Diddy ætlar ekki að bera vitni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 08:40 Teikning af Sean „Diddy“ Combs í dómsal. AP Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. Combs var handtekinn í september á síðasta ári og hefur hann verði í gæsluvarðhaldi síðan á meðan réttað er yfir honum. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Á þeim sjö vikum sem málið hefur staðið yfir hafa 34 einstaklingar borið vitni í málinu. Þar á meðal eru meint fórnarlömb, fylgdarkonur, lögreglufulltrúar og aðstoðarmenn hans. Lykilvitni sækjenda var Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta rapparans, sem lýsti hvernig Combs hefði notað áhrif sín í tónlistarbransanum til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Sjá nánar: Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá nánar: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Einnig hefur fyrrverandi aðstoðarkona Combs borið vitni undir dulnefninu „Mia.“ Hún segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil. Ber sjálfur ekki vitni Saksóknarar alríkisstjórnarinnar í New York sem höfða málið gegn Combs luku málflutningi sínum í gær. Þá var komið að verjendum rapparans en þeir tóku þá ákvörðun að ekki kalla til vitni. Combs ætlar sjálfur ekki að bera vitni. „Það er algjörlega mín ákvörðun, en ég tók hana í samráði við lögfræðingana mína,“ sagði hann. Í staðinn ætla lögfræðingar rapparans leggja fram sönnunargögn í málinu. Talið er að lokaræður saksóknara og verjenda verði fluttar á fimmtudag. Gangi allt eins og það á að ganga hefst umhugsunartími kviðdómsins á mánudag að því er segir í frétt NBC. Rapparinn á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsisdóm, verði hann fundinn sekur. Ye lét sjá sig í dómssal Ýmsir frægir einstaklingar hafa verið viðriðnir málið. Sögusagnir voru um að rapparinn hefði brotið kynferðislega á poppstjörnunni Justin Bieber eftir að myndbandsupptaka frá árinu 2009 fékk athygli. Þar er Bieber fimmtán ára gamall og er Combs að sýna honum meðal annars Lamborghini-bíl og talar um að gefa stjörnunni hann. Talsmaður Biebers gaf út yfirlýsingu þar sem segir að Biber hafi ekki verið meðal þeirra sem saka Combs um kynferðisbrot. Söngvarinn viðurkenni alvarleika málsins og leggi áherslu á að athyglin ætti að beinast að þeim sem raunverulega urðu fyrir skaða. Þá lét rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, sjá sig í dómsal fyrr í vikunni til að sýna Combs stuðning sinn. Aðspurður hvort hann væri þarna til að styðja Combs svaraði hann því játandi samkvæmt VG. Kanye hefur ítrekað verið umfjöllunarefni fjölmiðla þar sem hann lýsir yfir stuðningi sínum við hugmyndafræði nasista. Sjá nánar: Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Combs var handtekinn í september á síðasta ári og hefur hann verði í gæsluvarðhaldi síðan á meðan réttað er yfir honum. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Á þeim sjö vikum sem málið hefur staðið yfir hafa 34 einstaklingar borið vitni í málinu. Þar á meðal eru meint fórnarlömb, fylgdarkonur, lögreglufulltrúar og aðstoðarmenn hans. Lykilvitni sækjenda var Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta rapparans, sem lýsti hvernig Combs hefði notað áhrif sín í tónlistarbransanum til að nánast gera fólk að kynlífsdúkkum. Sjá nánar: Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá nánar: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Einnig hefur fyrrverandi aðstoðarkona Combs borið vitni undir dulnefninu „Mia.“ Hún segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil. Ber sjálfur ekki vitni Saksóknarar alríkisstjórnarinnar í New York sem höfða málið gegn Combs luku málflutningi sínum í gær. Þá var komið að verjendum rapparans en þeir tóku þá ákvörðun að ekki kalla til vitni. Combs ætlar sjálfur ekki að bera vitni. „Það er algjörlega mín ákvörðun, en ég tók hana í samráði við lögfræðingana mína,“ sagði hann. Í staðinn ætla lögfræðingar rapparans leggja fram sönnunargögn í málinu. Talið er að lokaræður saksóknara og verjenda verði fluttar á fimmtudag. Gangi allt eins og það á að ganga hefst umhugsunartími kviðdómsins á mánudag að því er segir í frétt NBC. Rapparinn á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsisdóm, verði hann fundinn sekur. Ye lét sjá sig í dómssal Ýmsir frægir einstaklingar hafa verið viðriðnir málið. Sögusagnir voru um að rapparinn hefði brotið kynferðislega á poppstjörnunni Justin Bieber eftir að myndbandsupptaka frá árinu 2009 fékk athygli. Þar er Bieber fimmtán ára gamall og er Combs að sýna honum meðal annars Lamborghini-bíl og talar um að gefa stjörnunni hann. Talsmaður Biebers gaf út yfirlýsingu þar sem segir að Biber hafi ekki verið meðal þeirra sem saka Combs um kynferðisbrot. Söngvarinn viðurkenni alvarleika málsins og leggi áherslu á að athyglin ætti að beinast að þeim sem raunverulega urðu fyrir skaða. Þá lét rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, sjá sig í dómsal fyrr í vikunni til að sýna Combs stuðning sinn. Aðspurður hvort hann væri þarna til að styðja Combs svaraði hann því játandi samkvæmt VG. Kanye hefur ítrekað verið umfjöllunarefni fjölmiðla þar sem hann lýsir yfir stuðningi sínum við hugmyndafræði nasista. Sjá nánar: Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira