Efla samstarf Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júní 2025 18:22 Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri ÍE, Daníel F. Guðbjartsson, yfirmaður rannsókna hjá Íslenskri Erfðagreiningu, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson/HÍ Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining hafa undirritað fimm ára samstarfssamning sem miðar að því að styrkja enn frekar tengsl og samstarf á sviði erfðafræðirannsókna og þjálfun ungs vísindafólks. Frá þessu er greint í tilkynningu en þar kemur fram að Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍE, og Daníel F. Guðbjartsson yfirmaður vísindarannsókna hjá ÍE, hafi undirritað samninginn nýverið í húsakynnum Háskólans. Námskeið ÍE metin til eininga Samkvæmt samningnum getur Íslensk Erfðagreining boðið nemendum námskeið og málstofur sem metnar verða til eininga í ákveðnum námsleiðum við Háskóla Íslands. Þá gefist nemendum skólans kostur á að vinna rannsóknarverkefni innan ÍE undir leiðsögn vísindamanna fyrirtækisins auk þess sem Háskólinn muni bjóða vísindamönnum ÍE stöðu rannsóknarkennara við tilteknar deildir háskólans, þar sem gerður erður sérsamningur um hvert slíkt gestakennarastarf. „HÍ og ÍE hafa um árabil átt í nánu vísindasamstarfi sem meðal annars hefur falist í sameiginlegri birtingu vísindagreina í mörgum af fremstu vísindatímaritum heims. Þá hafa verið mikil tengsl á milli beggja stofnana þar sem vísindafólk HÍ hefur starfað hjá ÍE og öfugt, auk þess sem sérfræðingar og vísindafólk frá ÍE hafa komið að leiðsögn framhaldsnema við HÍ,“ segir í fréttatilkynningunni. „Markmið samstarfssamningsins er að efla og styrkja enn frekar samstarf HÍ og ÍE um og auka nýtingu gagna til vísindarannsókna í erfðafræði og þjálfun háskólanema á því sviði. Áhersla er lögð á grunnrannsóknir sem byggja á umfangsmiklum gagnasöfnum ÍE á sviði mannerfðafræði, auk nýtingar öflugrar rannsóknaraðstöðu sem hvor aðili um sig býr yfir.“ Við undirritun samningsins.Kristinn Ingvarsson/HÍ „Við hjá Íslenskri erfðagreiningum höfum í gegnum árin lagt áherslu á að bjóða framúrskarandi nemendum við Háskóla Íslands tækifæri til að vinna með og læra af okkar fremsta vísindafólki og taka beinan þátt í öflugu rannsóknarstarfi,“ er haft eftir Unni Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra ÍE. „Náið samstarf ÍE og HÍ á sviði rannsókna skiptir miklu máli. Það er mikilvæg fyrir háskólanema að kynnast hagnýtu rannsóknarstarfi frá fyrstu hendi og með þessum samningi gefst okkur hjá Íslenskri erfðagreiningu tækifæri til að nýta á ábyrgan hátt þau verðmætu gögn sem þjóðin hefur treyst okkur fyrir í samstarfi við vísindafólk og háskólanema við Háskóla Íslands“, segir Daníel F. Guðbjartsson, yfirmaður rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Íslensk erfðagreining hefur rekið afar öflugar vísindastarfsemi undanfarna áratugi og samstarf við Háskóla Íslands hefur verið náið á þeim tíma. Með þessum nýja samningi, sem ég fagna mjög, er verið að formgera enn öflugra samstarf á næstu misserum en með þróun í tölvugreindartækni og gríðargögnum koma sífellt fram nýir samstarfsmöguleikar. Ég hlakka því sannarlega til framhaldsins,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Íslensk erfðagreining Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu en þar kemur fram að Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍE, og Daníel F. Guðbjartsson yfirmaður vísindarannsókna hjá ÍE, hafi undirritað samninginn nýverið í húsakynnum Háskólans. Námskeið ÍE metin til eininga Samkvæmt samningnum getur Íslensk Erfðagreining boðið nemendum námskeið og málstofur sem metnar verða til eininga í ákveðnum námsleiðum við Háskóla Íslands. Þá gefist nemendum skólans kostur á að vinna rannsóknarverkefni innan ÍE undir leiðsögn vísindamanna fyrirtækisins auk þess sem Háskólinn muni bjóða vísindamönnum ÍE stöðu rannsóknarkennara við tilteknar deildir háskólans, þar sem gerður erður sérsamningur um hvert slíkt gestakennarastarf. „HÍ og ÍE hafa um árabil átt í nánu vísindasamstarfi sem meðal annars hefur falist í sameiginlegri birtingu vísindagreina í mörgum af fremstu vísindatímaritum heims. Þá hafa verið mikil tengsl á milli beggja stofnana þar sem vísindafólk HÍ hefur starfað hjá ÍE og öfugt, auk þess sem sérfræðingar og vísindafólk frá ÍE hafa komið að leiðsögn framhaldsnema við HÍ,“ segir í fréttatilkynningunni. „Markmið samstarfssamningsins er að efla og styrkja enn frekar samstarf HÍ og ÍE um og auka nýtingu gagna til vísindarannsókna í erfðafræði og þjálfun háskólanema á því sviði. Áhersla er lögð á grunnrannsóknir sem byggja á umfangsmiklum gagnasöfnum ÍE á sviði mannerfðafræði, auk nýtingar öflugrar rannsóknaraðstöðu sem hvor aðili um sig býr yfir.“ Við undirritun samningsins.Kristinn Ingvarsson/HÍ „Við hjá Íslenskri erfðagreiningum höfum í gegnum árin lagt áherslu á að bjóða framúrskarandi nemendum við Háskóla Íslands tækifæri til að vinna með og læra af okkar fremsta vísindafólki og taka beinan þátt í öflugu rannsóknarstarfi,“ er haft eftir Unni Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra ÍE. „Náið samstarf ÍE og HÍ á sviði rannsókna skiptir miklu máli. Það er mikilvæg fyrir háskólanema að kynnast hagnýtu rannsóknarstarfi frá fyrstu hendi og með þessum samningi gefst okkur hjá Íslenskri erfðagreiningu tækifæri til að nýta á ábyrgan hátt þau verðmætu gögn sem þjóðin hefur treyst okkur fyrir í samstarfi við vísindafólk og háskólanema við Háskóla Íslands“, segir Daníel F. Guðbjartsson, yfirmaður rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Íslensk erfðagreining hefur rekið afar öflugar vísindastarfsemi undanfarna áratugi og samstarf við Háskóla Íslands hefur verið náið á þeim tíma. Með þessum nýja samningi, sem ég fagna mjög, er verið að formgera enn öflugra samstarf á næstu misserum en með þróun í tölvugreindartækni og gríðargögnum koma sífellt fram nýir samstarfsmöguleikar. Ég hlakka því sannarlega til framhaldsins,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Íslensk erfðagreining Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira