Handhafar sannleikans og hið gagnslausa væl Helgi Héðinsson skrifar 15. júní 2025 14:03 Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á. Stjórn sem lofaði stöðugleika og fagmennsku er nú komin í þá stöðu að þingstörf eru í molum og starfsáætlunin brostin – svo alvarlega að nú hefur verið boðað til þingfundar á sunnudegi, sem er afar fáheyrt og fordæmin í engu sambærileg þeim aðstæðum sem nú hafa skapast. Í þessum aðstæðum blasir við vanhæfni í verki. Þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram hafa hvað eftir annað verið gagnrýnd harðlega af sérfræðingum, almenningi og stjórnarandstöðu. Hvort heldur er verið að ræða fjármálaáætlun, hunda og ketti í fjölbýlishúsum, breytingar á veiðigjöldum eða nýtt örorkukerfi, þá hafa þessar tillögur mætt harðri og málefnalegri gagnrýni. Ekki síst vegna skorts á gögnum, greiningum, samráði og mati á áhrifum. Í stað þess að hlusta á slíka gagnrýni, bæta vinnubrögð sín og leita sátta og málamiðlana, kýs ríkisstjórnin fremur að loka eyrunum og keyra áfram með þrjósku sem veldur frekari upplausn og töfum. Þá hefur tíma þingsins verið ákaflega illa varið í sýndarmennsku við flutning þingmála sem aldrei stóð til að klára, svo sem frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur. Það er einfaldlega ólíðandi að nú, þegar þingi ætti samkvæmt starfsáætlun að vera lokið, sé allt á suðupunkti vegna skorts á lausnum, forystu og skýrum áherslum. Að kalla saman þingfund á sunnudegi er ekki bara táknrænt fyrir þá óreiðu sem ríkir innan stjórnarflokkanna heldur einnig áþreifanleg staðfesting á því að ríkisstjórnin hefur misst stjórn á eigin verkefnum. Virðingarleysi gagnvart ábyrgð Eitt furðulegasta einkenni þessarar ríkisstjórnar er endalaust væl hennar og ásakanir í garð fyrri ríkisstjórnar sem birtust nú síðast almenningi í pistli framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar á Vísi í morgun. Slík nálgun lýsir ekki aðeins taugaveiklun og skorti á sjálfstrausti heldur beinlínis fullkomnu ábyrgðarleysi og virðingarleysi fyrir verkefninu sem þeim hefur verið falið. Það er einfaldlega kominn tími til að þau beri ábyrgð á eigin verkum og þeim málum sem lögð eru fram. Önnur birtingarmynd eru taktlaus, yfirlætisfull og harkaleg viðbrögð við eðlilegum spurningum í þinginu sem líklega náðu hápunkti þegar dómsmálaráðherra spurði þingflokksformann Framsóknar að því „hvort hún kynni ekki að skammast sín“ í tvígagn í kjölfar eðlilegrar, mikilvægrar og málefnalegrar spurningar. Samvinna er lykillinn Framsókn hefur ætíð lagt áherslu á fagleg vinnubrögð, samvinnu og lausnamiðaða stjórnmálastefnu. Við sjáum stjórnmál sem vettvang þar sem menn finna lausnir í stað þess að leita sökudólga. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar sýnt fram á algert metnaðarleysi þegar kemur að lausnum og meiri áhuga á því að benda fingrum heldur en að sinna skyldum sínum gagnvart almenningi. Það er kominn tími til að hætta þessu gagnslausa væli og horfast í augu við ábyrgðina sem fylgir því að fara með stjórn landsins. Þjóðin á betra skilið en stjórnmálaleiðtoga sem telja sig handhafa sannleikans en geta ekki staðið við orð sín, leitað lausna, gert málamiðlanir og viðurkennt mistök þegar það á við. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Héðinsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á. Stjórn sem lofaði stöðugleika og fagmennsku er nú komin í þá stöðu að þingstörf eru í molum og starfsáætlunin brostin – svo alvarlega að nú hefur verið boðað til þingfundar á sunnudegi, sem er afar fáheyrt og fordæmin í engu sambærileg þeim aðstæðum sem nú hafa skapast. Í þessum aðstæðum blasir við vanhæfni í verki. Þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram hafa hvað eftir annað verið gagnrýnd harðlega af sérfræðingum, almenningi og stjórnarandstöðu. Hvort heldur er verið að ræða fjármálaáætlun, hunda og ketti í fjölbýlishúsum, breytingar á veiðigjöldum eða nýtt örorkukerfi, þá hafa þessar tillögur mætt harðri og málefnalegri gagnrýni. Ekki síst vegna skorts á gögnum, greiningum, samráði og mati á áhrifum. Í stað þess að hlusta á slíka gagnrýni, bæta vinnubrögð sín og leita sátta og málamiðlana, kýs ríkisstjórnin fremur að loka eyrunum og keyra áfram með þrjósku sem veldur frekari upplausn og töfum. Þá hefur tíma þingsins verið ákaflega illa varið í sýndarmennsku við flutning þingmála sem aldrei stóð til að klára, svo sem frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur. Það er einfaldlega ólíðandi að nú, þegar þingi ætti samkvæmt starfsáætlun að vera lokið, sé allt á suðupunkti vegna skorts á lausnum, forystu og skýrum áherslum. Að kalla saman þingfund á sunnudegi er ekki bara táknrænt fyrir þá óreiðu sem ríkir innan stjórnarflokkanna heldur einnig áþreifanleg staðfesting á því að ríkisstjórnin hefur misst stjórn á eigin verkefnum. Virðingarleysi gagnvart ábyrgð Eitt furðulegasta einkenni þessarar ríkisstjórnar er endalaust væl hennar og ásakanir í garð fyrri ríkisstjórnar sem birtust nú síðast almenningi í pistli framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar á Vísi í morgun. Slík nálgun lýsir ekki aðeins taugaveiklun og skorti á sjálfstrausti heldur beinlínis fullkomnu ábyrgðarleysi og virðingarleysi fyrir verkefninu sem þeim hefur verið falið. Það er einfaldlega kominn tími til að þau beri ábyrgð á eigin verkum og þeim málum sem lögð eru fram. Önnur birtingarmynd eru taktlaus, yfirlætisfull og harkaleg viðbrögð við eðlilegum spurningum í þinginu sem líklega náðu hápunkti þegar dómsmálaráðherra spurði þingflokksformann Framsóknar að því „hvort hún kynni ekki að skammast sín“ í tvígagn í kjölfar eðlilegrar, mikilvægrar og málefnalegrar spurningar. Samvinna er lykillinn Framsókn hefur ætíð lagt áherslu á fagleg vinnubrögð, samvinnu og lausnamiðaða stjórnmálastefnu. Við sjáum stjórnmál sem vettvang þar sem menn finna lausnir í stað þess að leita sökudólga. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar sýnt fram á algert metnaðarleysi þegar kemur að lausnum og meiri áhuga á því að benda fingrum heldur en að sinna skyldum sínum gagnvart almenningi. Það er kominn tími til að hætta þessu gagnslausa væli og horfast í augu við ábyrgðina sem fylgir því að fara með stjórn landsins. Þjóðin á betra skilið en stjórnmálaleiðtoga sem telja sig handhafa sannleikans en geta ekki staðið við orð sín, leitað lausna, gert málamiðlanir og viðurkennt mistök þegar það á við. Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun