Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Árni Sæberg skrifar 24. júní 2025 14:41 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. Fátt er meira rætt þessa dagana en frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á útreikningi álagningar veiðigjalda, sem leiða mun til hækkunar innheimtra veiðigjalda. Skoðanakannanafyrirtækið Maskína hefur nú tekið púlsinn á almenningi um málið þrjá mánuði í röð. Svokölluð þjóðgátt Maskínu var spurð eftirfarandi spurningar: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ertu frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum? Stuðningur sjö prósentum minni Samkvæmt nýjustu könnuninni eru 62 prósent almennings hlynnt frumvarpinu, fjórtán prósent í meðallagi hlynnt og 24 prósent andvíg. Sú könnun var framkvæmd dagana 20. til 24. júní og 975 tóku þátt. Í könnun sem framkvæmd var í maí sögðust 69 prósent svarenda hlynntir frumvarpinu, þrettán prósent í meðallagi og átján prósent andvíg. Þá var stuðningurinn í við meiri en í mars, þegar hugur þjóðarinnar til frumvarpsins var kannaður rétt eftir að það var kynnt. Þá voru 63 prósent hlynnt frumvarpinu, sextán prósent í meðallagi hlynnt og 22 prósent andvíg. Þekking nánast óbreytt Þrátt fyrir miklar umræður og umfjöllun um frumvarp atvinnuvegaráðherra virðist þekking almennings á innihaldi þess lítið hafa breyst milli mánaða. Svarendur voru einnig spurðir eftirfarandi spurningar: Þekkir þú fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum vel eða illa? Nú segjast 38 prósent þekkja frumvarpið vel, 37 prósent í meðallagi vel og 24 prósent illa. Í maí sögðust 38 prósent líka þekkja frumvarpið vel en aðeins færri sögðust þekkja það í meðallagi vel, 34 prósent, og fleiri illa, 28 prósent. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43 Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34 Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44 Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Fátt er meira rætt þessa dagana en frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á útreikningi álagningar veiðigjalda, sem leiða mun til hækkunar innheimtra veiðigjalda. Skoðanakannanafyrirtækið Maskína hefur nú tekið púlsinn á almenningi um málið þrjá mánuði í röð. Svokölluð þjóðgátt Maskínu var spurð eftirfarandi spurningar: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ertu frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum? Stuðningur sjö prósentum minni Samkvæmt nýjustu könnuninni eru 62 prósent almennings hlynnt frumvarpinu, fjórtán prósent í meðallagi hlynnt og 24 prósent andvíg. Sú könnun var framkvæmd dagana 20. til 24. júní og 975 tóku þátt. Í könnun sem framkvæmd var í maí sögðust 69 prósent svarenda hlynntir frumvarpinu, þrettán prósent í meðallagi og átján prósent andvíg. Þá var stuðningurinn í við meiri en í mars, þegar hugur þjóðarinnar til frumvarpsins var kannaður rétt eftir að það var kynnt. Þá voru 63 prósent hlynnt frumvarpinu, sextán prósent í meðallagi hlynnt og 22 prósent andvíg. Þekking nánast óbreytt Þrátt fyrir miklar umræður og umfjöllun um frumvarp atvinnuvegaráðherra virðist þekking almennings á innihaldi þess lítið hafa breyst milli mánaða. Svarendur voru einnig spurðir eftirfarandi spurningar: Þekkir þú fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum vel eða illa? Nú segjast 38 prósent þekkja frumvarpið vel, 37 prósent í meðallagi vel og 24 prósent illa. Í maí sögðust 38 prósent líka þekkja frumvarpið vel en aðeins færri sögðust þekkja það í meðallagi vel, 34 prósent, og fleiri illa, 28 prósent.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43 Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34 Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44 Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
„Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43
Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34
Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44
Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29