Botafogo vann og hélt hreinu gegn PSG Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 08:30 PSG kom jöfnunarmarki í netið en það fékk ekki að standa og Botafogo slapp með sigur. Harry How/Getty Images Nýkrýndir Evrópumeistarar Paris Saint-Germain töpuðu nokkuð óvænt í nótt, 1-0 gegn Suður-Ameríkumeisturum Botafogo, í leik liðanna á heimsmeistaramóti félagsliða. Botafogo varð þar með eitt af aðeins sex liðum til að halda hreinu gegn stórskotaliði PSG á tímabilinu. PSG var frá upphafi til enda mun meira með boltann en fékk á sig mark eftir að hafa tapað honum á slæmum stað undir lok fyrri hálfleiks. Igor Jesus fékk boltann skyndilega í fætur, skaut að marki og smá snerting varnarmanns hjálpaði til við að stýra boltanum framhjá markmanninum. This Celebration was absolute GOLD by Jesus Igor Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/XtZVeg5O9t— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Í seinni hálfleik herjaði PSG af enn meiri krafti að marki Botafogo, sem varðist með kjafti og klóm. PSG tókst svo að setja boltann í netið í tuttugasta sinn í síðustu fimm leikjum, en markið fékk ekki að telja vegna rangstöðu í aðdragandanum. Botafogo-menn prísuðu sig sæla og héldu út eftir það, þar til lokaflautið gall og 1-0 sigur varð niðurstaðan. Absolute scenes at full-time! 😱🔥Botafogo celebrate a stunning upset over PSG in the FIFA Club World Cup 🙌🏾Catch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every game. Free. | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/yEMFO8i7Xx— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem liðin tvö mætast og Botafogo varð eitt af fáum liðum til að halda marki sínu hreinu gegn PSG á tímabilinu. Síðasti leikur sem PSG tókst ekki að skora í var gegn Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 5. mars. Í heildina hafði aðeins fimm liðum tekist að halda hreinu í leik gegn PSG á tímabilinu. PSG: 70%+ possessionBotafogo: The win.Sometimes it’s not about how much you have — it’s what you do with it 🔥Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/seBhcExs0h— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Botafogo er því í efsta sæti B-riðilsins með fullt hús stiga en PSG í öðru sæti með þrjú stig og betri markatölu en Atlético Madrid sem er í þriðja sæti, einnig með þrjú stig. Seattle Sounders sitja neðstir, stigalausir. Í lokaumferðinni dugir PSG að vinna Seattle til að tryggja sig áfram. Til að forðast heimför þarf Atlético hins vegar að vinna Botafogo með þremur mörkum eða meira, eða treysta á að PSG tapi stigum gegn Seattle. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira
PSG var frá upphafi til enda mun meira með boltann en fékk á sig mark eftir að hafa tapað honum á slæmum stað undir lok fyrri hálfleiks. Igor Jesus fékk boltann skyndilega í fætur, skaut að marki og smá snerting varnarmanns hjálpaði til við að stýra boltanum framhjá markmanninum. This Celebration was absolute GOLD by Jesus Igor Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/XtZVeg5O9t— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Í seinni hálfleik herjaði PSG af enn meiri krafti að marki Botafogo, sem varðist með kjafti og klóm. PSG tókst svo að setja boltann í netið í tuttugasta sinn í síðustu fimm leikjum, en markið fékk ekki að telja vegna rangstöðu í aðdragandanum. Botafogo-menn prísuðu sig sæla og héldu út eftir það, þar til lokaflautið gall og 1-0 sigur varð niðurstaðan. Absolute scenes at full-time! 😱🔥Botafogo celebrate a stunning upset over PSG in the FIFA Club World Cup 🙌🏾Catch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every game. Free. | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/yEMFO8i7Xx— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem liðin tvö mætast og Botafogo varð eitt af fáum liðum til að halda marki sínu hreinu gegn PSG á tímabilinu. Síðasti leikur sem PSG tókst ekki að skora í var gegn Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 5. mars. Í heildina hafði aðeins fimm liðum tekist að halda hreinu í leik gegn PSG á tímabilinu. PSG: 70%+ possessionBotafogo: The win.Sometimes it’s not about how much you have — it’s what you do with it 🔥Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/seBhcExs0h— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Botafogo er því í efsta sæti B-riðilsins með fullt hús stiga en PSG í öðru sæti með þrjú stig og betri markatölu en Atlético Madrid sem er í þriðja sæti, einnig með þrjú stig. Seattle Sounders sitja neðstir, stigalausir. Í lokaumferðinni dugir PSG að vinna Seattle til að tryggja sig áfram. Til að forðast heimför þarf Atlético hins vegar að vinna Botafogo með þremur mörkum eða meira, eða treysta á að PSG tapi stigum gegn Seattle.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira