Botafogo vann og hélt hreinu gegn PSG Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 08:30 PSG kom jöfnunarmarki í netið en það fékk ekki að standa og Botafogo slapp með sigur. Harry How/Getty Images Nýkrýndir Evrópumeistarar Paris Saint-Germain töpuðu nokkuð óvænt í nótt, 1-0 gegn Suður-Ameríkumeisturum Botafogo, í leik liðanna á heimsmeistaramóti félagsliða. Botafogo varð þar með eitt af aðeins sex liðum til að halda hreinu gegn stórskotaliði PSG á tímabilinu. PSG var frá upphafi til enda mun meira með boltann en fékk á sig mark eftir að hafa tapað honum á slæmum stað undir lok fyrri hálfleiks. Igor Jesus fékk boltann skyndilega í fætur, skaut að marki og smá snerting varnarmanns hjálpaði til við að stýra boltanum framhjá markmanninum. This Celebration was absolute GOLD by Jesus Igor Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/XtZVeg5O9t— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Í seinni hálfleik herjaði PSG af enn meiri krafti að marki Botafogo, sem varðist með kjafti og klóm. PSG tókst svo að setja boltann í netið í tuttugasta sinn í síðustu fimm leikjum, en markið fékk ekki að telja vegna rangstöðu í aðdragandanum. Botafogo-menn prísuðu sig sæla og héldu út eftir það, þar til lokaflautið gall og 1-0 sigur varð niðurstaðan. Absolute scenes at full-time! 😱🔥Botafogo celebrate a stunning upset over PSG in the FIFA Club World Cup 🙌🏾Catch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every game. Free. | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/yEMFO8i7Xx— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem liðin tvö mætast og Botafogo varð eitt af fáum liðum til að halda marki sínu hreinu gegn PSG á tímabilinu. Síðasti leikur sem PSG tókst ekki að skora í var gegn Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 5. mars. Í heildina hafði aðeins fimm liðum tekist að halda hreinu í leik gegn PSG á tímabilinu. PSG: 70%+ possessionBotafogo: The win.Sometimes it’s not about how much you have — it’s what you do with it 🔥Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/seBhcExs0h— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Botafogo er því í efsta sæti B-riðilsins með fullt hús stiga en PSG í öðru sæti með þrjú stig og betri markatölu en Atlético Madrid sem er í þriðja sæti, einnig með þrjú stig. Seattle Sounders sitja neðstir, stigalausir. Í lokaumferðinni dugir PSG að vinna Seattle til að tryggja sig áfram. Til að forðast heimför þarf Atlético hins vegar að vinna Botafogo með þremur mörkum eða meira, eða treysta á að PSG tapi stigum gegn Seattle. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
PSG var frá upphafi til enda mun meira með boltann en fékk á sig mark eftir að hafa tapað honum á slæmum stað undir lok fyrri hálfleiks. Igor Jesus fékk boltann skyndilega í fætur, skaut að marki og smá snerting varnarmanns hjálpaði til við að stýra boltanum framhjá markmanninum. This Celebration was absolute GOLD by Jesus Igor Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/XtZVeg5O9t— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Í seinni hálfleik herjaði PSG af enn meiri krafti að marki Botafogo, sem varðist með kjafti og klóm. PSG tókst svo að setja boltann í netið í tuttugasta sinn í síðustu fimm leikjum, en markið fékk ekki að telja vegna rangstöðu í aðdragandanum. Botafogo-menn prísuðu sig sæla og héldu út eftir það, þar til lokaflautið gall og 1-0 sigur varð niðurstaðan. Absolute scenes at full-time! 😱🔥Botafogo celebrate a stunning upset over PSG in the FIFA Club World Cup 🙌🏾Catch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every game. Free. | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/yEMFO8i7Xx— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem liðin tvö mætast og Botafogo varð eitt af fáum liðum til að halda marki sínu hreinu gegn PSG á tímabilinu. Síðasti leikur sem PSG tókst ekki að skora í var gegn Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 5. mars. Í heildina hafði aðeins fimm liðum tekist að halda hreinu í leik gegn PSG á tímabilinu. PSG: 70%+ possessionBotafogo: The win.Sometimes it’s not about how much you have — it’s what you do with it 🔥Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/seBhcExs0h— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Botafogo er því í efsta sæti B-riðilsins með fullt hús stiga en PSG í öðru sæti með þrjú stig og betri markatölu en Atlético Madrid sem er í þriðja sæti, einnig með þrjú stig. Seattle Sounders sitja neðstir, stigalausir. Í lokaumferðinni dugir PSG að vinna Seattle til að tryggja sig áfram. Til að forðast heimför þarf Atlético hins vegar að vinna Botafogo með þremur mörkum eða meira, eða treysta á að PSG tapi stigum gegn Seattle.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira