Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 16:47 Lewis Hamilton þótti afar leiðinlegt að hafa keyrt yfir múrmeldýr í gær. Samsett/Getty Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton kveðst vera mikill dýravinur og er í öngum sínum eftir að hafa óvart keyrt yfir og drepið múrmeldýr í Formúlu 1 kappakstrinum í Kanada um helgina. Hamilton var búinn að aka tólf hringi í kappakstrinum í Montreal í gær þegar hann keyrði yfir múrmeldýrið, sem er stórt nagdýr af íkornaætt og kallast „groundhog“ á ensku. Hamilton endaði í 6. sæti en Ferrari-liðið áætlar að hann hafi tapað um hálfri sekúndu á hring vegna skemmda á bílnum við það að keyra yfir dýrið. BBC segir að Hamilton sé bæði vegan og þekktur dýravinur, og hafi því haft minni áhyggjur af úrslitum keppninnar en „skelfilegum“ dauðdaga dýrsins. „Það hafði gengið nokkuð vel fram að þessu en svo, ég sá það ekki gerast, en augljóslega heyrði ég að ég hafði keyrt á múrmeldýr. Svo það var algjörlega niðurdrepandi. Ég elska dýr og ég er svo sorgmæddur yfir þessu. Þetta var skelfilegt. Ég hef aldrei upplifað svona áður,“ sagði Hamilton og bætti við: „Það er aldrei gaman að sjá svona lagað gerast. Ég vona bara að dýrið hafi ekki þurft að þjást.“ Það var George Russell á Mercedes sem hafði sigur og vann sína fyrstu keppni á tímabilinu en ríkjandi meistarinn Max Verstappen varð í 2. sæti. Liðsfélagi Russells hjá Mercedes, Kimi Antonelli, komst í fyrsta sinn á verðlaunapall og varð í 3. sæti. Oscar Piastri varð í 4. sæti og er stigahæstur með 198 stig. Lando Norris klessti utan í Piastri, liðsfélaga sinn hjá McLaren, og varð að hætta en er í 2. sæti stigakeppninnar með 176 stig. Verstappen er með 155, Russell 135 og Charles Leclerc er í 5. sæti með 104 stig. Hamilton er svo í sjötta sætinu með 79 stig. Akstursíþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton var búinn að aka tólf hringi í kappakstrinum í Montreal í gær þegar hann keyrði yfir múrmeldýrið, sem er stórt nagdýr af íkornaætt og kallast „groundhog“ á ensku. Hamilton endaði í 6. sæti en Ferrari-liðið áætlar að hann hafi tapað um hálfri sekúndu á hring vegna skemmda á bílnum við það að keyra yfir dýrið. BBC segir að Hamilton sé bæði vegan og þekktur dýravinur, og hafi því haft minni áhyggjur af úrslitum keppninnar en „skelfilegum“ dauðdaga dýrsins. „Það hafði gengið nokkuð vel fram að þessu en svo, ég sá það ekki gerast, en augljóslega heyrði ég að ég hafði keyrt á múrmeldýr. Svo það var algjörlega niðurdrepandi. Ég elska dýr og ég er svo sorgmæddur yfir þessu. Þetta var skelfilegt. Ég hef aldrei upplifað svona áður,“ sagði Hamilton og bætti við: „Það er aldrei gaman að sjá svona lagað gerast. Ég vona bara að dýrið hafi ekki þurft að þjást.“ Það var George Russell á Mercedes sem hafði sigur og vann sína fyrstu keppni á tímabilinu en ríkjandi meistarinn Max Verstappen varð í 2. sæti. Liðsfélagi Russells hjá Mercedes, Kimi Antonelli, komst í fyrsta sinn á verðlaunapall og varð í 3. sæti. Oscar Piastri varð í 4. sæti og er stigahæstur með 198 stig. Lando Norris klessti utan í Piastri, liðsfélaga sinn hjá McLaren, og varð að hætta en er í 2. sæti stigakeppninnar með 176 stig. Verstappen er með 155, Russell 135 og Charles Leclerc er í 5. sæti með 104 stig. Hamilton er svo í sjötta sætinu með 79 stig.
Akstursíþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira