Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2025 13:32 Katrín segir það gríðarlega þýðingarmikið að innan nefndarinnar starfi fólk sem komi frá öllum svæðum Evrópu og búi að þekkingu og reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu. Vísir/Arnar Halldórsson Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. Katrín leiðir nýja samevrópska nefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um lýðheilsu og loftslagsbreytingar. Í maí á næsta ári mun hún skila skýrslu og tillögum að leiðum til að verja heilsu fólks fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga sem leiðtogar í Evrópu eiga síðan að geta innleitt. Alþjóðlegur hópur fólks var saman kominn í Björtuloftum í Hörpu í morgun til að hlýða á blaðamannafund nefndarinnar. „Þegar ég var beðin um að leiða þessa nefnd þá var ég auðvitað mjög stolt því þetta eru málaflokkar sem eru gríðarlega mikilvægir, bæði auðvitað loftslagsmálin og umhverfismálin í breiðum skilningi og heilbrigðismálin.“ Það hafi mikla þýðingu að fólk hvaðanæva úr Evrópu með reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu taki þátt í verkefninu. Hún bindi ekki aðeins vonir við að gagnleg skýrsla komi út úr vinnu nefndarinnar að ári. „Heldur mjög áþreifanlegar tillögur sem geta þá nýst stjórnvöldum í Evrópu, hvort sem það eru ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, þingmenn, eða önnur þau sem vinna að stefnumótun og ákvarðanatöku og vonandi víðar um heiminn því það sem skiptir máli er ekki bara að horfa á vísindin og staðreyndirnar og hvað þau eru að segja okkur - sem er algjörlega skýrt - heldur að koma með tillögur sem er hægt að hrinda í framkvæmd.“ Áhrif loftslagsbreytinga séu þegar farin að setja mark sitt á álfuna. „Við erum að sjá hitabylgjur, flóð og þurrka. Allt hefur þetta mikil áhrif á heilsu fólks og lífsgæði, en það eru líka önnur áhrif og það eru til dæmis áhrif á vatnsbúskap, áhrif á matvælaöryggi og fæðuöryggi, sníkjudýr sem eru að birtast á nýjum stöðum, þannig að það eru mjög margþætt áhrif sem við erum að takast á við nú þegar og það skiptir máli að heilbrigðiskerfin okkar séu í stakk búin til að takast á við þetta.“ Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Katrín leiðir nýja samevrópska nefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um lýðheilsu og loftslagsbreytingar. Í maí á næsta ári mun hún skila skýrslu og tillögum að leiðum til að verja heilsu fólks fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga sem leiðtogar í Evrópu eiga síðan að geta innleitt. Alþjóðlegur hópur fólks var saman kominn í Björtuloftum í Hörpu í morgun til að hlýða á blaðamannafund nefndarinnar. „Þegar ég var beðin um að leiða þessa nefnd þá var ég auðvitað mjög stolt því þetta eru málaflokkar sem eru gríðarlega mikilvægir, bæði auðvitað loftslagsmálin og umhverfismálin í breiðum skilningi og heilbrigðismálin.“ Það hafi mikla þýðingu að fólk hvaðanæva úr Evrópu með reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu taki þátt í verkefninu. Hún bindi ekki aðeins vonir við að gagnleg skýrsla komi út úr vinnu nefndarinnar að ári. „Heldur mjög áþreifanlegar tillögur sem geta þá nýst stjórnvöldum í Evrópu, hvort sem það eru ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, þingmenn, eða önnur þau sem vinna að stefnumótun og ákvarðanatöku og vonandi víðar um heiminn því það sem skiptir máli er ekki bara að horfa á vísindin og staðreyndirnar og hvað þau eru að segja okkur - sem er algjörlega skýrt - heldur að koma með tillögur sem er hægt að hrinda í framkvæmd.“ Áhrif loftslagsbreytinga séu þegar farin að setja mark sitt á álfuna. „Við erum að sjá hitabylgjur, flóð og þurrka. Allt hefur þetta mikil áhrif á heilsu fólks og lífsgæði, en það eru líka önnur áhrif og það eru til dæmis áhrif á vatnsbúskap, áhrif á matvælaöryggi og fæðuöryggi, sníkjudýr sem eru að birtast á nýjum stöðum, þannig að það eru mjög margþætt áhrif sem við erum að takast á við nú þegar og það skiptir máli að heilbrigðiskerfin okkar séu í stakk búin til að takast á við þetta.“
Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira