Ísland fyrsta landið til að dreifa Naloxone í öll fangelsi Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 11:15 Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Tveimur til þremur kössum af nefúðanum verður komið fyrir á hverjum gangi í fangelsunum. Aðsend Matthildur, samtök um skaðaminnkun, Afstaða, félag um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnun hafa nú hafið dreifingu Naloxone nefúða á öllum göngum í íslenskum fangelsum. Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Á síðustu árum hafa lyfjatengd andlát verið mörg á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi, sem þýðir meira en ein manneskja á viku. Af þeim voru 61 prósent af völdum ofskömmtunar á ópíóíðum. „Þetta er mikilvægt öryggismál. Markmiðið er skýrt: Enginn einstaklingur í fangelsi á að þurfa að láta lífið vegna ópíóíða ofskömmtunar, ef hægt er að koma í veg fyrir það með einföldum hætti, það er okkar skylda að gera Naloxone lyfið aðgengilegt,“ segir Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna. Í tilkynningu segir að verkefnið feli í sér að Matthildarsamtökin, í samvinnu við jafningja frá Afstöðu, sjái um að veita fræðslu um áhættur ópíóíða og notkun Naloxone inn á öllum göngum í fangelsum landsins. Fangelsismálastofnun hefur pantað Naloxone nefúða sem verða settir á alla ganga í fangelsum ásamt upplýsingabæklingi. Að auki fá fangaverðir þjálfun í skyndihjálp og notkun Naloxone. Heilbrigðisráðuneytið greiðir kostnað við dreifingu Naloxone á Íslandi. 52 fengið fræðslu Þann 4. júní var farið með fyrstu fræðsluna í fangelsið á Hólmsheiði þar sem 25 einstaklingar fengu fræðslu og þjálfun. Þann 11. júní var sama fræðsla veitt á Litla-Hraun til 27 einstaklinga. Í heildina hafa 52 einstaklingar í afplánun fengið fræðslu og þjálfun í notkun Naloxone. Matthildarsamtökin sjá um að fræðslan fari fram í samstarfi við yfirstjórn og starfsfólk fangelsa, en hún er sérsniðin fyrir aðstæður hvers staðar. Í fangelsunum á Litla-Hrauni og Hólmsheiði verður farið inn á hvern gang fyrir sig, en á Kvíabryggju og Sogni verða haldnar sameiginlegar fræðslur fyrir alla. Í fræðslunni verður fjallað um hvað ópíóíðar eru, helstu hættur þeirra, einkenni ofskömmtunar af þeirra völdum, hvernig Naloxone virkar og hvernig á að nota nefúðann. Skylda til að bregðast við „Við vitum að vímuefni rata því miður inn í fangelsi víða um heim, en það breytir ekki þeirri staðreynd að við höfum siðferðilega og faglega skyldu til að bregðast við með raunhæfum aðgerðum sem bjarga mannslífum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Samstarfsverkefnið er samkvæmt tilkynningu meðal annars viðbragð við haldlagningu Tollgæslunnar í apríl á þessu ári, þegar tuttugu þúsund falsaðar OxyContin töflur sem innihéldu Nitazene voru haldlagðar. Töflurnar voru að öllum líkindum á leið inn á ólöglegan vímuefnamarkað hér á landi. Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu, félags fanga.Vísir/Ívar Fannar „Með hliðsjón af því að hátt hlutfall fólks í afplánun á Íslandi á sögu um alvarlegan vímuefnavanda, er mikilvægt að veita fólki í afplánum fræðslu um rétt viðbrögð við ofskömmtun á ópíóíðum og notkun Naloxone nefúða. Verkefnið er jafnframt mikilvæg forvarnarvinna, þar sem erfitt getur reynst að ná til hluta hópsins utan fangelsa, meðal annars vegna erfiðra félagslegra aðstæðna eða heimilisleysis,“ segir að lokum í tilkynningunni. Fíkn Fangelsismál Heilbrigðismál Félagasamtök Tengdar fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil. 27. janúar 2025 06:47 Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. 8. nóvember 2024 20:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Á síðustu árum hafa lyfjatengd andlát verið mörg á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Árið 2023 voru lyfjatengd andlát alls 56 hér á landi, sem þýðir meira en ein manneskja á viku. Af þeim voru 61 prósent af völdum ofskömmtunar á ópíóíðum. „Þetta er mikilvægt öryggismál. Markmiðið er skýrt: Enginn einstaklingur í fangelsi á að þurfa að láta lífið vegna ópíóíða ofskömmtunar, ef hægt er að koma í veg fyrir það með einföldum hætti, það er okkar skylda að gera Naloxone lyfið aðgengilegt,“ segir Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna. Í tilkynningu segir að verkefnið feli í sér að Matthildarsamtökin, í samvinnu við jafningja frá Afstöðu, sjái um að veita fræðslu um áhættur ópíóíða og notkun Naloxone inn á öllum göngum í fangelsum landsins. Fangelsismálastofnun hefur pantað Naloxone nefúða sem verða settir á alla ganga í fangelsum ásamt upplýsingabæklingi. Að auki fá fangaverðir þjálfun í skyndihjálp og notkun Naloxone. Heilbrigðisráðuneytið greiðir kostnað við dreifingu Naloxone á Íslandi. 52 fengið fræðslu Þann 4. júní var farið með fyrstu fræðsluna í fangelsið á Hólmsheiði þar sem 25 einstaklingar fengu fræðslu og þjálfun. Þann 11. júní var sama fræðsla veitt á Litla-Hraun til 27 einstaklinga. Í heildina hafa 52 einstaklingar í afplánun fengið fræðslu og þjálfun í notkun Naloxone. Matthildarsamtökin sjá um að fræðslan fari fram í samstarfi við yfirstjórn og starfsfólk fangelsa, en hún er sérsniðin fyrir aðstæður hvers staðar. Í fangelsunum á Litla-Hrauni og Hólmsheiði verður farið inn á hvern gang fyrir sig, en á Kvíabryggju og Sogni verða haldnar sameiginlegar fræðslur fyrir alla. Í fræðslunni verður fjallað um hvað ópíóíðar eru, helstu hættur þeirra, einkenni ofskömmtunar af þeirra völdum, hvernig Naloxone virkar og hvernig á að nota nefúðann. Skylda til að bregðast við „Við vitum að vímuefni rata því miður inn í fangelsi víða um heim, en það breytir ekki þeirri staðreynd að við höfum siðferðilega og faglega skyldu til að bregðast við með raunhæfum aðgerðum sem bjarga mannslífum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Samstarfsverkefnið er samkvæmt tilkynningu meðal annars viðbragð við haldlagningu Tollgæslunnar í apríl á þessu ári, þegar tuttugu þúsund falsaðar OxyContin töflur sem innihéldu Nitazene voru haldlagðar. Töflurnar voru að öllum líkindum á leið inn á ólöglegan vímuefnamarkað hér á landi. Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu, félags fanga.Vísir/Ívar Fannar „Með hliðsjón af því að hátt hlutfall fólks í afplánun á Íslandi á sögu um alvarlegan vímuefnavanda, er mikilvægt að veita fólki í afplánum fræðslu um rétt viðbrögð við ofskömmtun á ópíóíðum og notkun Naloxone nefúða. Verkefnið er jafnframt mikilvæg forvarnarvinna, þar sem erfitt getur reynst að ná til hluta hópsins utan fangelsa, meðal annars vegna erfiðra félagslegra aðstæðna eða heimilisleysis,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Fíkn Fangelsismál Heilbrigðismál Félagasamtök Tengdar fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil. 27. janúar 2025 06:47 Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. 8. nóvember 2024 20:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35
Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil. 27. janúar 2025 06:47
Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. 8. nóvember 2024 20:01