Grunar að fjárheimildir ætlaðar þjónustu hafi farið í launakostnað Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2025 12:46 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar. Vísir/Anton Brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að fjármála- og efnahagsráðuneytið vinni skýrslu sem leiðir í ljós hvort fjárheimildir sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi farið í launahækkanir ríkisstarfsmanna, umfram forsendur fjárlaga. Beiðni átta þingmanna Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðherra um launaþróun hjá hinu opinbera er á dagskrá Alþingis í dag. Beiðnin er í átta liðum og í henni er meðal annars beðið um umsamdar launahækkanir ríkisstarfsmanna og forsendur fjárlaga varðandi launaþróun árin 2014-2024 og hver áhrif styttingar vinnuvikunnar hjá þrjátíu stærstu ríkisaðilunum voru. Tíð umræða Í samtali við fréttastofu segir Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti flutningsmaður beiðninnar að mikilvægt sé að skoða tengsl fjárheimilda og raunverulegra launaútgjalda hjá hinu opinbera. „Grunsemdir okkar eru að það hafi farið meira í launakostnað frá ríkinu en fjárheimildir í fjárlögum gera ráð fyrir. Og þannig hefur það bitnað á öðrum verkefnum hjá ríkinu,“ segir Njáll Trausti, en hann hefur stóra hluta þingsetu sinnar setið í fjárlaganefnd. Hann segir launakostnað opinberra starfsmanna þekkt umræðuefni síðustu misseri og því sé hann að reyna að draga fram eftirlitshlutverk þingsins í þeim málum. „Þetta er tilfinning sem við erum með, og þá þurfum við að fá það fram ef svo er en annars ekki. Það er nauðsynlegt að gefa gleggri mynd af þessari stöðu.“ Launahækkanir virðist umfram heimildir Í greinargerð með beiðninni segir að sérstaklega sé mikilvægt að kanna hvort og þá hvernig forstöðumenn ríkisstofnana hafa haft svigrúm til að semja um launahækkanir umfram þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í fjárlögum hvers árs. „Það virðist sem hluti nýrra fjárheimilda sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi leitt til launahækkana umfram forsendur fjárlaga án þess að Alþingi hafi tekið slíka ákvörðun,“ Njáll Trausti á ekki von á löngum umræðum um málið, sjaldgæft sé að skýrslubeiðni sé hafnað. Hann reiknar með að skýrslan verði tilbúin með haustinu. „Ég átta mig á því að þetta er mjög stór beiðni en það er heilbrigt að taka þetta saman í tengslum við ríkisfjármálin.“ Skaðleg áhrif á verðbólgu Þá segir í greinargerð að skýrslan muni vonandi veita betri innsýn í hversu stór hluti nýrra fjárheimilda ríkisaðila hafi runnið í launahækkanir frekar en til eflingar þjónustu eða nýrra verkefna. „Það hefur lengi verið umræða um að hið opinbera hafi dregið áfram launahækkanir, sem getur haft skaðleg áhrif á verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika í landinu. Þannig að þetta er mjög stórt og mikilvægt mál, grunnmál í tengslum við ríkisfjármálin,“ segir Njáll Trausti. Ásamt honum fara Diljá Mist Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur Adolfsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir beiðninni. Málið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnum á þingfundi dagsins sem hefst klukkan þrjú. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Beiðni átta þingmanna Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðherra um launaþróun hjá hinu opinbera er á dagskrá Alþingis í dag. Beiðnin er í átta liðum og í henni er meðal annars beðið um umsamdar launahækkanir ríkisstarfsmanna og forsendur fjárlaga varðandi launaþróun árin 2014-2024 og hver áhrif styttingar vinnuvikunnar hjá þrjátíu stærstu ríkisaðilunum voru. Tíð umræða Í samtali við fréttastofu segir Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti flutningsmaður beiðninnar að mikilvægt sé að skoða tengsl fjárheimilda og raunverulegra launaútgjalda hjá hinu opinbera. „Grunsemdir okkar eru að það hafi farið meira í launakostnað frá ríkinu en fjárheimildir í fjárlögum gera ráð fyrir. Og þannig hefur það bitnað á öðrum verkefnum hjá ríkinu,“ segir Njáll Trausti, en hann hefur stóra hluta þingsetu sinnar setið í fjárlaganefnd. Hann segir launakostnað opinberra starfsmanna þekkt umræðuefni síðustu misseri og því sé hann að reyna að draga fram eftirlitshlutverk þingsins í þeim málum. „Þetta er tilfinning sem við erum með, og þá þurfum við að fá það fram ef svo er en annars ekki. Það er nauðsynlegt að gefa gleggri mynd af þessari stöðu.“ Launahækkanir virðist umfram heimildir Í greinargerð með beiðninni segir að sérstaklega sé mikilvægt að kanna hvort og þá hvernig forstöðumenn ríkisstofnana hafa haft svigrúm til að semja um launahækkanir umfram þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í fjárlögum hvers árs. „Það virðist sem hluti nýrra fjárheimilda sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi leitt til launahækkana umfram forsendur fjárlaga án þess að Alþingi hafi tekið slíka ákvörðun,“ Njáll Trausti á ekki von á löngum umræðum um málið, sjaldgæft sé að skýrslubeiðni sé hafnað. Hann reiknar með að skýrslan verði tilbúin með haustinu. „Ég átta mig á því að þetta er mjög stór beiðni en það er heilbrigt að taka þetta saman í tengslum við ríkisfjármálin.“ Skaðleg áhrif á verðbólgu Þá segir í greinargerð að skýrslan muni vonandi veita betri innsýn í hversu stór hluti nýrra fjárheimilda ríkisaðila hafi runnið í launahækkanir frekar en til eflingar þjónustu eða nýrra verkefna. „Það hefur lengi verið umræða um að hið opinbera hafi dregið áfram launahækkanir, sem getur haft skaðleg áhrif á verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika í landinu. Þannig að þetta er mjög stórt og mikilvægt mál, grunnmál í tengslum við ríkisfjármálin,“ segir Njáll Trausti. Ásamt honum fara Diljá Mist Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur Adolfsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir beiðninni. Málið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnum á þingfundi dagsins sem hefst klukkan þrjú.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira