Forsætisráðherra Spánar biður þjóðina afsökunar á spillingarmáli Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 16:02 Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, á ekki sjö dagana sæla. Einn nánasti bandamaður hans er nú sakaður um mútuþægni. AP/Ng Han Guan Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, bað spænsku þjóðina afsökunar vegna náins ráðgjafa sem er grunaður um aðild að mútumáli. Nokkrir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Sánchez eru taldir bendlaðir við spillingarmálið. Hæstiréttur Spánar sagði í gær að Santos Cerdán, þingmaður Sósíalistaflokks Sánchez og náinn ráðgjafi forsætisráðherrans, væri grunaður um þátttöku í mútugreiðslum í skiptum fyrir ríkissamninga. Cerdán sagði af sér í gær en hann var þriðji hæst setti stjórnandi flokksins, að sögn AP-fréttastofunnar. Sánchez, sem hefur verið plagaður af spillingarásökunum á hendur samflokksmanna og fjölskyldu síðustu misseri, bar sig aumlega þegar hann kom fram á blaðamannafundi síðar um daginn. „Ég vil biðja almenning afsökunar vegna þess að Sósíalistaflokkurinn og ég sem leiðtogi hans hefði ekki átt að treysta honum,“ sagði Sánchez um Cerdán. Málið væri honum mikil persónuleg vonbrigði enda hefði hann þekkt og unnið náið með Cerdán frá 2011. Sjálfur hefði hann aðeins frétt af ásökunum á hendur honum fyrr um daginn. Cerdán heldur fram sakleysi sínu en sagði af sér þingmennsku og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Útilokaði Sánchez að málið felldi minnihlutastjórn hans og bandalags vinstriflokka. Hann ætlar hins vegar að láta fara fram óháða endurskoðun á fjármálum Sósíalistaflokksins vegna ásakananna á hendur Cerdán og öðrum flokksmönnum. Hvert vandræðamálið rekur annað Rúmt ár er liðið frá því að Sánchez tók sé fimm daga leyfir frá embættisstörfum til þess að íhuga stöðu sína eftir að eiginkona hans, var sökuð um að notfæra sér stöðu sína sem eiginkona forsætisráðherra til þess að fá bakhjarla til þess að styrkja meistaranámsbraut sem hún hafði umsjón með. Á endanum kaus Sánchez að segja ekki af sér. Sakaði hann fjölmiðla sem eru hliðhollir hægriflokkum um ófrægingarherferð gegn sér. Nú er ríkissaksóknari Spánar einnig sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum úr skattsvikamáli sem tengist kærasta Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnar sjálfstjórnarhéraðs Madridar, og einn helsta pólitíska keppinaut Sánchez. Hægriflokkarnir hafa nýtt sér spillingarásakanirnar á hendur ríkisstjórn Sánchez. Lýðflokkurinn stóð fyrir mótmælum gegn stjórninni um síðustu helgi sem tugir þúsunda manna sóttu undir yfirskriftinni „mafía eða lýðræði“. Það er þó ef til vill ekki úr háum söðli að falla fyrir Lýðflokkinn. Hundruð starfsmanna flokksins voru bendlaðir við eitt umfangsmesta spillingarmál sem komið hefur upp í Evrópu. Þeir voru meðal annars sakaðir um mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Flokkurinn sjálfur og tugir starfsmanna hans voru sakfelldir vegna svonefnds Gürtel-máls árið 2018. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrif uppgjafahermanna á Rússland Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Hæstiréttur Spánar sagði í gær að Santos Cerdán, þingmaður Sósíalistaflokks Sánchez og náinn ráðgjafi forsætisráðherrans, væri grunaður um þátttöku í mútugreiðslum í skiptum fyrir ríkissamninga. Cerdán sagði af sér í gær en hann var þriðji hæst setti stjórnandi flokksins, að sögn AP-fréttastofunnar. Sánchez, sem hefur verið plagaður af spillingarásökunum á hendur samflokksmanna og fjölskyldu síðustu misseri, bar sig aumlega þegar hann kom fram á blaðamannafundi síðar um daginn. „Ég vil biðja almenning afsökunar vegna þess að Sósíalistaflokkurinn og ég sem leiðtogi hans hefði ekki átt að treysta honum,“ sagði Sánchez um Cerdán. Málið væri honum mikil persónuleg vonbrigði enda hefði hann þekkt og unnið náið með Cerdán frá 2011. Sjálfur hefði hann aðeins frétt af ásökunum á hendur honum fyrr um daginn. Cerdán heldur fram sakleysi sínu en sagði af sér þingmennsku og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Útilokaði Sánchez að málið felldi minnihlutastjórn hans og bandalags vinstriflokka. Hann ætlar hins vegar að láta fara fram óháða endurskoðun á fjármálum Sósíalistaflokksins vegna ásakananna á hendur Cerdán og öðrum flokksmönnum. Hvert vandræðamálið rekur annað Rúmt ár er liðið frá því að Sánchez tók sé fimm daga leyfir frá embættisstörfum til þess að íhuga stöðu sína eftir að eiginkona hans, var sökuð um að notfæra sér stöðu sína sem eiginkona forsætisráðherra til þess að fá bakhjarla til þess að styrkja meistaranámsbraut sem hún hafði umsjón með. Á endanum kaus Sánchez að segja ekki af sér. Sakaði hann fjölmiðla sem eru hliðhollir hægriflokkum um ófrægingarherferð gegn sér. Nú er ríkissaksóknari Spánar einnig sakaður um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum úr skattsvikamáli sem tengist kærasta Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnar sjálfstjórnarhéraðs Madridar, og einn helsta pólitíska keppinaut Sánchez. Hægriflokkarnir hafa nýtt sér spillingarásakanirnar á hendur ríkisstjórn Sánchez. Lýðflokkurinn stóð fyrir mótmælum gegn stjórninni um síðustu helgi sem tugir þúsunda manna sóttu undir yfirskriftinni „mafía eða lýðræði“. Það er þó ef til vill ekki úr háum söðli að falla fyrir Lýðflokkinn. Hundruð starfsmanna flokksins voru bendlaðir við eitt umfangsmesta spillingarmál sem komið hefur upp í Evrópu. Þeir voru meðal annars sakaðir um mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Flokkurinn sjálfur og tugir starfsmanna hans voru sakfelldir vegna svonefnds Gürtel-máls árið 2018.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrif uppgjafahermanna á Rússland Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira