Vindhögg Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 12. júní 2025 15:31 Nærri áratugi eftir að lög um almennar íbúðir tóku gildi virðist Viðskiptaráð hafa uppgötvað að komið sé úrræði sem geri líf tekjulægri leigjenda ögn bærilegra. Eins og ráðinu sæmir grípur það til aðgerða til að koma í veg fyrir að markmið laganna um húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað nái fram að ganga, í þessu tilfelli með kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meints ólögmæts ríkisstuðnings við almenn íbúðafélög sem starfa skv. lögum nr. 52/2006. Hefði Viðskiptaráð lesið frumvarpið með fyrrgreindum lögum ætti það að vera þeim ljóst að markmið og uppbygging laganna er í fullu í samræmi við reglur EES samningsins um ríkisaðstoð enda ávarpað sérstaklega í greinargerðinni. Staðreyndin er hins vegar sú að Viðskiptaráð hefur alltaf verið á móti viðráðanlegu leiguhúsnæði enda gætir það hagsmuna þeirra sem hagnast hafa vel á núverandi ástandi. Nú 10 árum síðar dregur ráðið upp úr hatti sínum nýjar lagatæknilegar hártoganir. Húsnæði er mannréttindamál, ekki forréttindi Húsnæði er ekki eins og hver önnur verslunarvara. Húsnæðisöryggi telst til grunnréttinda og án þeirra má segja að allur annar félagslegur stuðningur eigi á hættu að missa marks. Segja má að stór hluti af stjórnmálasögu eftirstríðsáranna í Evrópu snúist um húsnæðismál. Með stóran hluta álfunnar sprengdan í tætlur og milljónir heimilislausra á vergangi eftir hörmungar stríðsins tóku þau ríki forskot í uppbyggingunni sem sáu til þess að stór hluti uppbyggingar yrði á félagslegum grunni. Má í því samhengi nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu og Sviss. Ríki sem voru svo lánsöm að eiga framsýna stjórnmálamenn sem sáu verðmætið í því að byggja fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi varð stórsókn hjá almennum óhagnaðardrifnum íbúðafélögum sem sáu fólki fyrir öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Í regluverkinu var það svo tryggt að allur ágóði og verðmæti sem varð til innan þess var áfram inni í kerfinu til styrkingar þess og frekari uppbyggingar sem komandi kynslóðir vinnandi fólks myndu njóta ávinningsins af. Í Danmörku einni í dag eru 600.000 almennar íbúðir í notkun sem hýsa 1/6 íbúa landsins (milljón manns) og meðaltals mánaðarleiga á 85fm fjölskylduíbúð er 140.000 kr. (7.200 DKK1). Þökk sé framsýnu og félagslega þenkjandi stjórnmálafólki sem sá verðmætin í því að byggja upp kerfi sem flytur hagnað og ávinning á milli kynslóða. Eyðileggingarmáttur frjálshyggjunnar Á Íslandi var til vísir að almennu íbúðakerfi sem hét Verkamannabústaðir sem varð fórnarlamb skyndigróðahugmynda frjálshyggjunnar. Því má segja að þurft hafi að byrja upp á nýtt árið 2016 þegar lög um almennar íbúðir voru sett. Bjarg íbúðafélag var í kjölfarið stofnað en það er einungis hluti af almenna íbúðakerfinu því innan þess eru byggðar íbúðir fyrir námsmenn, aldraða, fatlaða og þá sem eru innan tekju- og eignamarka. Meira segja Viðskiptaráð getur stofnað húsnæðissamvinnufélag og byggt fyrir tekjulága félagsmenn. Hvað ætlar Viðskiptaráð að gera til Brussel? Hinum frjálsa markaði hefur ekki tekist að leysa húsnæðisvandann, hvorki á Íslandi né í Evrópu. Meira að segja Evrópusambandið er að átta sig á þessu en Evrópuþingið samþykkti yfirlýsingu árið 20212 þar sem það skoraði á Framkvæmdastjórn ESB og öll aðildarríkin að lýsa réttinn til húsnæðis sem eitt af grundvallarréttindum innan sambandsins. Framkvæmdastjórn sú sem tók við árið 2024 er jafnframt með í sinni stefnuskrá3 að ganga til verka gegn húsnæðiskreppunni sem ríkir víða í álfunni og eitt af því sem hún nefnir er einmitt að tryggja betur að réttarheimildir um bann við ríkisaðstoð þvælist ekki í vegi fyrir uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Við þetta má svo bæta í samhengi við framangreint að skipaður hefur verið í fyrsta sinn sérstakur ráðunautur húsnæðismála á vettvangi ESB4 og hann er einmitt Daninn Dan Jörgensen. Í ljósi framangreinds er vandséð að Viðskiptaráð hafi nokkuð að gera til Brussel. Húsnæði fyrir vinnandi fólk er forsenda samkeppnishæfni og öflugs atvinnulífs Þær áskoranir sem blasa við í íslensku samfélagi vegna stöðunnar í húsnæðismálum er sameiginlegur vandi okkar allra, bæði launafólks og atvinnulífs. Vinnandi fólk skapar verðmætin og slæm staða húsnæðismála skapar spennu á öllum sviðum okkar annars ágæta samfélags sem hefur neikvæð áhrif á velferð fólks og um leið á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Skortur á húsnæði stendur uppbyggingu fjölmargra fyrirtækja fyrir þrifum. Þessu er erfitt að vera ósammála. Þeir einu sem hagnast á óbreyttu ástandi án stórsóknar á vettvangi félagsleg húsnæðis og almennra íbúða eru lóðabraskarar. Eru það kannski hagsmunir þeirra sem Viðskiptaráð er að gæta? Á komandi dögum mun undirritaður fjalla meira um áskoranir og lausnir í húsnæðismálum. Höfundur er forseti ASÍ og stjórnarformaður Bjargs íbúðafélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Húsnæðismál Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nærri áratugi eftir að lög um almennar íbúðir tóku gildi virðist Viðskiptaráð hafa uppgötvað að komið sé úrræði sem geri líf tekjulægri leigjenda ögn bærilegra. Eins og ráðinu sæmir grípur það til aðgerða til að koma í veg fyrir að markmið laganna um húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað nái fram að ganga, í þessu tilfelli með kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meints ólögmæts ríkisstuðnings við almenn íbúðafélög sem starfa skv. lögum nr. 52/2006. Hefði Viðskiptaráð lesið frumvarpið með fyrrgreindum lögum ætti það að vera þeim ljóst að markmið og uppbygging laganna er í fullu í samræmi við reglur EES samningsins um ríkisaðstoð enda ávarpað sérstaklega í greinargerðinni. Staðreyndin er hins vegar sú að Viðskiptaráð hefur alltaf verið á móti viðráðanlegu leiguhúsnæði enda gætir það hagsmuna þeirra sem hagnast hafa vel á núverandi ástandi. Nú 10 árum síðar dregur ráðið upp úr hatti sínum nýjar lagatæknilegar hártoganir. Húsnæði er mannréttindamál, ekki forréttindi Húsnæði er ekki eins og hver önnur verslunarvara. Húsnæðisöryggi telst til grunnréttinda og án þeirra má segja að allur annar félagslegur stuðningur eigi á hættu að missa marks. Segja má að stór hluti af stjórnmálasögu eftirstríðsáranna í Evrópu snúist um húsnæðismál. Með stóran hluta álfunnar sprengdan í tætlur og milljónir heimilislausra á vergangi eftir hörmungar stríðsins tóku þau ríki forskot í uppbyggingunni sem sáu til þess að stór hluti uppbyggingar yrði á félagslegum grunni. Má í því samhengi nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu og Sviss. Ríki sem voru svo lánsöm að eiga framsýna stjórnmálamenn sem sáu verðmætið í því að byggja fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi varð stórsókn hjá almennum óhagnaðardrifnum íbúðafélögum sem sáu fólki fyrir öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Í regluverkinu var það svo tryggt að allur ágóði og verðmæti sem varð til innan þess var áfram inni í kerfinu til styrkingar þess og frekari uppbyggingar sem komandi kynslóðir vinnandi fólks myndu njóta ávinningsins af. Í Danmörku einni í dag eru 600.000 almennar íbúðir í notkun sem hýsa 1/6 íbúa landsins (milljón manns) og meðaltals mánaðarleiga á 85fm fjölskylduíbúð er 140.000 kr. (7.200 DKK1). Þökk sé framsýnu og félagslega þenkjandi stjórnmálafólki sem sá verðmætin í því að byggja upp kerfi sem flytur hagnað og ávinning á milli kynslóða. Eyðileggingarmáttur frjálshyggjunnar Á Íslandi var til vísir að almennu íbúðakerfi sem hét Verkamannabústaðir sem varð fórnarlamb skyndigróðahugmynda frjálshyggjunnar. Því má segja að þurft hafi að byrja upp á nýtt árið 2016 þegar lög um almennar íbúðir voru sett. Bjarg íbúðafélag var í kjölfarið stofnað en það er einungis hluti af almenna íbúðakerfinu því innan þess eru byggðar íbúðir fyrir námsmenn, aldraða, fatlaða og þá sem eru innan tekju- og eignamarka. Meira segja Viðskiptaráð getur stofnað húsnæðissamvinnufélag og byggt fyrir tekjulága félagsmenn. Hvað ætlar Viðskiptaráð að gera til Brussel? Hinum frjálsa markaði hefur ekki tekist að leysa húsnæðisvandann, hvorki á Íslandi né í Evrópu. Meira að segja Evrópusambandið er að átta sig á þessu en Evrópuþingið samþykkti yfirlýsingu árið 20212 þar sem það skoraði á Framkvæmdastjórn ESB og öll aðildarríkin að lýsa réttinn til húsnæðis sem eitt af grundvallarréttindum innan sambandsins. Framkvæmdastjórn sú sem tók við árið 2024 er jafnframt með í sinni stefnuskrá3 að ganga til verka gegn húsnæðiskreppunni sem ríkir víða í álfunni og eitt af því sem hún nefnir er einmitt að tryggja betur að réttarheimildir um bann við ríkisaðstoð þvælist ekki í vegi fyrir uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Við þetta má svo bæta í samhengi við framangreint að skipaður hefur verið í fyrsta sinn sérstakur ráðunautur húsnæðismála á vettvangi ESB4 og hann er einmitt Daninn Dan Jörgensen. Í ljósi framangreinds er vandséð að Viðskiptaráð hafi nokkuð að gera til Brussel. Húsnæði fyrir vinnandi fólk er forsenda samkeppnishæfni og öflugs atvinnulífs Þær áskoranir sem blasa við í íslensku samfélagi vegna stöðunnar í húsnæðismálum er sameiginlegur vandi okkar allra, bæði launafólks og atvinnulífs. Vinnandi fólk skapar verðmætin og slæm staða húsnæðismála skapar spennu á öllum sviðum okkar annars ágæta samfélags sem hefur neikvæð áhrif á velferð fólks og um leið á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Skortur á húsnæði stendur uppbyggingu fjölmargra fyrirtækja fyrir þrifum. Þessu er erfitt að vera ósammála. Þeir einu sem hagnast á óbreyttu ástandi án stórsóknar á vettvangi félagsleg húsnæðis og almennra íbúða eru lóðabraskarar. Eru það kannski hagsmunir þeirra sem Viðskiptaráð er að gæta? Á komandi dögum mun undirritaður fjalla meira um áskoranir og lausnir í húsnæðismálum. Höfundur er forseti ASÍ og stjórnarformaður Bjargs íbúðafélags.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar