Ísraelar gera árásir á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2025 00:44 Árásir voru meðal annars gerðar í Tehran, höfuðborg Íran. AP/Vahid Salemi Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði svo í morgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. The Israeli Air Force is striking in the Iranian capital Tehran. pic.twitter.com/403GbvIPBE— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 Eftir að ályktun IAEA var gefin út var því lýst yfir í Tehran að nýjar rannsóknarstöðvar fyrir auðgun úrans yrðu opnaðar í Íran og að framleiðsla yrði aukin. Sjá einnig: Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Ísraelar segjast búast við því að árásirnar muni standa yfir í einhverja daga og hafa að minnsta kosti tvær bylgjur árása verið gerðar. Þá segjast Ísraelar eiga þeir von á umfangsmiklum árásum frá Íran á móti. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og hafa Ísraelar verið hvattir til að halda sig nærri sprengjuskýlum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir í yfirlýsingu að enginn annar kostur hafi verið í boði fyrir Ísraela. Árásirnar hafi beinst að hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar Írana og þær hafi meðal annars verið gerðar á stærstu kjarnorkurannsóknarstöð landsins í Natanz. BREAKING: Fire visible at the nuclear facilities area in Natanz, Iran following Israeli airstrikes. pic.twitter.com/EWVr5VbJSJ— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Margar af kjarnorkurannsóknarstöðvum Íran eru grafnar djúpt í jörðu og í styrktum byrgjum og þyrfti mjög öflugar sprengjur til að granda þeim, sem erfitt væri fyrir Ísraela að gera án aðstoðar Bandaríkjamanna. Netanjahú segir einnig að árásirnar hafi beinst að kjarnorkuvísindamönnum sem komið hafa að kjarnorkuvopnaáætluninni og að eldflaugaframleiðslu í landinu. Netanjahú segir að árásirnar muni halda áfram „eins lengi og þurfi“. Fregnir hafa borist frá Íran að Mohammead Bagheri, formaður herforingjaráðs Íran, hafi verið felldur í einni af árásunum. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Fjölmiðlar í Ísrael segja að árásir hafi einnig beinst að yfirmanni byltingarvarðar Íran og forseta þjóðaröryggisráðs landsins. Þá segja heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael að samhliða loftárásum hafi útsendarar Mossad, leyniþjónustu landsins, gert árásir í Íran. Þeim hafi verið ætlað að draga úr árásum Íran á Ísrael og skaða loftvarnarkerfi landsins. Segir Bandaríkjamenn ekki hafa tekið þátt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið út yfirlýsingu um að Bandaríkin hafi ekki með nokkrum hætti komið að þessum árásum. Hann segir ráðamenn í Ísrael hafa tilkynnt árásirnar til Bandaríkjamanna og sagt að þær væru nauðsynlegar til að tryggja öryggi Ísrael. Þá segir Rubio að Íranar ættu alls ekki að gera árásir á Bandaríkjamenn í Mið-Austurlöndum vegna árása Ísraela. pic.twitter.com/aqh7QXYtiy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) June 13, 2025 Trump sagði fyrr í kvöld að hann vonaðist til þess að Ísraelar myndu ekki gera árásir á Íran en sagði það mögulegt. Þegar árásirnar hófust var hann í lautarferð ásamt bandarískum þingmönnum á lóð Hvíta hússins. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld sagði Trump að hann vonaðist eftir samningi við Íran en fyrst þyrftu Íranar að sætta sig við að eignast ekki kjarnorkuvopn. Fréttin hefur verið uppfærð Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Ísraelar hafa lengi sakað Írana um að vilja koma upp kjarnorkuvopnum og segja að slíkt myndi ógna tilvist Ísraelsríkis. Viðræður milli klerkastjórnarinnar og ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ekki skilað árangri og virðast hafa strandað á dögunum. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) ályktaði svo í morgun að ráðamenn í Íran stæðu ekki við skuldbindingar sínar varðandi samningin gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Í kjölfarið sökuðu Ísraelar Írana um að safna mjög auðguðu úrani, með því markmiði að smíða kjarnorkusprengjur. The Israeli Air Force is striking in the Iranian capital Tehran. pic.twitter.com/403GbvIPBE— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) June 13, 2025 Eftir að ályktun IAEA var gefin út var því lýst yfir í Tehran að nýjar rannsóknarstöðvar fyrir auðgun úrans yrðu opnaðar í Íran og að framleiðsla yrði aukin. Sjá einnig: Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Ísraelar segjast búast við því að árásirnar muni standa yfir í einhverja daga og hafa að minnsta kosti tvær bylgjur árása verið gerðar. Þá segjast Ísraelar eiga þeir von á umfangsmiklum árásum frá Íran á móti. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og hafa Ísraelar verið hvattir til að halda sig nærri sprengjuskýlum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir í yfirlýsingu að enginn annar kostur hafi verið í boði fyrir Ísraela. Árásirnar hafi beinst að hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar Írana og þær hafi meðal annars verið gerðar á stærstu kjarnorkurannsóknarstöð landsins í Natanz. BREAKING: Fire visible at the nuclear facilities area in Natanz, Iran following Israeli airstrikes. pic.twitter.com/EWVr5VbJSJ— Clash Report (@clashreport) June 13, 2025 Margar af kjarnorkurannsóknarstöðvum Íran eru grafnar djúpt í jörðu og í styrktum byrgjum og þyrfti mjög öflugar sprengjur til að granda þeim, sem erfitt væri fyrir Ísraela að gera án aðstoðar Bandaríkjamanna. Netanjahú segir einnig að árásirnar hafi beinst að kjarnorkuvísindamönnum sem komið hafa að kjarnorkuvopnaáætluninni og að eldflaugaframleiðslu í landinu. Netanjahú segir að árásirnar muni halda áfram „eins lengi og þurfi“. Fregnir hafa borist frá Íran að Mohammead Bagheri, formaður herforingjaráðs Íran, hafi verið felldur í einni af árásunum. Það hefur þó ekki verið staðfest enn. Fjölmiðlar í Ísrael segja að árásir hafi einnig beinst að yfirmanni byltingarvarðar Íran og forseta þjóðaröryggisráðs landsins. Þá segja heimildarmenn fjölmiðla í Ísrael að samhliða loftárásum hafi útsendarar Mossad, leyniþjónustu landsins, gert árásir í Íran. Þeim hafi verið ætlað að draga úr árásum Íran á Ísrael og skaða loftvarnarkerfi landsins. Segir Bandaríkjamenn ekki hafa tekið þátt Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið út yfirlýsingu um að Bandaríkin hafi ekki með nokkrum hætti komið að þessum árásum. Hann segir ráðamenn í Ísrael hafa tilkynnt árásirnar til Bandaríkjamanna og sagt að þær væru nauðsynlegar til að tryggja öryggi Ísrael. Þá segir Rubio að Íranar ættu alls ekki að gera árásir á Bandaríkjamenn í Mið-Austurlöndum vegna árása Ísraela. pic.twitter.com/aqh7QXYtiy— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) June 13, 2025 Trump sagði fyrr í kvöld að hann vonaðist til þess að Ísraelar myndu ekki gera árásir á Íran en sagði það mögulegt. Þegar árásirnar hófust var hann í lautarferð ásamt bandarískum þingmönnum á lóð Hvíta hússins. Í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld sagði Trump að hann vonaðist eftir samningi við Íran en fyrst þyrftu Íranar að sætta sig við að eignast ekki kjarnorkuvopn. Fréttin hefur verið uppfærð
Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira