„Augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júní 2025 12:13 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala á meðan að Samfylkingin bætir við sig í nýjustu könnun Maskínu. Þó að Miðflokkurinn sé hástökkvari mánaðarins segir stjórnmálafræðingur könnuna skýrt merki um að málflutningur stjórnarandstöðunnar sé ekki að borga sig. Miðflokkurinn bætir mest við sig á milli mánaða í nýjustu könnun Maskínu eða 3,3 prósentustig og mælist nú með 13 prósenta fylgi. Miðflokkur og Samfylking bæta við sig Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi eftir að hafa fengið 20,8 prósent atkvæða í alþingiskosningum í lok nóvember. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala sem mælist nú með 17,3 prósenta fylgi eftir að hafa hlotið 19,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi frá könnun í maímánuði og mælist nú með 6,6 prósent atkvæða sem er rúmlega helmingur af atkvæðum flokksins í síðustu kosningum. Fylgi Viðreisnar dalar einnig og mælist nú 15,3 prósent. Lítil sem engin breyting hefur orðið á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Gengi ríkisstjórnarinnar það besta frá hruni Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir það merkilegt að ríkisstjórnin haldi enn um 50 prósenta fylgi sem sé óvenjulegt þegar meira en sex mánuðir eru liðnir frá kosningum ef litið er til síðustu ára. „Það lang merkilegasta við þessa könnun er að eftir sjö mánuði frá kosningum hafa styrkleika hlutföllin á milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna ekkert breyst. Allar götur frá hruni hefur það verið þannig að ríkisstjórnin byrjar með mjög gott gengi, kannski 60 prósent stuðning alveg eins og núverandi ríkisstjórn. Þetta hefur farið mjög hratt niður hjá öllum öðrum ríkisstjórnum. Það að ríkisstjórnin hafi haldið sínu fylgi í sjö mánuði er heldur betra en hjá öllum öðrum ríkisstjórnum eftir hrun. Stjórnarandstaðan getur ekki verið ánægð með þessar tölur.“ Hann bendir á að í síðustu kosningum hlutu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír sem nú eru á þingi um 37 prósent atkvæða samtals og mælast nú með svipað fylgi. „Þegar Miðflokkurinn fer upp þá fer Sjálfstæðisflokkurinn niður og öfugt. Það bendir til þess að þessir tveir hægriflokkar séu að sækja í sama kjósendamarkaðinn en þeim hefur ekkert tekist að stækka þann markað á þessum sjö mánuðum sem liðnir eru frá kosningum.“ Tafarleiki og málþóf borgi sig ekki Hann segir könnuna merki um að barátta stjórnarandstöðunnar á þingi sé ekki að skila sér í auknu fylgi. „Það er náttúrulega bara augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist að ná til sín einhverjum nýjum kjósendum. Hún hefur verið með mjög harkalega stjórnarandstöðu á þingi og hefur verið með tafarleika og málþóf en það virðist ekki vera að skila stjórnarandstöðunni nokkrum sköpuðum hlut. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort Flokkur fólksins sé kominn í fallbaráttu þó að fylgi flokksins hafi dalað frá kosningum. „Flokkur fólksins hefur tapað verulegu fylgi frá kosningunum svo líklega hefur töluvert fylgi farið af Flokki fólksins til Samfylkingarinnar. Þó skal hafa í huga að á undanförnum árum hefur það oft gerst að fylgi Samfylkingarinnar er ofmælt í könnunum á milli kosninga og Flokkur fólksins er vanmældur. Hann hefur lent í nokkrum stórsjóum, Flokkur fólksins, en aðallega held ég að þeir muni hugga sig við að vita að fylgi Flokk fólksins alveg frá því að flokkurinn kom fyrst fram hefur fylgið mælst mun minna í könnunum en Flokkur fólksins hefur svo fengið upp úr kössunum.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Miðflokkurinn bætir mest við sig á milli mánaða í nýjustu könnun Maskínu eða 3,3 prósentustig og mælist nú með 13 prósenta fylgi. Miðflokkur og Samfylking bæta við sig Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi eftir að hafa fengið 20,8 prósent atkvæða í alþingiskosningum í lok nóvember. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala sem mælist nú með 17,3 prósenta fylgi eftir að hafa hlotið 19,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi frá könnun í maímánuði og mælist nú með 6,6 prósent atkvæða sem er rúmlega helmingur af atkvæðum flokksins í síðustu kosningum. Fylgi Viðreisnar dalar einnig og mælist nú 15,3 prósent. Lítil sem engin breyting hefur orðið á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Gengi ríkisstjórnarinnar það besta frá hruni Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir það merkilegt að ríkisstjórnin haldi enn um 50 prósenta fylgi sem sé óvenjulegt þegar meira en sex mánuðir eru liðnir frá kosningum ef litið er til síðustu ára. „Það lang merkilegasta við þessa könnun er að eftir sjö mánuði frá kosningum hafa styrkleika hlutföllin á milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna ekkert breyst. Allar götur frá hruni hefur það verið þannig að ríkisstjórnin byrjar með mjög gott gengi, kannski 60 prósent stuðning alveg eins og núverandi ríkisstjórn. Þetta hefur farið mjög hratt niður hjá öllum öðrum ríkisstjórnum. Það að ríkisstjórnin hafi haldið sínu fylgi í sjö mánuði er heldur betra en hjá öllum öðrum ríkisstjórnum eftir hrun. Stjórnarandstaðan getur ekki verið ánægð með þessar tölur.“ Hann bendir á að í síðustu kosningum hlutu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír sem nú eru á þingi um 37 prósent atkvæða samtals og mælast nú með svipað fylgi. „Þegar Miðflokkurinn fer upp þá fer Sjálfstæðisflokkurinn niður og öfugt. Það bendir til þess að þessir tveir hægriflokkar séu að sækja í sama kjósendamarkaðinn en þeim hefur ekkert tekist að stækka þann markað á þessum sjö mánuðum sem liðnir eru frá kosningum.“ Tafarleiki og málþóf borgi sig ekki Hann segir könnuna merki um að barátta stjórnarandstöðunnar á þingi sé ekki að skila sér í auknu fylgi. „Það er náttúrulega bara augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist að ná til sín einhverjum nýjum kjósendum. Hún hefur verið með mjög harkalega stjórnarandstöðu á þingi og hefur verið með tafarleika og málþóf en það virðist ekki vera að skila stjórnarandstöðunni nokkrum sköpuðum hlut. Að minnsta kosti ekki ennþá.“ Hann segir of snemmt að segja til um hvort Flokkur fólksins sé kominn í fallbaráttu þó að fylgi flokksins hafi dalað frá kosningum. „Flokkur fólksins hefur tapað verulegu fylgi frá kosningunum svo líklega hefur töluvert fylgi farið af Flokki fólksins til Samfylkingarinnar. Þó skal hafa í huga að á undanförnum árum hefur það oft gerst að fylgi Samfylkingarinnar er ofmælt í könnunum á milli kosninga og Flokkur fólksins er vanmældur. Hann hefur lent í nokkrum stórsjóum, Flokkur fólksins, en aðallega held ég að þeir muni hugga sig við að vita að fylgi Flokk fólksins alveg frá því að flokkurinn kom fyrst fram hefur fylgið mælst mun minna í könnunum en Flokkur fólksins hefur svo fengið upp úr kössunum.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira