Þegar neyðin er mest er Caruso næst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2025 20:47 Alex Caruso kann vel við sig í bláu. Joshua Gateley/Getty Images Fimm ár eru síðan Vísir fjallaði um óvænt hlutverk Alex Caruso á leið Los Angeles Lakers að NBA-meistaratitlinum í körfubolta. Nú er hann máttarstólpi í einu besta liði NBA. Hlutverk hins fjölhæfa Caruso hjá Oklahoma City Thunder er engan veginn jafn óvænt og það fyrir fimm árum síðan þegar hann var þó 26 ára gamall. Síðan Caruso varð meistari með Lakers hefur hann verið einn besti varnarmaður deildarinnar og gæti verið að hann landi sínum öðrum meistaratitli áður en langt um líður. Hinn 31 árs gamli Caruso hefur rakað af sér það litla hár sem var á höfði hans þegar hann skaust fram á sjónarsviðið með Lakers, bónar skallann og spilar með blátt svitaband um höfuðið en eitt breytist aldrei. Hann er enn að leggja bestu leikmenn andstæðingsins hverju sinni í einelti. Segja má að Caruso sé snúinn aftur heim en það var góð frammistaða með Oklahoma City Blue, G-deildarliði OKC, sem hann vakti athygli NBA-liða eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu. Hann endaði hjá Lakers og þar var það gríðarlegur dugnaður og ótrúlega hátt orkustig, sérstaklega varnarlega, sem skilaði honum samning og meistaratitli. Á óskiljanlegan hátt ákvað Lakers að senda Caruso til Chicago Bulls árið 2021 en sem betur fer fyrir OKC og NBA-deildina í heild sinni gekk hann til liðs við OKC á síðasta ári. Eftir tap gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í ár vann OKC öruggan sigur í öðrum leik liðanna og er staðan því jöfn 1-1 fyrir þriðja leik sem fram fer í kvöld. Í sigrinum þar sem Shai Gilgeous-Alexander stal fyrirsögnunum gerði Caruso þó nokkuð sem hann gerir sjaldan, hann skoraði fjöldann allan af stigum. Venjulega leyfir hann öðrum að njóta sín en þegar neyðin er mest er Caruso næst. Hann skoraði alls 20 stig, annað skiptið sem hann afrekar það í úrslitakeppninni eftir að gera það núll sinnum í deildarkeppninni. „Hann er einn af þessum leikmönnum sem þú veist að mætir með „það“ á hverju einasta kvöldi. Skiptir engu hvort hann er 22. ára gamall eða þrítugur. Hann mætir með „það.“ Mér finnst eins og það smiti út frá sér til liðsins. Svo býr hann yfir þessum eiginleika að lesa leikinn og átta sig samstundis á hvað er að gerast. Hann kemur þeim upplýsingum svo áleiðis til okkar hinna,“ sagði Chet Holmgren eftir sigurinn á Indiana í leik tvö. Upphitun fyrir þriðja leik OKC og Pacers um NBA-meistaratitilinn hefst á miðnætti. Hálftíma síðar, klukkan 00.30, hefst svo þriðji leikur einvígisins. Körfubolti NBA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Hlutverk hins fjölhæfa Caruso hjá Oklahoma City Thunder er engan veginn jafn óvænt og það fyrir fimm árum síðan þegar hann var þó 26 ára gamall. Síðan Caruso varð meistari með Lakers hefur hann verið einn besti varnarmaður deildarinnar og gæti verið að hann landi sínum öðrum meistaratitli áður en langt um líður. Hinn 31 árs gamli Caruso hefur rakað af sér það litla hár sem var á höfði hans þegar hann skaust fram á sjónarsviðið með Lakers, bónar skallann og spilar með blátt svitaband um höfuðið en eitt breytist aldrei. Hann er enn að leggja bestu leikmenn andstæðingsins hverju sinni í einelti. Segja má að Caruso sé snúinn aftur heim en það var góð frammistaða með Oklahoma City Blue, G-deildarliði OKC, sem hann vakti athygli NBA-liða eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu. Hann endaði hjá Lakers og þar var það gríðarlegur dugnaður og ótrúlega hátt orkustig, sérstaklega varnarlega, sem skilaði honum samning og meistaratitli. Á óskiljanlegan hátt ákvað Lakers að senda Caruso til Chicago Bulls árið 2021 en sem betur fer fyrir OKC og NBA-deildina í heild sinni gekk hann til liðs við OKC á síðasta ári. Eftir tap gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í ár vann OKC öruggan sigur í öðrum leik liðanna og er staðan því jöfn 1-1 fyrir þriðja leik sem fram fer í kvöld. Í sigrinum þar sem Shai Gilgeous-Alexander stal fyrirsögnunum gerði Caruso þó nokkuð sem hann gerir sjaldan, hann skoraði fjöldann allan af stigum. Venjulega leyfir hann öðrum að njóta sín en þegar neyðin er mest er Caruso næst. Hann skoraði alls 20 stig, annað skiptið sem hann afrekar það í úrslitakeppninni eftir að gera það núll sinnum í deildarkeppninni. „Hann er einn af þessum leikmönnum sem þú veist að mætir með „það“ á hverju einasta kvöldi. Skiptir engu hvort hann er 22. ára gamall eða þrítugur. Hann mætir með „það.“ Mér finnst eins og það smiti út frá sér til liðsins. Svo býr hann yfir þessum eiginleika að lesa leikinn og átta sig samstundis á hvað er að gerast. Hann kemur þeim upplýsingum svo áleiðis til okkar hinna,“ sagði Chet Holmgren eftir sigurinn á Indiana í leik tvö. Upphitun fyrir þriðja leik OKC og Pacers um NBA-meistaratitilinn hefst á miðnætti. Hálftíma síðar, klukkan 00.30, hefst svo þriðji leikur einvígisins.
Körfubolti NBA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira