„Augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júní 2025 12:13 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala á meðan að Samfylkingin bætir við sig í nýjustu könnun Maskínu. Þó að Miðflokkurinn sé hástökkvari mánaðarins segir stjórnmálafræðingur könnuna skýrt merki um að málflutningur stjórnarandstöðunnar sé ekki að borga sig. Miðflokkurinn bætir mest við sig á milli mánaða í nýjustu könnun Maskínu eða 3,3 prósentustig og mælist nú með 13 prósenta fylgi. Miðflokkur og Samfylking bæta við sig Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi eftir að hafa fengið 20,8 prósent atkvæða í alþingiskosningum í lok nóvember. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala sem mælist nú með 17,3 prósenta fylgi eftir að hafa hlotið 19,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi frá könnun í maímánuði og mælist nú með 6,6 prósent atkvæða sem er rúmlega helmingur af atkvæðum flokksins í síðustu kosningum. Fylgi Viðreisnar dalar einnig og mælist nú 15,3 prósent. Lítil sem engin breyting hefur orðið á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Gengi ríkisstjórnarinnar það besta frá hruni Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir það merkilegt að ríkisstjórnin haldi enn um 50 prósenta fylgi sem sé óvenjulegt þegar meira en sex mánuðir eru liðnir frá kosningum ef litið er til síðustu ára. „Það lang merkilegasta við þessa könnun er að eftir sjö mánuði frá kosningum hafa styrkleika hlutföllin á milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna ekkert breyst. Allar götur frá hruni hefur það verið þannig að ríkisstjórnin byrjar með mjög gott gengi, kannski 60 prósent stuðning alveg eins og núverandi ríkisstjórn. Þetta hefur farið mjög hratt niður hjá öllum öðrum ríkisstjórnum. Það að ríkisstjórnin hafi haldið sínu fylgi í sjö mánuði er heldur betra en hjá öllum öðrum ríkisstjórnum eftir hrun. Stjórnarandstaðan getur ekki verið ánægð með þessar tölur.“ Hann bendir á að í síðustu kosningum hlutu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír sem nú eru á þingi um 37 prósent atkvæða samtals og mælast nú með svipað fylgi. „Þegar Miðflokkurinn fer upp þá fer Sjálfstæðisflokkurinn niður og öfugt. Það bendir til þess að þessir tveir hægriflokkar séu að sækja í sama kjósendamarkaðinn en þeim hefur ekkert tekist að stækka þann markað á þessum sjö mánuðum sem liðnir eru frá kosningum.“ Tafarleiki og málþóf borgi sig ekki Hann segir könnuna merki um að barátta stjórnarandstöðunnar á þingi sé ekki að skila sér í auknu fylgi. „Það er náttúrulega bara augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist að ná til sín einhverjum nýjum kjósendum. Hún hefur verið með mjög harkalega stjórnarandstöðu á þingi og hefur verið með tafarleika og málþóf en það virðist ekki vera að skila stjórnarandstöðunni nokkrum sköpuðum hlut. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort Flokkur fólksins sé kominn í fallbaráttu þó að fylgi flokksins hafi dalað frá kosningum. „Flokkur fólksins hefur tapað verulegu fylgi frá kosningunum svo líklega hefur töluvert fylgi farið af Flokki fólksins til Samfylkingarinnar. Þó skal hafa í huga að á undanförnum árum hefur það oft gerst að fylgi Samfylkingarinnar er ofmælt í könnunum á milli kosninga og Flokkur fólksins er vanmældur. Hann hefur lent í nokkrum stórsjóum, Flokkur fólksins, en aðallega held ég að þeir muni hugga sig við að vita að fylgi Flokk fólksins alveg frá því að flokkurinn kom fyrst fram hefur fylgið mælst mun minna í könnunum en Flokkur fólksins hefur svo fengið upp úr kössunum.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Miðflokkurinn bætir mest við sig á milli mánaða í nýjustu könnun Maskínu eða 3,3 prósentustig og mælist nú með 13 prósenta fylgi. Miðflokkur og Samfylking bæta við sig Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi eftir að hafa fengið 20,8 prósent atkvæða í alþingiskosningum í lok nóvember. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala sem mælist nú með 17,3 prósenta fylgi eftir að hafa hlotið 19,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi frá könnun í maímánuði og mælist nú með 6,6 prósent atkvæða sem er rúmlega helmingur af atkvæðum flokksins í síðustu kosningum. Fylgi Viðreisnar dalar einnig og mælist nú 15,3 prósent. Lítil sem engin breyting hefur orðið á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Gengi ríkisstjórnarinnar það besta frá hruni Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir það merkilegt að ríkisstjórnin haldi enn um 50 prósenta fylgi sem sé óvenjulegt þegar meira en sex mánuðir eru liðnir frá kosningum ef litið er til síðustu ára. „Það lang merkilegasta við þessa könnun er að eftir sjö mánuði frá kosningum hafa styrkleika hlutföllin á milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna ekkert breyst. Allar götur frá hruni hefur það verið þannig að ríkisstjórnin byrjar með mjög gott gengi, kannski 60 prósent stuðning alveg eins og núverandi ríkisstjórn. Þetta hefur farið mjög hratt niður hjá öllum öðrum ríkisstjórnum. Það að ríkisstjórnin hafi haldið sínu fylgi í sjö mánuði er heldur betra en hjá öllum öðrum ríkisstjórnum eftir hrun. Stjórnarandstaðan getur ekki verið ánægð með þessar tölur.“ Hann bendir á að í síðustu kosningum hlutu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír sem nú eru á þingi um 37 prósent atkvæða samtals og mælast nú með svipað fylgi. „Þegar Miðflokkurinn fer upp þá fer Sjálfstæðisflokkurinn niður og öfugt. Það bendir til þess að þessir tveir hægriflokkar séu að sækja í sama kjósendamarkaðinn en þeim hefur ekkert tekist að stækka þann markað á þessum sjö mánuðum sem liðnir eru frá kosningum.“ Tafarleiki og málþóf borgi sig ekki Hann segir könnuna merki um að barátta stjórnarandstöðunnar á þingi sé ekki að skila sér í auknu fylgi. „Það er náttúrulega bara augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist að ná til sín einhverjum nýjum kjósendum. Hún hefur verið með mjög harkalega stjórnarandstöðu á þingi og hefur verið með tafarleika og málþóf en það virðist ekki vera að skila stjórnarandstöðunni nokkrum sköpuðum hlut. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort Flokkur fólksins sé kominn í fallbaráttu þó að fylgi flokksins hafi dalað frá kosningum. „Flokkur fólksins hefur tapað verulegu fylgi frá kosningunum svo líklega hefur töluvert fylgi farið af Flokki fólksins til Samfylkingarinnar. Þó skal hafa í huga að á undanförnum árum hefur það oft gerst að fylgi Samfylkingarinnar er ofmælt í könnunum á milli kosninga og Flokkur fólksins er vanmældur. Hann hefur lent í nokkrum stórsjóum, Flokkur fólksins, en aðallega held ég að þeir muni hugga sig við að vita að fylgi Flokk fólksins alveg frá því að flokkurinn kom fyrst fram hefur fylgið mælst mun minna í könnunum en Flokkur fólksins hefur svo fengið upp úr kössunum.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?