Metfjöldi með doktorspróf úr HR Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. júní 2025 14:55 Útskriftarnemendur tæknisviðs ásamt rektor, sviðsforsetum og deildarforsetum. HR Tæplega sjö hundruð nemendur útskrifuðust úr Háskólanum í Reykjavík á laugardag. Útskriftin fór fram í Eldborg í Hörpu og metfjöldi lauk doktorsprófi. Af 697 útskriftarnemum Háskólans í Reykjavík voru 312 konur og 385 karlar. Flestir voru að ljúka í verkfræðideild skólans eða 143 nemendur, þar af 95 sem luku grunnnámi og 43 úr meistaranámi. Alls nítján manns luku doktorsprófi, þar á meðal var fyrsti nemandinn til að ljúka doktorsprófi úr íþróttafræði, Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir. Hinir nemendurnir luku doktorsprófi frá tölvunarfræðideild, verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild. Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir er fyrst til að ljúka doktorsprófi frá íþróttafræðideild HR. Hún tekur hér við skírteini sínu frá dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur deildarforseta.HR „Réttindi sem einn nýtur minnka ekki þó annar njóti þess sama, þekking minnkar ekki þó fleiri hafi hana, velferð er þeim mun sterkari þegar hún nær til stærri hluta samfélagsins og öll vitum við að vinátta og gleði eru smitandi en ekki auðlind sem klárast. Og í jafn litlu þjóðfélagi og okkar, er reyndin sú – líka í atvinnulífi og pólitík – að aldan lyftir öllum! Svo sannarlega er enginn annars bróðir í leik – en samfélagið okkar verður því sterkara sem fleirum gengur vel í því sem þeir leggja áherslu á,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, í ræðu sinni. „Auðvitað keppa háskólarnir hér á landi sín á milli, en í stóra samhenginu gera allir sér grein fyrir því að það er lykilatriði fyrir Ísland að háskólastarf hér – menntun fólks eins og ykkar, sköpun nýrrar þekkingar, nýsköpunarstarfsemi og miðlun þekkingar út í opinbera umræðu – gangi sem allra best alls staðar.“ Útskriftarnemendur með skírteini sín.HR Útskriftarnemarnir Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir og Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson héldu ræður fyrir hönd nemenda. Háskólakórinn tók einnig lagið auk þess sem Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festis og stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands sagði nokkur orð. Viðskiptaráð er einn af eigendum og stofnendum skólans. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram eftirfarandi: 326 nemendur útskrifuðust frá tæknisviði, 225 karlar og 101 kona. Af öllum deildum skólans útskrifuðust flestir frá verkfræðideild, eða alls 143. 95 luku grunnnámi frá deildinni og 43 útskrifuðust úr meistaranámi. 142 nemendur útskrifuðust frá tölvunarfræðideild. 119 útskrifuðust úr grunnnámi og 12 úr meistaranámi. Frá tæknifræðideild útskrifaðist 41 nemandi og luku þeir allir grunnnámi. 371 nemandi útskrifaðist frá samfélagssviði, 160 karlar og 211 konur. Alls útskrifuðust 48 frá íþróttafræðideild. 27 luku grunnnámi og 20 meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 90 nemendur. 47 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá deildinni og 43 úr meistaranámi. Frá sálfræðideild útskrifuðust 100 nemendur. 67 útskrifuðust úr grunnnámi og 33 luku meistaranámi. 133 nemendur útskrifuðust frá viðskipta- og hagfræðideild. 82 útskrifuðust úr grunnnámi og 16 úr meistaranámi. Háskólar Dúxar Skóla- og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Af 697 útskriftarnemum Háskólans í Reykjavík voru 312 konur og 385 karlar. Flestir voru að ljúka í verkfræðideild skólans eða 143 nemendur, þar af 95 sem luku grunnnámi og 43 úr meistaranámi. Alls nítján manns luku doktorsprófi, þar á meðal var fyrsti nemandinn til að ljúka doktorsprófi úr íþróttafræði, Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir. Hinir nemendurnir luku doktorsprófi frá tölvunarfræðideild, verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild. Dr. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir er fyrst til að ljúka doktorsprófi frá íþróttafræðideild HR. Hún tekur hér við skírteini sínu frá dr. Hafrúnu Kristjánsdóttur deildarforseta.HR „Réttindi sem einn nýtur minnka ekki þó annar njóti þess sama, þekking minnkar ekki þó fleiri hafi hana, velferð er þeim mun sterkari þegar hún nær til stærri hluta samfélagsins og öll vitum við að vinátta og gleði eru smitandi en ekki auðlind sem klárast. Og í jafn litlu þjóðfélagi og okkar, er reyndin sú – líka í atvinnulífi og pólitík – að aldan lyftir öllum! Svo sannarlega er enginn annars bróðir í leik – en samfélagið okkar verður því sterkara sem fleirum gengur vel í því sem þeir leggja áherslu á,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, í ræðu sinni. „Auðvitað keppa háskólarnir hér á landi sín á milli, en í stóra samhenginu gera allir sér grein fyrir því að það er lykilatriði fyrir Ísland að háskólastarf hér – menntun fólks eins og ykkar, sköpun nýrrar þekkingar, nýsköpunarstarfsemi og miðlun þekkingar út í opinbera umræðu – gangi sem allra best alls staðar.“ Útskriftarnemendur með skírteini sín.HR Útskriftarnemarnir Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir og Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson héldu ræður fyrir hönd nemenda. Háskólakórinn tók einnig lagið auk þess sem Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festis og stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands sagði nokkur orð. Viðskiptaráð er einn af eigendum og stofnendum skólans. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram eftirfarandi: 326 nemendur útskrifuðust frá tæknisviði, 225 karlar og 101 kona. Af öllum deildum skólans útskrifuðust flestir frá verkfræðideild, eða alls 143. 95 luku grunnnámi frá deildinni og 43 útskrifuðust úr meistaranámi. 142 nemendur útskrifuðust frá tölvunarfræðideild. 119 útskrifuðust úr grunnnámi og 12 úr meistaranámi. Frá tæknifræðideild útskrifaðist 41 nemandi og luku þeir allir grunnnámi. 371 nemandi útskrifaðist frá samfélagssviði, 160 karlar og 211 konur. Alls útskrifuðust 48 frá íþróttafræðideild. 27 luku grunnnámi og 20 meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 90 nemendur. 47 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá deildinni og 43 úr meistaranámi. Frá sálfræðideild útskrifuðust 100 nemendur. 67 útskrifuðust úr grunnnámi og 33 luku meistaranámi. 133 nemendur útskrifuðust frá viðskipta- og hagfræðideild. 82 útskrifuðust úr grunnnámi og 16 úr meistaranámi.
Í tilkynningu frá skólanum kemur fram eftirfarandi: 326 nemendur útskrifuðust frá tæknisviði, 225 karlar og 101 kona. Af öllum deildum skólans útskrifuðust flestir frá verkfræðideild, eða alls 143. 95 luku grunnnámi frá deildinni og 43 útskrifuðust úr meistaranámi. 142 nemendur útskrifuðust frá tölvunarfræðideild. 119 útskrifuðust úr grunnnámi og 12 úr meistaranámi. Frá tæknifræðideild útskrifaðist 41 nemandi og luku þeir allir grunnnámi. 371 nemandi útskrifaðist frá samfélagssviði, 160 karlar og 211 konur. Alls útskrifuðust 48 frá íþróttafræðideild. 27 luku grunnnámi og 20 meistaranámi. Frá lagadeild útskrifuðust 90 nemendur. 47 nemendur útskrifuðust úr grunnnámi frá deildinni og 43 úr meistaranámi. Frá sálfræðideild útskrifuðust 100 nemendur. 67 útskrifuðust úr grunnnámi og 33 luku meistaranámi. 133 nemendur útskrifuðust frá viðskipta- og hagfræðideild. 82 útskrifuðust úr grunnnámi og 16 úr meistaranámi.
Háskólar Dúxar Skóla- og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira