„Skömmin þín“ Jokka G. Birnudóttir skrifar 23. júní 2025 09:32 Að bera skömm alla sína ævi er þungur baggi. Það er eitt af aðal einkennum þess að lenda í ofbeldi sem barn er skömm. Skömmin er lúmskt fyrirbæri sem lúrir í undirmeðvitundinni án þess að láta bera mikið á sér. Hún læðist fram við ólíklegustu aðstæður og heggur í sálina. „Þú ert ekki nógu dugleg/ur að lesa” skömmin hlær og minnir þig á þessa setningu alla ævi „Þú hefur þyngst”, skömmin skrifar þessa setningu í líkamann og minnir þig á í hvert sinn er þú lítur í spegil „Heimilið þitt er ekki nógu fínt” , skömmin sér til þess að þú þurrkar af daglega og afsakar þig í hvert sinn er einhver vogar sér að líta inn í kaffi, rétt eins og þú eigir að hafa húsið þitt eins og Ikea bækling Þú reynir að ná stjórn á lífinu, aðstæðum í kringum þig og reynir að sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis sem lýsir sér stundum sem meðvirkni, og eða stjórnsemi.Því meðan þú hefur stjórn, þá getur enginn séð hversu “stór” mistök þú ert. Skömmin á það líka til láta þig upplifa þú sért fyrir, þú passir ekki inn í kassann sem flestir aðrir virðast vera í. Vera ekki partur af heildinni, manneskjan er hjarðdýr sem vill tilheyra samfélagi, en skömmin sér til þess að þú upplifir þig oft hornreka í lífinu. Hún jafnvel fær þig til að gefast upp á verkefnum, námi, vinnu því hún lemur þig niður fyrir minnsta smáatriði. Út á við virkar það líkt og þú “nennir” ekki að klára verkefnin en inn á við verður lífið stundum þér um megn, þá er betra að hætta bara. Svona heldur þetta áfram, skömmin nagar þig og meðan þú veist ekki hvaðan hún kemur fær hún frið til að vaxa líkt og arfi í beði. Skömm er þung, erfið og fær þig til að efast um hvert einasta spor sem þú tekur í lífinu, þú jafnvel setur ábyrgðina á aðra í kringum þig. „Hvað finnst þér ég eigi að mennta mig í?, á ég að fara til vinstri eða hægri?” Ef þú tekur sjálfstæða ákvörðun þarftu að fara marga hringi og spyrja alla í kringum þig áður en þú tekur hana, og ef einhver er ekki sammála þér upplifir þú hafir gert misök. Öll litlu mistökin sem allir gera í lífinu verða helmingi stærri , flestir gera mistök , læra af þeim og halda áfram. Skömmin sér til þess þú manst þau öll. “Manstu þegar þú helltir kaffi yfir nýja hvíta dúkinn í veislunni? Manstu þegar þú sagðir þetta og allir hlógu að þér? Manstu, manstu, manstu?” Já þú manst, og skömmin hellist yfir þig líkt og heit sósa yfir steik. Þú manst. Það er æfing að losa sig við skömm, það er að ná meðvitund og gera sér grein fyrir hvaðan hún kemur, og hún er ekki þín. Skömmin á ekki heima hjá þér, hún á heima þar sem hún varð til, hjá þeim sem beittu ofbeldinu, ekki þeim sem varð fyrir því. Fyrsta skrefið er að átta sig á henni, uppræta hana, senda hana þangað sem hún á heima. Læra að þú sért nóg, að þú sért jafn mikilvæg manneskja og allir hinir, læra að lífið er fallegt ferðalag þar sem þú þarft ekki að bera þig saman við aðra, heldur er þetta þitt líf, þín leið. Síðast en alls ekki síst, þú átt allt gott skilið. Höfundur vinnur með þolendum ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Jokka G. Birnudóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Að bera skömm alla sína ævi er þungur baggi. Það er eitt af aðal einkennum þess að lenda í ofbeldi sem barn er skömm. Skömmin er lúmskt fyrirbæri sem lúrir í undirmeðvitundinni án þess að láta bera mikið á sér. Hún læðist fram við ólíklegustu aðstæður og heggur í sálina. „Þú ert ekki nógu dugleg/ur að lesa” skömmin hlær og minnir þig á þessa setningu alla ævi „Þú hefur þyngst”, skömmin skrifar þessa setningu í líkamann og minnir þig á í hvert sinn er þú lítur í spegil „Heimilið þitt er ekki nógu fínt” , skömmin sér til þess að þú þurrkar af daglega og afsakar þig í hvert sinn er einhver vogar sér að líta inn í kaffi, rétt eins og þú eigir að hafa húsið þitt eins og Ikea bækling Þú reynir að ná stjórn á lífinu, aðstæðum í kringum þig og reynir að sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis sem lýsir sér stundum sem meðvirkni, og eða stjórnsemi.Því meðan þú hefur stjórn, þá getur enginn séð hversu “stór” mistök þú ert. Skömmin á það líka til láta þig upplifa þú sért fyrir, þú passir ekki inn í kassann sem flestir aðrir virðast vera í. Vera ekki partur af heildinni, manneskjan er hjarðdýr sem vill tilheyra samfélagi, en skömmin sér til þess að þú upplifir þig oft hornreka í lífinu. Hún jafnvel fær þig til að gefast upp á verkefnum, námi, vinnu því hún lemur þig niður fyrir minnsta smáatriði. Út á við virkar það líkt og þú “nennir” ekki að klára verkefnin en inn á við verður lífið stundum þér um megn, þá er betra að hætta bara. Svona heldur þetta áfram, skömmin nagar þig og meðan þú veist ekki hvaðan hún kemur fær hún frið til að vaxa líkt og arfi í beði. Skömm er þung, erfið og fær þig til að efast um hvert einasta spor sem þú tekur í lífinu, þú jafnvel setur ábyrgðina á aðra í kringum þig. „Hvað finnst þér ég eigi að mennta mig í?, á ég að fara til vinstri eða hægri?” Ef þú tekur sjálfstæða ákvörðun þarftu að fara marga hringi og spyrja alla í kringum þig áður en þú tekur hana, og ef einhver er ekki sammála þér upplifir þú hafir gert misök. Öll litlu mistökin sem allir gera í lífinu verða helmingi stærri , flestir gera mistök , læra af þeim og halda áfram. Skömmin sér til þess þú manst þau öll. “Manstu þegar þú helltir kaffi yfir nýja hvíta dúkinn í veislunni? Manstu þegar þú sagðir þetta og allir hlógu að þér? Manstu, manstu, manstu?” Já þú manst, og skömmin hellist yfir þig líkt og heit sósa yfir steik. Þú manst. Það er æfing að losa sig við skömm, það er að ná meðvitund og gera sér grein fyrir hvaðan hún kemur, og hún er ekki þín. Skömmin á ekki heima hjá þér, hún á heima þar sem hún varð til, hjá þeim sem beittu ofbeldinu, ekki þeim sem varð fyrir því. Fyrsta skrefið er að átta sig á henni, uppræta hana, senda hana þangað sem hún á heima. Læra að þú sért nóg, að þú sért jafn mikilvæg manneskja og allir hinir, læra að lífið er fallegt ferðalag þar sem þú þarft ekki að bera þig saman við aðra, heldur er þetta þitt líf, þín leið. Síðast en alls ekki síst, þú átt allt gott skilið. Höfundur vinnur með þolendum ofbeldis.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun