó í ljós að ekki hefði verið um rasísk ummæli að ræða. Ljót orð hefðu hins vegar verið kölluð að Oumar Diouck, þeldökkum leikmanni Njarðvíkur, og hann kallaður „glæpamaður“. Þróttarar voru ósáttir við framferði Diouck í leiknum og töldu hann hafa veitt Baldri Hannesi Stefánssyni, fyrirliða Þróttar, högg í punginn og sloppið við að fá spjald. Standa gegn hvers kyns fordómum Gunnar Heiðar sagði við Vísi í gær að um leiðindamál væri að ræða en forráðamenn Þróttar vildu lítið ræða málið og vísuðu í væntanlega yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan. Þar harma félögin þau orðaskipti sem urðu eftir leik og biðst knattspyrnudeild Þróttar velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngum hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verði úr því. Þá árétta félögin að þau standi sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Sameiginleg yfirlýsing Knattspyrnudeilda Þróttar og Njarðvíkur Eftir leik félaga okkar í Lengjudeildinni þann 9. júní 2025 kom til orðaskipta í leikmannagöngunum milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur. Félögin harma þessi orðaskipti og telja þau bæði óþörf og ósæmileg. Knattspyrnudeild Þróttar biðst velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngunum eftir leik hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verður úr því af hálfu félagsins. Vegna umræðu í kjölfar atviksins vilja félögin árétta að þau standa sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Félögin leggja ríka áherslu á virðingu, jafnrétti og mannréttindi sem ófrávíkjanleg gildi í allri starfsemi. Félögin hafna afdráttarlaust allri hegðun sem byggir á neikvæðum staðalímyndum eða stuðlar að ójöfnuði, hvort sem það snýr að uppruna, kyni, kynhneigð, trúarbrögðum, fötlun eða öðrum þáttum. Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvaða orð féllu en af viðtali við Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfara Njarðvíkur, mátti ætla að um kynþáttaníð hefði verið að ræða. „Þegar við erum á leið niður í klefa þá eru einhverjir aðilar sem að segja bara mjög heimska hluti við leikmann minn sem er með öðruvísi húðlit en þeir,“ sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net. Nánari eftirgrennslan miðilsins í gær leiddi þó í ljós að ekki hefði verið um rasísk ummæli að ræða. Ljót orð hefðu hins vegar verið kölluð að Oumar Diouck, þeldökkum leikmanni Njarðvíkur, og hann kallaður „glæpamaður“. Þróttarar voru ósáttir við framferði Diouck í leiknum og töldu hann hafa veitt Baldri Hannesi Stefánssyni, fyrirliða Þróttar, högg í punginn og sloppið við að fá spjald. Standa gegn hvers kyns fordómum Gunnar Heiðar sagði við Vísi í gær að um leiðindamál væri að ræða en forráðamenn Þróttar vildu lítið ræða málið og vísuðu í væntanlega yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan. Þar harma félögin þau orðaskipti sem urðu eftir leik og biðst knattspyrnudeild Þróttar velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngum hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verði úr því. Þá árétta félögin að þau standi sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Sameiginleg yfirlýsing Knattspyrnudeilda Þróttar og Njarðvíkur Eftir leik félaga okkar í Lengjudeildinni þann 9. júní 2025 kom til orðaskipta í leikmannagöngunum milli áhorfenda Þróttar og leikmanna Njarðvíkur. Félögin harma þessi orðaskipti og telja þau bæði óþörf og ósæmileg. Knattspyrnudeild Þróttar biðst velvirðingar á því að gæslan í leikmannagöngunum eftir leik hafi ekki verið fullnægjandi. Bætt verður úr því af hálfu félagsins. Vegna umræðu í kjölfar atviksins vilja félögin árétta að þau standa sameinuð gegn hvers kyns fordómum, mismunun og útilokun. Félögin leggja ríka áherslu á virðingu, jafnrétti og mannréttindi sem ófrávíkjanleg gildi í allri starfsemi. Félögin hafna afdráttarlaust allri hegðun sem byggir á neikvæðum staðalímyndum eða stuðlar að ójöfnuði, hvort sem það snýr að uppruna, kyni, kynhneigð, trúarbrögðum, fötlun eða öðrum þáttum.
Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira