Nýbakaðir foreldrar og óbökuð loforð Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2025 16:02 Í mars 2024 lagði þáverandi ríkisstjórn fram aðgerðarpakka til að styðja við kjarasamninga til næstu fjögurra ára. Meðal annars var boðað að hækka skyldi hámarksgreiðslur fæðingarorlofsgreiðslna upp í 900 þúsund kr. á mánuði í þremur skrefum. Það þótti nauðsynlegt til að ná fram sáttum og klára kjarasamninga. Þessum breytingum var náð fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, var gestur í Kastljósi á mánudagskvöld þar sem ýmis mál voru til umræðu. Auk þess að saka minnihluta Alþingis um málflutning í falsfréttastíl sagði ráðherrann að ríkisstjórn hennar væri búin að leggja fram „umbótamál fyrir fólk í fæðingarorlofi“. Hér er rétt að staldra ögn við. Í stefnuræðu sinni við upphaf yfirstandandi þings sagði forsætisráðherra stolt frá vikulegum þingflokksfundum stjórnarflokkanna og einhug ríkisstjórnarinnar um öll mál sem fram væru komin á þingmálaskrá. Síðan hefur reyndar komið í ljós að meintur einhugur var bara í orði en ekki borði. Auk þessa kom fram að ríkisstjórnin ætlaði vitaskuld að leggja fram alls konar mál, sem er vel enda skylda ríkisstjórnarinnar. Þegar betur er að gáð má þó sjá að ríkisstjórnin hefur alls ekki klárað dæmið, enn vantar fjöldan allan af málum. Frumvarp um hlutdeildarlán er hvergi að finna, enn er beðið eftir boðuðum bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, frumvarpi um fjármagnskostnað húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða, nú eða uppbyggingu einingahúsa. Eitt er ljóst, ríkisstjórninni ætlar ekki að takast að vera sú verkstjórn sem hún lofaði að vera. Það eitt að halda á dagskrárvaldi Alþingis hefur nú reynst þeim ofviða. Samfylkingin lagði mikla áherslu á velferðarmál í kosningabaráttunni og bar þar einna hæst tal þeirra um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Margar fjölskyldur í landinu treystu því að Samfylkingin kæmi til með að standa við stóru orðin um að breyta kerfinu enn frekar en þau loforð virðast þegar upp er staðið hafa verið innantóm. Í stefnuræðu sinni sagði forsætisráðherra: ,,Fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu munu sömuleiðis skipta sköpum fyrir marga með frumvarpi í mars til að bæta hag fjölburaforeldra, lengja fæðingarorlof foreldra sem veikjast á meðgöngu eða eftir fæðingu og tryggja að hærri greiðslur gangi til allra foreldra sem eru í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þá verða fæðingarstyrkir námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækkaðir um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi sem snýr að réttindum fjölburaforeldra og veikinda á meðgöngu. Þetta eru bæði þarfar og góðar breytingar og vert að fagna. Hins vegar hefur ráðherra ekki lagt fram neinar breytingar sem snúa að enn stærri hópi fólks, þ.e. foreldrum í orlofi sem eiga ekki rétt á þeim hækkunum á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði sem tóku gildi 1. janúar nú eða fæðingarstyrkjum námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar. Hvað hefur orðið af því loforði sem forsætisráðherra gaf í stefnuræðu sinni? Ljóst er að þær eru ófáar fjölskyldurnar sem stækkuðu eða urðu til fyrir áramót og foreldrarnir því þurft að taka fæðingarorlof árið 2025 en fengið 100 þúsund krónum lægri greiðslur á foreldri en foreldrar barna fæddra eftir áramót. Hvers vegna lagði ráðherra ekki fram þær breytingar sem boðaðar höfðu verið? Er það vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki áhuga á því að styðja frekar við barnafjölskyldur í landinu eða vegna þess að forsætisráðherra lofaði einfaldlega upp í ermina á sér? Ekki er þó öll von úti. Enn geta stjórnarliðar sýnt vilja sinn í verki með því að greiða atkvæði með breytingartillögu minnihluta velferðarnefndar um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, sem kemur upphaflega frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem tekur á því að greiðslur muni hækka til allra þeirra foreldra sem eiga rétt á fæðingarorlofi hverju sinni en ekki aðeins þeirra sem eiga börnin sín á réttum tíma. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Kjaramál Fæðingarorlof Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í mars 2024 lagði þáverandi ríkisstjórn fram aðgerðarpakka til að styðja við kjarasamninga til næstu fjögurra ára. Meðal annars var boðað að hækka skyldi hámarksgreiðslur fæðingarorlofsgreiðslna upp í 900 þúsund kr. á mánuði í þremur skrefum. Það þótti nauðsynlegt til að ná fram sáttum og klára kjarasamninga. Þessum breytingum var náð fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, var gestur í Kastljósi á mánudagskvöld þar sem ýmis mál voru til umræðu. Auk þess að saka minnihluta Alþingis um málflutning í falsfréttastíl sagði ráðherrann að ríkisstjórn hennar væri búin að leggja fram „umbótamál fyrir fólk í fæðingarorlofi“. Hér er rétt að staldra ögn við. Í stefnuræðu sinni við upphaf yfirstandandi þings sagði forsætisráðherra stolt frá vikulegum þingflokksfundum stjórnarflokkanna og einhug ríkisstjórnarinnar um öll mál sem fram væru komin á þingmálaskrá. Síðan hefur reyndar komið í ljós að meintur einhugur var bara í orði en ekki borði. Auk þessa kom fram að ríkisstjórnin ætlaði vitaskuld að leggja fram alls konar mál, sem er vel enda skylda ríkisstjórnarinnar. Þegar betur er að gáð má þó sjá að ríkisstjórnin hefur alls ekki klárað dæmið, enn vantar fjöldan allan af málum. Frumvarp um hlutdeildarlán er hvergi að finna, enn er beðið eftir boðuðum bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, frumvarpi um fjármagnskostnað húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða, nú eða uppbyggingu einingahúsa. Eitt er ljóst, ríkisstjórninni ætlar ekki að takast að vera sú verkstjórn sem hún lofaði að vera. Það eitt að halda á dagskrárvaldi Alþingis hefur nú reynst þeim ofviða. Samfylkingin lagði mikla áherslu á velferðarmál í kosningabaráttunni og bar þar einna hæst tal þeirra um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Margar fjölskyldur í landinu treystu því að Samfylkingin kæmi til með að standa við stóru orðin um að breyta kerfinu enn frekar en þau loforð virðast þegar upp er staðið hafa verið innantóm. Í stefnuræðu sinni sagði forsætisráðherra: ,,Fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu munu sömuleiðis skipta sköpum fyrir marga með frumvarpi í mars til að bæta hag fjölburaforeldra, lengja fæðingarorlof foreldra sem veikjast á meðgöngu eða eftir fæðingu og tryggja að hærri greiðslur gangi til allra foreldra sem eru í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þá verða fæðingarstyrkir námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækkaðir um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi sem snýr að réttindum fjölburaforeldra og veikinda á meðgöngu. Þetta eru bæði þarfar og góðar breytingar og vert að fagna. Hins vegar hefur ráðherra ekki lagt fram neinar breytingar sem snúa að enn stærri hópi fólks, þ.e. foreldrum í orlofi sem eiga ekki rétt á þeim hækkunum á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði sem tóku gildi 1. janúar nú eða fæðingarstyrkjum námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar. Hvað hefur orðið af því loforði sem forsætisráðherra gaf í stefnuræðu sinni? Ljóst er að þær eru ófáar fjölskyldurnar sem stækkuðu eða urðu til fyrir áramót og foreldrarnir því þurft að taka fæðingarorlof árið 2025 en fengið 100 þúsund krónum lægri greiðslur á foreldri en foreldrar barna fæddra eftir áramót. Hvers vegna lagði ráðherra ekki fram þær breytingar sem boðaðar höfðu verið? Er það vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki áhuga á því að styðja frekar við barnafjölskyldur í landinu eða vegna þess að forsætisráðherra lofaði einfaldlega upp í ermina á sér? Ekki er þó öll von úti. Enn geta stjórnarliðar sýnt vilja sinn í verki með því að greiða atkvæði með breytingartillögu minnihluta velferðarnefndar um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, sem kemur upphaflega frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem tekur á því að greiðslur muni hækka til allra þeirra foreldra sem eiga rétt á fæðingarorlofi hverju sinni en ekki aðeins þeirra sem eiga börnin sín á réttum tíma. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun