Risa skandall þar sem sænskur maður hagræðir fótboltaleikjum Haraldur Örn Haraldsson skrifar 24. júní 2025 10:32 Lögreglan í Svíþjóð er að rannsaka fjármálsbrot þar sem hagræðing úrslita í fótbolta er meðal brotanna. Getty/Vísir Sænski fjölmiðillinn Fotbollskanalen greindi nú í morgun frá skandal í fótboltaheiminum þar sem um hagræðingu úrslita var að ræða, bæði í Svíþjóð og víðar. Fyrir nokkrum árum gerði lögreglan í Svíþjóð, farsíma upptækan sem innihélt mikið af upplýsingum varðandi hagræðingu úrslita í Svíþjóð. Í símanum voru upplýsingar um svindl í fótboltanum, bæði í Svíðþjóð og alþjóðlega. Þrátt fyrir mikið af sönnunargögnum hefur sænska lögreglan enn ekki ákært neinn í málinu, og fram til dagsins í dag hefur það ekki verið opinbert hvaða upplýsingar má finna í símanum. Fotbollskanalen hefur komist í hluta af þessum upplýsingum og hefur greint frá því í dag. Þetta er mest megnis skilaboð á smáforritinu Telegram, þar sem Svíar hafa ýmist planað eða tekið þátt í hagræðingu úrslita. Einn maður er grunaður um stóra glæpi í málinu, meðal annars skattsvik, bókhaldssvik, peninga þvott og íbúaskráningarbrot. Þessi maður hefur áður verið yfirmaður í stórum félagsliðum í Svíþjóð. Maðurinn neitar sök, þrátt fyrir sterk sönnunargögn gegn honum. Í þeim skjölum sem Fotbollskanalen hefur fengið, hafa þeir fundið skilaboð sem vísa til minnsta kosti sjö leikja í sænskum fótbolta, þar sem plön um hagræðingu úrslita er að ræða. Auk þess má finna í þessum skilaboðum upplýsingar um leiki í Evrópudeild félagsliða, aðrar erlendar deildir og Þjóðadeildinni. Þá má einnig finna skilaboð hjá fólki sem segist hafa unnið veðmál út frá leikjum í Ensku Úrvalsdeildinni sem hafa verið hagrædd. Samtölin í símanum sýna fram á hvernig maðurinn byggði upp stórt netverk, sem leyfði honum að græða stórar summur af peningum. Í greininni má sjá mikið af samskiptunum sem áttu sér stað, en þau eru sláandi. Hér fyrir neðan má sjá þýðingu á einu slíku þar sem maðurinn, sem er grunaður talar um liðið sem hann stýrði sjálfur. „Ég á mitt eigið lið sem ég keypti, svo er ég að fara taka yfir annað lið. Best að bíða þar til þau spila (áður en hans tengiliðir veðja). Ómögulegt að tapa þar, ég er með alla ellefu leikmennina, þetta eru starfsmennirnir mínir,“ segir maðurinn við sína tengiliði. Hann gefur mönnum ráð um hvaða leikir eru hagræddir og hvað á að veðja á. „Ég hef fulla stjórn á mínu liði. Stjórnin er bara nöfn. Þau eru öll ég. Í allri Svíþjóð er ég líkast til eini sem stýrir liði svona algjörlega í þessari deild.“ Maðurinn er enn starfandi hjá félaginu sem hann greinir frá. Þrátt fyrir að þessi skilaboð sé hluti af rannsókninni í hann, hefur hann ekki verið yfirheyrður um hagræðingu úrslita, og hann segist ekki kannast við þessi skilaboð. Þessi maður er aðeins hluti af stærri rannsókn hjá sænsku lögreglunni í fjárhagsglæpi. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Sjá meira
Fyrir nokkrum árum gerði lögreglan í Svíþjóð, farsíma upptækan sem innihélt mikið af upplýsingum varðandi hagræðingu úrslita í Svíþjóð. Í símanum voru upplýsingar um svindl í fótboltanum, bæði í Svíðþjóð og alþjóðlega. Þrátt fyrir mikið af sönnunargögnum hefur sænska lögreglan enn ekki ákært neinn í málinu, og fram til dagsins í dag hefur það ekki verið opinbert hvaða upplýsingar má finna í símanum. Fotbollskanalen hefur komist í hluta af þessum upplýsingum og hefur greint frá því í dag. Þetta er mest megnis skilaboð á smáforritinu Telegram, þar sem Svíar hafa ýmist planað eða tekið þátt í hagræðingu úrslita. Einn maður er grunaður um stóra glæpi í málinu, meðal annars skattsvik, bókhaldssvik, peninga þvott og íbúaskráningarbrot. Þessi maður hefur áður verið yfirmaður í stórum félagsliðum í Svíþjóð. Maðurinn neitar sök, þrátt fyrir sterk sönnunargögn gegn honum. Í þeim skjölum sem Fotbollskanalen hefur fengið, hafa þeir fundið skilaboð sem vísa til minnsta kosti sjö leikja í sænskum fótbolta, þar sem plön um hagræðingu úrslita er að ræða. Auk þess má finna í þessum skilaboðum upplýsingar um leiki í Evrópudeild félagsliða, aðrar erlendar deildir og Þjóðadeildinni. Þá má einnig finna skilaboð hjá fólki sem segist hafa unnið veðmál út frá leikjum í Ensku Úrvalsdeildinni sem hafa verið hagrædd. Samtölin í símanum sýna fram á hvernig maðurinn byggði upp stórt netverk, sem leyfði honum að græða stórar summur af peningum. Í greininni má sjá mikið af samskiptunum sem áttu sér stað, en þau eru sláandi. Hér fyrir neðan má sjá þýðingu á einu slíku þar sem maðurinn, sem er grunaður talar um liðið sem hann stýrði sjálfur. „Ég á mitt eigið lið sem ég keypti, svo er ég að fara taka yfir annað lið. Best að bíða þar til þau spila (áður en hans tengiliðir veðja). Ómögulegt að tapa þar, ég er með alla ellefu leikmennina, þetta eru starfsmennirnir mínir,“ segir maðurinn við sína tengiliði. Hann gefur mönnum ráð um hvaða leikir eru hagræddir og hvað á að veðja á. „Ég hef fulla stjórn á mínu liði. Stjórnin er bara nöfn. Þau eru öll ég. Í allri Svíþjóð er ég líkast til eini sem stýrir liði svona algjörlega í þessari deild.“ Maðurinn er enn starfandi hjá félaginu sem hann greinir frá. Þrátt fyrir að þessi skilaboð sé hluti af rannsókninni í hann, hefur hann ekki verið yfirheyrður um hagræðingu úrslita, og hann segist ekki kannast við þessi skilaboð. Þessi maður er aðeins hluti af stærri rannsókn hjá sænsku lögreglunni í fjárhagsglæpi.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn