Minnihlutinn mætir ekki á morgun Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 13. júní 2025 20:14 Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í atvinnuveganefnd. Sýn Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki reikna með því að minnihlutinn sjái ástæðu til þess að mæta á boðaðan fund atvinnuveganefndar Alþingis á morgun laugardag, þar sem til stendur að afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða. Þingfundur hófst í dag með nokkrum látum þar sem þingmenn kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta, meðal annars í tengslum við boðaðan fund í atvinnuveganefnd á morgun, laugardegi þar sem meirihlutinn vill afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða úr nefndinni. Þingmaður stjórnarandstöðu líkti störfum meirihlutans við ofbeldi en stjórnarandstaðan var á móti sökuð um skæl, væl og firru. Sýnt var frá ræðum þingmanna í kvöldfréttum Sýnar í kvöld, áður en tekin voru viðtöl við Sigurjón Þórðarson, Jón Gunnarsson og Sigmar Guðmundsson. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur ekki tilefni til að verða við bón stjórnarandstöðunnar um frekari gestakomur. „Meirihlutinn hefur komist að því að málið sé fullrætt. Þá er kominn tími til að ræða það í þinginu og það er þannig að minnihlutinn er einfaldlega á móti málinu og er að kalla eftir fleiri og fleiri gestum til að tefja málið.“ „Ég sé það þannig, því það er ekkert nýtt í þessu, eða það sé verið að hlaupa yfir þau sjónarmið sem þarna koma fram,“ segir Sigurjón. Minnihlutinn biðji bara um eðlileg vinnubrögð Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ótímabært að afgreiða málið úr nefnd. „Síðast í dag fengum við nýjustu útreikninga ráðuneytisins með heilmiklum breytingum, töflu yfir það, þetta er orðinn algjör hrærigrautur. Þetta mál sem átti að vera svona vandað í undirbúningi og slíkt, það eru að koma þriðju útreikningarnir, það er ekki tími til að sannreyna þá, en það er full ástæða til miðað við það sem áður hefur gengið á,“ segir Jón. Mikilvægir álitsgjafar hafi ekki enn fengið að koma á fund nefndarinnar, eins og Byggðastofnun, Ragnar Árnason auðlindahagfræðngur og margir fleiri, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. „Það er alltof mikill hraði á þessu.“ „Við erum bara að biðja um það að hér verði stunduð eðlileg vinnubrögð, en í ljósi þess hvernig menn halda á málum þá reikna ég ekki með því að við sjáum neina ástæðu til þess á morgun, minnihlutinn, að mæta á þennan fund, vegna þess að þingið virðist ekki skipta þessa ríkisstjórnarflokka neinu máli,“ sagði Jón. Ætlarðu ekki að mæta á fundinn á morgun? Nei ég geri ekki ráð fyrir því, það er ástæðulaust, það er bara orðið ráðherraræði hérna, það er ekki hlustað á þingið, eðlilegar spurningar. Ég er búinn að vera hér í tæp tuttugu ár, ég hef aldrei kynnst svona málsmeðferð eins og verið er að bjóða okkur upp á,“ segir Jón Gunnarsson. Virðingarleysi gagnvart þingstörfum Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það algjörlega fáheyrt að þingmenn ætli ekki að hafa fyrir því að mæta á nefndarfundi vegna ósættis við það hvernig nefndinni er stýrt. „Það hefur nú eitt og annað gengið hér á í þingstörfum í gegnum tíðina, það sem er í gangi núna er auðvitað bara áframhaldandi málþóf þessara þriggja flokka út í eitt,“ segir Sigmar. Hann segir það ekkert nýtt að mál séu tekin úr nefnd í ágreiningi. „En það virðingarleysi sem stjórnarandstæðingar ætla sýna hér þingstörfum, að vilja ekki mæta á þingfundi, er auðvitað alveg hreint með ólíkindum,“ segir Sigmar Guðmundsson. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Þingfundur hófst í dag með nokkrum látum þar sem þingmenn kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta, meðal annars í tengslum við boðaðan fund í atvinnuveganefnd á morgun, laugardegi þar sem meirihlutinn vill afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða úr nefndinni. Þingmaður stjórnarandstöðu líkti störfum meirihlutans við ofbeldi en stjórnarandstaðan var á móti sökuð um skæl, væl og firru. Sýnt var frá ræðum þingmanna í kvöldfréttum Sýnar í kvöld, áður en tekin voru viðtöl við Sigurjón Þórðarson, Jón Gunnarsson og Sigmar Guðmundsson. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, telur ekki tilefni til að verða við bón stjórnarandstöðunnar um frekari gestakomur. „Meirihlutinn hefur komist að því að málið sé fullrætt. Þá er kominn tími til að ræða það í þinginu og það er þannig að minnihlutinn er einfaldlega á móti málinu og er að kalla eftir fleiri og fleiri gestum til að tefja málið.“ „Ég sé það þannig, því það er ekkert nýtt í þessu, eða það sé verið að hlaupa yfir þau sjónarmið sem þarna koma fram,“ segir Sigurjón. Minnihlutinn biðji bara um eðlileg vinnubrögð Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ótímabært að afgreiða málið úr nefnd. „Síðast í dag fengum við nýjustu útreikninga ráðuneytisins með heilmiklum breytingum, töflu yfir það, þetta er orðinn algjör hrærigrautur. Þetta mál sem átti að vera svona vandað í undirbúningi og slíkt, það eru að koma þriðju útreikningarnir, það er ekki tími til að sannreyna þá, en það er full ástæða til miðað við það sem áður hefur gengið á,“ segir Jón. Mikilvægir álitsgjafar hafi ekki enn fengið að koma á fund nefndarinnar, eins og Byggðastofnun, Ragnar Árnason auðlindahagfræðngur og margir fleiri, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. „Það er alltof mikill hraði á þessu.“ „Við erum bara að biðja um það að hér verði stunduð eðlileg vinnubrögð, en í ljósi þess hvernig menn halda á málum þá reikna ég ekki með því að við sjáum neina ástæðu til þess á morgun, minnihlutinn, að mæta á þennan fund, vegna þess að þingið virðist ekki skipta þessa ríkisstjórnarflokka neinu máli,“ sagði Jón. Ætlarðu ekki að mæta á fundinn á morgun? Nei ég geri ekki ráð fyrir því, það er ástæðulaust, það er bara orðið ráðherraræði hérna, það er ekki hlustað á þingið, eðlilegar spurningar. Ég er búinn að vera hér í tæp tuttugu ár, ég hef aldrei kynnst svona málsmeðferð eins og verið er að bjóða okkur upp á,“ segir Jón Gunnarsson. Virðingarleysi gagnvart þingstörfum Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir það algjörlega fáheyrt að þingmenn ætli ekki að hafa fyrir því að mæta á nefndarfundi vegna ósættis við það hvernig nefndinni er stýrt. „Það hefur nú eitt og annað gengið hér á í þingstörfum í gegnum tíðina, það sem er í gangi núna er auðvitað bara áframhaldandi málþóf þessara þriggja flokka út í eitt,“ segir Sigmar. Hann segir það ekkert nýtt að mál séu tekin úr nefnd í ágreiningi. „En það virðingarleysi sem stjórnarandstæðingar ætla sýna hér þingstörfum, að vilja ekki mæta á þingfundi, er auðvitað alveg hreint með ólíkindum,“ segir Sigmar Guðmundsson.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira