Fjögurra daga bongóblíða í vændum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 23:23 Ef allt gengur eftir verður svona um að litast í Nauthólsvík næstu daga. Myndin er tekin í bongóblíðunni í maí. Vísir/Anton Brink Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur veðurfræðingur, segir fjögurra daga bongóblíðu í vændum á stærstum hluta landsins. Hann spáir þó blautum þjóðhátíðardegi en segir ekkert fast í hendi. Samkvæmt staðarspám Veðurstofunnar má búast við allt að sautján stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðdegis á morgun. „Þegar þið talið um sautján gráður, ég held það verði um átján til 22 gráður þar sem hlýjast verður,“ sagði Sigurður í Reykjavík Síðdegis í dag. Á laugardaginn verði hlýjast í uppsveitum Suðurlands. Svalast verði á Austurlandi og Austfjörðum, þar sem lægð frá Færeyjum rembist við að landa hæðinni austan- og suðaustan til. „En ef við horfum á meginhluta landsins, og þá sérstaklega suðurhluta og Vesturland, þá erum við að tala um fjögurra daga bongóblíðu, það er ekkert öðruvísi. Og jafnvel framhald á hvað hitann varðar.“ Þjóðhátíðardagurinn ekki jafn spennandi Þrátt fyrir fjögurra daga veisluna sem Sigurður segir fram undan eru horfurnar ekki alveg jafn góðar í tengslum við þriðjudaginn 17. júní. „Þegar forsetinn okkar ætlar að færa okkur tíðindin á Austurvelli, þá gæti regnhlífin bjargað miklu. Og mér sýnist að 17. júní verði blautur að þessu sinni, sér í lagi sunnan- og vestan til. Þá er lægðin að hafa þau áhrif að hún nær að hrekja hæðina,“ segir Sigurður. Spáin geti þó breyst. Þó séu horfur fyrir þurrum 17. júní á norðanverðu landinu, sér í lagi á Norðausturlandi. Sigurður lofar jafnframt tveggja stafa hitatölum um allt land á þjóðhátíðardaginn. Allur er varinn góður, og Siggi, sem lært hefur að lofa ekki upp í ermina á sér, setur fyrirvara á spár næstu daga. „Nú er þetta annar kafli á þessu sumri sem beinir til okkar sólarveðri með hægum vindi. Það eina sem getur skemmt allar spár, ég ætla nú ekki að svekkja fólk, það er auðvitað þokan. Ef þokan gerir sig gildandi geta hitaspár snúist svolítið í höndunum á okkur.“ Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Sjá meira
Samkvæmt staðarspám Veðurstofunnar má búast við allt að sautján stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðdegis á morgun. „Þegar þið talið um sautján gráður, ég held það verði um átján til 22 gráður þar sem hlýjast verður,“ sagði Sigurður í Reykjavík Síðdegis í dag. Á laugardaginn verði hlýjast í uppsveitum Suðurlands. Svalast verði á Austurlandi og Austfjörðum, þar sem lægð frá Færeyjum rembist við að landa hæðinni austan- og suðaustan til. „En ef við horfum á meginhluta landsins, og þá sérstaklega suðurhluta og Vesturland, þá erum við að tala um fjögurra daga bongóblíðu, það er ekkert öðruvísi. Og jafnvel framhald á hvað hitann varðar.“ Þjóðhátíðardagurinn ekki jafn spennandi Þrátt fyrir fjögurra daga veisluna sem Sigurður segir fram undan eru horfurnar ekki alveg jafn góðar í tengslum við þriðjudaginn 17. júní. „Þegar forsetinn okkar ætlar að færa okkur tíðindin á Austurvelli, þá gæti regnhlífin bjargað miklu. Og mér sýnist að 17. júní verði blautur að þessu sinni, sér í lagi sunnan- og vestan til. Þá er lægðin að hafa þau áhrif að hún nær að hrekja hæðina,“ segir Sigurður. Spáin geti þó breyst. Þó séu horfur fyrir þurrum 17. júní á norðanverðu landinu, sér í lagi á Norðausturlandi. Sigurður lofar jafnframt tveggja stafa hitatölum um allt land á þjóðhátíðardaginn. Allur er varinn góður, og Siggi, sem lært hefur að lofa ekki upp í ermina á sér, setur fyrirvara á spár næstu daga. „Nú er þetta annar kafli á þessu sumri sem beinir til okkar sólarveðri með hægum vindi. Það eina sem getur skemmt allar spár, ég ætla nú ekki að svekkja fólk, það er auðvitað þokan. Ef þokan gerir sig gildandi geta hitaspár snúist svolítið í höndunum á okkur.“
Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Sjá meira