Segja skellt á Skattinn og að „ofbeldi“ viðgangist í nefndinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2025 12:40 Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki allir sammála um hvort þar inni séu viðhöfð vönduð vinnubrögð eða ekki. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa því sem þeir kalla ofbeldi í atvinnuveganefnd við afgreiðslu frumvarps um hækkun veiðigjalda. Nefndarmönnum hafi í gærkvöldi borist álit frá Skattinum þar sem bent er á reikningsskekkjur í frumvarpinu. Þrátt fyrir það verði fulltrúum Skattsins ekki boðið á fund nefndarinnar og málið verði afgreitt úr nefnd á aukafundi í morgun. Formaður nefndarinnar segir nóg komið af „væli og skæli“ minnihlutans. Hart var tekist á um veiðigjaldafrumvarpið á fundi Alþingis, líkt og svo margoft áður, þegar fundurinn hófst á umræðum um fundarstjórn forseta. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, reið á vaðið og greindi frá því að að nefndarmenn í atvinnuveganefnd hefðu fengið boð um að aukafundur yrði hjá nefndinni á morgun, þar sem til stæði að nefndarálit vegna veiðigjalda yrði afgreitt úr nefndinni. Í gærkvöldi hafi hins vegar borist upplýsingar frá Skattinum, sem hafi leitt í ljós skekkjur í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins sem liggi til grundvallar frumvarpinu. Bergþór Ólason segist vilja fá fulltrúa Skattsin fyrir atvinnuveganefnd til þess að skýra misræmi í reikningum atvinnuvegaráðuneytisins sem liggi til grundvallar frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi. Það fái hann hins vegar ekki, og til standi að útskrifa nefndarálit um frumvarpið á aukafundi nefndarinnar á morgun.Vísir/Vilhelm „Það var óskað eftir því snemma í morgun að fá Skattinn fyrir nefndina, til að fara yfir þetta atriði og þetta misræmi. Því hefur verið hafnað,“ sagði Bergþór í pontu Alþingis við upphaf þingfundar klukkan 11. Hann biðlaði til Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að stuðla að því að gestakomur fyrir nefndina vegna veiðigjalda fengju að klárast, þar sem allt útlit væri fyrir að nægur tími væri til þingloka. Samkvæmt dagskrá þingsins ætti síðasti þingfundur að vera í dag. Segir minnihlutann skæla og væla í þingforsetanum Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki á einnig sæti í atvinnuveganefnd, og kvaddi sér hljóðs. „Maður upplifir vinnubrögðin í háttvirtri atvinnuveganefnd þannig að það sé ekki hægt að líkja því við neitt annað en algjört ofbeldi,“ sagði Jón. Fjöldi umsagnaraðila hafi ekki fengið að koma fyrir nefndina, til að mynda Byggðastofnun og fjármálafyrirtæki sem reiknað hafi áhrif veiðigjaldanna. Jón Gunnarsson sté í pontu Alþingis og líkti vinnubrögðum atvinnuveganefndar við ofbeldi.Vísir/Vilhelm Þessi orð Jóns runnu ekki sérlega ljúflega niður hjá þingmönnum meirihlutans. Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar kom upp í pontu til að bera af sér sakir, og sagði að tekið yrði tillit til athugasemda Skattsins. „Að vera að kvarta hér og kveina yfir litlum gestakomum og að einhverjir fái ekki að koma hér með athugasemdir við þetta frumvarp, það er fáránlegt. Það hafa komið yfir 50 gestir á fundi nefndarinnar, og þetta skæl og væl hér í hæstvirtum forseta, það er bara ekki við hæfi. Það að fullorðnir menn skuli koma hér upp, þegar verið er að vanda til vinnubragða í þessu máli, það finnst mér ekki vera þeim til sóma,“ sagði Sigurjón. Sigurjón Þórðarson er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar alþingis.Vísir/Anton brink Stuttu síðar kom Jón Gunnarsson öðru sinni upp í pontu og sagðist draga í efa orð Sigurjóns um að yfir 50 gestir hafi komið fyrir nefndina til að ræða veiðigjaldafrumvarpið. Kallað hafi verið eftir lista yfir alla gesti sem fengið hafi að koma með umsögn um málið á þriðjudag, en sá listi ekki enn fengist afhentur. Síðar í umræðunum sagði hann einnig að orðanotkunin um ofbeldi hefði mögulega ekki verið rétt, og ástandinu innan nefndarinnar yrði best lýst sem lítilsvirðingu gagnvart þeim gestum sem komið hafi með athugasemdir við frumvarpið, sem ekki hafi verið hlustað á. Ólýðræðislegt segir Sigmar Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, var sömuleiðis ósáttur með umkvartanir minnihlutans, og gaf lítið fyrir þær. „Það er búið að taka inn fjölmarga gesti. Það er búið að taka tillit til fjölmargra sjónarmiða. Það er ekkert lýðræðislegt við það að minnihlutinn stöðvi mál meirihlutans,“ sagði Sigmar. Sigmari var ekki skemmt þegar stjórnarandstaðan kvartaði yfir vinnubrögðum meirihluta atvinnuveganefndar við vinnslu veiðigjaldafrumvarpsins.Vísir/Vilhelm Ítrekað hefur verið fjallað um að fyrsta umræða þingsins um veiðigjaldafrumvarpið sé sú lengsta sinnar tegundar síðan skrifstofa Alþingis hóf að halda utan um slíka tölfræði. Meirihlutinn hefur ítrekað sagt stjórnarandstöðuna hafa viðhaft málþóf í fyrstu umræðu, en á móti hefur minnihlutinn sagt að ræðutími í fyrstu umræðu sé takmarkaður, og því ómögulegt að viðhafa eiginlegt málþóf þar sem mál eru rædd út í hið óendanlega. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hart var tekist á um veiðigjaldafrumvarpið á fundi Alþingis, líkt og svo margoft áður, þegar fundurinn hófst á umræðum um fundarstjórn forseta. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, reið á vaðið og greindi frá því að að nefndarmenn í atvinnuveganefnd hefðu fengið boð um að aukafundur yrði hjá nefndinni á morgun, þar sem til stæði að nefndarálit vegna veiðigjalda yrði afgreitt úr nefndinni. Í gærkvöldi hafi hins vegar borist upplýsingar frá Skattinum, sem hafi leitt í ljós skekkjur í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins sem liggi til grundvallar frumvarpinu. Bergþór Ólason segist vilja fá fulltrúa Skattsin fyrir atvinnuveganefnd til þess að skýra misræmi í reikningum atvinnuvegaráðuneytisins sem liggi til grundvallar frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi. Það fái hann hins vegar ekki, og til standi að útskrifa nefndarálit um frumvarpið á aukafundi nefndarinnar á morgun.Vísir/Vilhelm „Það var óskað eftir því snemma í morgun að fá Skattinn fyrir nefndina, til að fara yfir þetta atriði og þetta misræmi. Því hefur verið hafnað,“ sagði Bergþór í pontu Alþingis við upphaf þingfundar klukkan 11. Hann biðlaði til Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að stuðla að því að gestakomur fyrir nefndina vegna veiðigjalda fengju að klárast, þar sem allt útlit væri fyrir að nægur tími væri til þingloka. Samkvæmt dagskrá þingsins ætti síðasti þingfundur að vera í dag. Segir minnihlutann skæla og væla í þingforsetanum Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki á einnig sæti í atvinnuveganefnd, og kvaddi sér hljóðs. „Maður upplifir vinnubrögðin í háttvirtri atvinnuveganefnd þannig að það sé ekki hægt að líkja því við neitt annað en algjört ofbeldi,“ sagði Jón. Fjöldi umsagnaraðila hafi ekki fengið að koma fyrir nefndina, til að mynda Byggðastofnun og fjármálafyrirtæki sem reiknað hafi áhrif veiðigjaldanna. Jón Gunnarsson sté í pontu Alþingis og líkti vinnubrögðum atvinnuveganefndar við ofbeldi.Vísir/Vilhelm Þessi orð Jóns runnu ekki sérlega ljúflega niður hjá þingmönnum meirihlutans. Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar kom upp í pontu til að bera af sér sakir, og sagði að tekið yrði tillit til athugasemda Skattsins. „Að vera að kvarta hér og kveina yfir litlum gestakomum og að einhverjir fái ekki að koma hér með athugasemdir við þetta frumvarp, það er fáránlegt. Það hafa komið yfir 50 gestir á fundi nefndarinnar, og þetta skæl og væl hér í hæstvirtum forseta, það er bara ekki við hæfi. Það að fullorðnir menn skuli koma hér upp, þegar verið er að vanda til vinnubragða í þessu máli, það finnst mér ekki vera þeim til sóma,“ sagði Sigurjón. Sigurjón Þórðarson er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar alþingis.Vísir/Anton brink Stuttu síðar kom Jón Gunnarsson öðru sinni upp í pontu og sagðist draga í efa orð Sigurjóns um að yfir 50 gestir hafi komið fyrir nefndina til að ræða veiðigjaldafrumvarpið. Kallað hafi verið eftir lista yfir alla gesti sem fengið hafi að koma með umsögn um málið á þriðjudag, en sá listi ekki enn fengist afhentur. Síðar í umræðunum sagði hann einnig að orðanotkunin um ofbeldi hefði mögulega ekki verið rétt, og ástandinu innan nefndarinnar yrði best lýst sem lítilsvirðingu gagnvart þeim gestum sem komið hafi með athugasemdir við frumvarpið, sem ekki hafi verið hlustað á. Ólýðræðislegt segir Sigmar Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, var sömuleiðis ósáttur með umkvartanir minnihlutans, og gaf lítið fyrir þær. „Það er búið að taka inn fjölmarga gesti. Það er búið að taka tillit til fjölmargra sjónarmiða. Það er ekkert lýðræðislegt við það að minnihlutinn stöðvi mál meirihlutans,“ sagði Sigmar. Sigmari var ekki skemmt þegar stjórnarandstaðan kvartaði yfir vinnubrögðum meirihluta atvinnuveganefndar við vinnslu veiðigjaldafrumvarpsins.Vísir/Vilhelm Ítrekað hefur verið fjallað um að fyrsta umræða þingsins um veiðigjaldafrumvarpið sé sú lengsta sinnar tegundar síðan skrifstofa Alþingis hóf að halda utan um slíka tölfræði. Meirihlutinn hefur ítrekað sagt stjórnarandstöðuna hafa viðhaft málþóf í fyrstu umræðu, en á móti hefur minnihlutinn sagt að ræðutími í fyrstu umræðu sé takmarkaður, og því ómögulegt að viðhafa eiginlegt málþóf þar sem mál eru rædd út í hið óendanlega.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira