Grunar að fjárheimildir ætlaðar þjónustu hafi farið í launakostnað Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2025 12:46 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar. Vísir/Anton Brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að fjármála- og efnahagsráðuneytið vinni skýrslu sem leiðir í ljós hvort fjárheimildir sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi farið í launahækkanir ríkisstarfsmanna, umfram forsendur fjárlaga. Beiðni átta þingmanna Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðherra um launaþróun hjá hinu opinbera er á dagskrá Alþingis í dag. Beiðnin er í átta liðum og í henni er meðal annars beðið um umsamdar launahækkanir ríkisstarfsmanna og forsendur fjárlaga varðandi launaþróun árin 2014-2024 og hver áhrif styttingar vinnuvikunnar hjá þrjátíu stærstu ríkisaðilunum voru. Tíð umræða Í samtali við fréttastofu segir Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti flutningsmaður beiðninnar að mikilvægt sé að skoða tengsl fjárheimilda og raunverulegra launaútgjalda hjá hinu opinbera. „Grunsemdir okkar eru að það hafi farið meira í launakostnað frá ríkinu en fjárheimildir í fjárlögum gera ráð fyrir. Og þannig hefur það bitnað á öðrum verkefnum hjá ríkinu,“ segir Njáll Trausti, en hann hefur stóra hluta þingsetu sinnar setið í fjárlaganefnd. Hann segir launakostnað opinberra starfsmanna þekkt umræðuefni síðustu misseri og því sé hann að reyna að draga fram eftirlitshlutverk þingsins í þeim málum. „Þetta er tilfinning sem við erum með, og þá þurfum við að fá það fram ef svo er en annars ekki. Það er nauðsynlegt að gefa gleggri mynd af þessari stöðu.“ Launahækkanir virðist umfram heimildir Í greinargerð með beiðninni segir að sérstaklega sé mikilvægt að kanna hvort og þá hvernig forstöðumenn ríkisstofnana hafa haft svigrúm til að semja um launahækkanir umfram þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í fjárlögum hvers árs. „Það virðist sem hluti nýrra fjárheimilda sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi leitt til launahækkana umfram forsendur fjárlaga án þess að Alþingi hafi tekið slíka ákvörðun,“ Njáll Trausti á ekki von á löngum umræðum um málið, sjaldgæft sé að skýrslubeiðni sé hafnað. Hann reiknar með að skýrslan verði tilbúin með haustinu. „Ég átta mig á því að þetta er mjög stór beiðni en það er heilbrigt að taka þetta saman í tengslum við ríkisfjármálin.“ Skaðleg áhrif á verðbólgu Þá segir í greinargerð að skýrslan muni vonandi veita betri innsýn í hversu stór hluti nýrra fjárheimilda ríkisaðila hafi runnið í launahækkanir frekar en til eflingar þjónustu eða nýrra verkefna. „Það hefur lengi verið umræða um að hið opinbera hafi dregið áfram launahækkanir, sem getur haft skaðleg áhrif á verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika í landinu. Þannig að þetta er mjög stórt og mikilvægt mál, grunnmál í tengslum við ríkisfjármálin,“ segir Njáll Trausti. Ásamt honum fara Diljá Mist Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur Adolfsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir beiðninni. Málið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnum á þingfundi dagsins sem hefst klukkan þrjú. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Beiðni átta þingmanna Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðherra um launaþróun hjá hinu opinbera er á dagskrá Alþingis í dag. Beiðnin er í átta liðum og í henni er meðal annars beðið um umsamdar launahækkanir ríkisstarfsmanna og forsendur fjárlaga varðandi launaþróun árin 2014-2024 og hver áhrif styttingar vinnuvikunnar hjá þrjátíu stærstu ríkisaðilunum voru. Tíð umræða Í samtali við fréttastofu segir Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti flutningsmaður beiðninnar að mikilvægt sé að skoða tengsl fjárheimilda og raunverulegra launaútgjalda hjá hinu opinbera. „Grunsemdir okkar eru að það hafi farið meira í launakostnað frá ríkinu en fjárheimildir í fjárlögum gera ráð fyrir. Og þannig hefur það bitnað á öðrum verkefnum hjá ríkinu,“ segir Njáll Trausti, en hann hefur stóra hluta þingsetu sinnar setið í fjárlaganefnd. Hann segir launakostnað opinberra starfsmanna þekkt umræðuefni síðustu misseri og því sé hann að reyna að draga fram eftirlitshlutverk þingsins í þeim málum. „Þetta er tilfinning sem við erum með, og þá þurfum við að fá það fram ef svo er en annars ekki. Það er nauðsynlegt að gefa gleggri mynd af þessari stöðu.“ Launahækkanir virðist umfram heimildir Í greinargerð með beiðninni segir að sérstaklega sé mikilvægt að kanna hvort og þá hvernig forstöðumenn ríkisstofnana hafa haft svigrúm til að semja um launahækkanir umfram þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í fjárlögum hvers árs. „Það virðist sem hluti nýrra fjárheimilda sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi leitt til launahækkana umfram forsendur fjárlaga án þess að Alþingi hafi tekið slíka ákvörðun,“ Njáll Trausti á ekki von á löngum umræðum um málið, sjaldgæft sé að skýrslubeiðni sé hafnað. Hann reiknar með að skýrslan verði tilbúin með haustinu. „Ég átta mig á því að þetta er mjög stór beiðni en það er heilbrigt að taka þetta saman í tengslum við ríkisfjármálin.“ Skaðleg áhrif á verðbólgu Þá segir í greinargerð að skýrslan muni vonandi veita betri innsýn í hversu stór hluti nýrra fjárheimilda ríkisaðila hafi runnið í launahækkanir frekar en til eflingar þjónustu eða nýrra verkefna. „Það hefur lengi verið umræða um að hið opinbera hafi dregið áfram launahækkanir, sem getur haft skaðleg áhrif á verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika í landinu. Þannig að þetta er mjög stórt og mikilvægt mál, grunnmál í tengslum við ríkisfjármálin,“ segir Njáll Trausti. Ásamt honum fara Diljá Mist Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur Adolfsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir beiðninni. Málið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnum á þingfundi dagsins sem hefst klukkan þrjú.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira