Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2025 22:02 Tyrese Haliburton liggur hér sárþjáður í gólfinu og skerir sér strax grein fyrir að hann sé alvarlega meiddur. Getty/Justin Ford Tyrese Haliburton hlaut hörmuleg örlög í oddaleiknum um NBA meistaratitilinn í körfubolta þegar hann sleit hásin í fyrsta leikhlutanum. Haliburton var algjör lykilmaður í liði Indiana Pacers og hann hafði líka byrjað leikinn frábærlega. Þá gaf hásinin sig í hægri fæti og það fór ekkert á milli að eitthvað alvarlegt hefði gerst þegar kappinn lá bölvandi og grátandi í gólfinu. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun að Haliburton hafi hreinlega spilað þennan leik. Hann hafði tognað á kálfa fyrr í einvíginu og hefði að öllu eðlilegu átti að hvíla alveg í nokkrar vikur. Haliburton missti hins vegar ekki úr leik og tók með því mikla áhættu með þessum hörmulegum afleiðingum. „Ég myndi gera þetta aftur og aftur og aftur eftir það. Ég mun alltaf berjast fyrir þessa borg og fyrir bræður mína,“ skrifaði Haliburton í tilfinningaþrunginni færslu á samfélasmiðlum. „Að hafa möguleika á því að gera eitthvað sérstakt,“ skrifaði Haliburton. Hann tognaði á kálfa í leik fimm og var tæpur fyrir leik sex. Þar spilaði hann aftur á móti mjög vel og var klár fyrir oddaleikinn. Það voru síðan aðeins liðnar sjö mínútur af úrslitaleiknum, og hann kominn með þrjá þrista, þegar það versta í stöðunni gerðist. Hásinin gaf sig. Haliburton var studdur af velli og faldi andlit sitt undir handklæðum. „Ég get eiginlega ekki líst því hversu mikil áfall þetta var. Það eru ekki til orðin til að lýsa sársaukanum sem fylgir þessum vonbrigðum. Gremjan er ómælanleg. Ég unnið alla ævi til að upplifa þessa stund og svo endar þetta þannig. Þetta er alveg út í hött,“ skrifaði Haliburton. Haliburton hefur þegar farið í aðgerðina og lofar því að koma sterkari til baka. Það er þó væntanlega ár í það og nánast öruggt að hann missi af öllu 2025-26 tímabilinu. View this post on Instagram A post shared by Tyrese Haliburton (@tyresehaliburton) NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Haliburton var algjör lykilmaður í liði Indiana Pacers og hann hafði líka byrjað leikinn frábærlega. Þá gaf hásinin sig í hægri fæti og það fór ekkert á milli að eitthvað alvarlegt hefði gerst þegar kappinn lá bölvandi og grátandi í gólfinu. Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun að Haliburton hafi hreinlega spilað þennan leik. Hann hafði tognað á kálfa fyrr í einvíginu og hefði að öllu eðlilegu átti að hvíla alveg í nokkrar vikur. Haliburton missti hins vegar ekki úr leik og tók með því mikla áhættu með þessum hörmulegum afleiðingum. „Ég myndi gera þetta aftur og aftur og aftur eftir það. Ég mun alltaf berjast fyrir þessa borg og fyrir bræður mína,“ skrifaði Haliburton í tilfinningaþrunginni færslu á samfélasmiðlum. „Að hafa möguleika á því að gera eitthvað sérstakt,“ skrifaði Haliburton. Hann tognaði á kálfa í leik fimm og var tæpur fyrir leik sex. Þar spilaði hann aftur á móti mjög vel og var klár fyrir oddaleikinn. Það voru síðan aðeins liðnar sjö mínútur af úrslitaleiknum, og hann kominn með þrjá þrista, þegar það versta í stöðunni gerðist. Hásinin gaf sig. Haliburton var studdur af velli og faldi andlit sitt undir handklæðum. „Ég get eiginlega ekki líst því hversu mikil áfall þetta var. Það eru ekki til orðin til að lýsa sársaukanum sem fylgir þessum vonbrigðum. Gremjan er ómælanleg. Ég unnið alla ævi til að upplifa þessa stund og svo endar þetta þannig. Þetta er alveg út í hött,“ skrifaði Haliburton. Haliburton hefur þegar farið í aðgerðina og lofar því að koma sterkari til baka. Það er þó væntanlega ár í það og nánast öruggt að hann missi af öllu 2025-26 tímabilinu. View this post on Instagram A post shared by Tyrese Haliburton (@tyresehaliburton)
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira