Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 23:32 Jalen Williams var mjög glaður á blaðamannafundi eftir sigur Oklahoma City Thunder í úrslitaleiknum um NBA titilinn. Getty/Justin Ford Ef það er einhver tímann tímapunktur til að taka tappa úr flösku þá er það þegar þú verður NBA meistari í körfubolta. Jalen Williams átti mjög flott tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu og átti líka mikinn þátt í fyrsta NBA meistaratitli liðsins. Williams, sem er kallaður J-Dub, skoraði 40 stig í einum leikjanna í úrslitaeinvíginu og endaði með 23,6 stig, 5,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar í leik í leikjum sex á móti Indiana Pacers. Williams er nýorðinn 24 ára gamall og er frá Denver í Colarado fylki. Hann er á sínu þriðja tímabili en var valinn númer tólf í nýliðavalinu 2022 eftir að hafa spilað í þrjú ár með Santa Clara háskólanum. Eftir leikinn sagði hann blaðamönnum frá því að hann hefði smakkað áfengi í fyrsta sinn á ævinni eftir sigurinn í oddaleiknum. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig Williams grínaðist með það að hann mundi eiginlega ekkert eftir fjörinu í klefanum. „Þetta er eiginlega allt í móðu. Ég var nefnilega að fá minn fyrsta drykk á ævinni og er bara að vinna úr því,“ sagði Jalen Williams hlæjandi. Williams hefur augljóslega lagt allt sitt í það að vera góður í körfubolta og vinnusemi hans er áberandi í tölfræði hans á ferlinum. Hann hefur hækkað stigaskor sitt á hverju ári, skoraði 14,1 stig í leik fyrsta tímabilið, 19,1 stig í leik í fyrra og í vetur skoraði hann 21,6 stig í leik. Hann hefur einnig hækkað stoðsendingarnar sínar á hverju tímabili, en þær fóru úr 3,3 í leik í 4,5 í leik og voru síðan 5,1 í leik í vetur. Williams var ekki sá eini í liðinu sem var reynslulítill í meðferð áfengis. Hann og liðsfélagarnir áttu í miklum vandræðum með að opna kampavínsflöskurnar fyrir fögnuðinn inn í klefa. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Jalen Williams átti mjög flott tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu og átti líka mikinn þátt í fyrsta NBA meistaratitli liðsins. Williams, sem er kallaður J-Dub, skoraði 40 stig í einum leikjanna í úrslitaeinvíginu og endaði með 23,6 stig, 5,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar í leik í leikjum sex á móti Indiana Pacers. Williams er nýorðinn 24 ára gamall og er frá Denver í Colarado fylki. Hann er á sínu þriðja tímabili en var valinn númer tólf í nýliðavalinu 2022 eftir að hafa spilað í þrjú ár með Santa Clara háskólanum. Eftir leikinn sagði hann blaðamönnum frá því að hann hefði smakkað áfengi í fyrsta sinn á ævinni eftir sigurinn í oddaleiknum. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig Williams grínaðist með það að hann mundi eiginlega ekkert eftir fjörinu í klefanum. „Þetta er eiginlega allt í móðu. Ég var nefnilega að fá minn fyrsta drykk á ævinni og er bara að vinna úr því,“ sagði Jalen Williams hlæjandi. Williams hefur augljóslega lagt allt sitt í það að vera góður í körfubolta og vinnusemi hans er áberandi í tölfræði hans á ferlinum. Hann hefur hækkað stigaskor sitt á hverju ári, skoraði 14,1 stig í leik fyrsta tímabilið, 19,1 stig í leik í fyrra og í vetur skoraði hann 21,6 stig í leik. Hann hefur einnig hækkað stoðsendingarnar sínar á hverju tímabili, en þær fóru úr 3,3 í leik í 4,5 í leik og voru síðan 5,1 í leik í vetur. Williams var ekki sá eini í liðinu sem var reynslulítill í meðferð áfengis. Hann og liðsfélagarnir áttu í miklum vandræðum með að opna kampavínsflöskurnar fyrir fögnuðinn inn í klefa. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira