Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 26. júní 2025 16:33 Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var 24. júní 2025, dregur fram í dagsljósið áhyggjuefni sem margir hafa þagað um – en sem við sem höfum staðið í pólitískum verkum höfum reynt að halda til haga. Ég er þakklát fyrir þessa skýrslu. Hún staðfestir m.a. það sem ég stóð fyrir sem heilbrigðisráðherra árin 2017–2021: að samningar ríkisins við sjálfstætt starfandi lækna þurfi að byggja á gagnsæi, samræmi og hagsmunum heildarkerfisins – ekki þrýstingi og sérhagsmunum sérgreinalækna. Staðreyndirnar tala sínu máli Nokkur dæmi um niðurstöður Ríkisendurskoðunar valin af handahófi segja sína sögu: - Kostnaður við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna jókst um 68% frá 2019 til 2023 – úr 9,7 milljörðum í 16,3 milljarða króna. - Eftirlit með starfseminni var brotakennt og á tímabili vart til staðar, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. - Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað látið undan kröfum sérgreinalækna án þess að leggja fram kostnaðarmat eða áhrifagreiningar á opinbera heilbrigðisþjónustu. - Ekki hefur verið metið hvaða áhrif samningar við sérfræðilækna hafa á Landspítala eða aðrar opinberar stofnanir – þó ljóst sé að samkeppnisstaðan er orðin verulega skökk. Þegar ríkið lætur undan Á mínum tíma í embætti heilbrigðisráðherra bar ég meðal annars ábyrgð á að verja stöðu hins opinbera, einkum Landspítala og heilbrigðisstofnana, gagnvart vaxandi þrýstingi frá læknastéttinni. Það var ekki auðvelt. Öflugir þrýstihópar beittu sér, og áróðurinn gegn mér og ráðuneytinu var harður. En ég stóð fast á því að samningar yrðu ekki gerðir að geðþótta – heldur með framtíð opinbera kerfisins og hagsmuni almennings í huga. Það er því þungbært að sjá að síðan ég lét af embætti hefur undanhaldið greinilega orðið of mikið. Núverandi samningar eru bæði kostnaðarsamir og illa rökstuddir. Að mínu mati hafa stjórnvöld engan veginn staðið sig í því að verja almannahagsmuni. Það sem verra er: við höfum ekki bara misst yfirsýn – heldur einnig frumkvæði. Við getum ekki byggt réttlátt heilbrigðiskerfi ef einkahagsmunir fá að stýra forgangsröðun og fjármagni. Hvað þarf að gera nú? 1. Tryggja að samningar við sjálfstætt starfandi lækna komi ekki niður á starfsemi opinberra heilbrigðisstofnana. 2. Binda greiðslur við heildarmat á raunverulegri þörf, gæðum, gagnsæi og ábyrgð – og fylgja þeim mælikvörðum eftir. 3. Endurskilgreina og styrkja samningsstöðu ríkisins: Sjúkratryggingar verða að hafa fulla burði, gögn og pólitískt bakland til að auka gagnsæi og standa gegn ósanngjörnum kröfum. 4. Tryggja forgangsröðun opinbera kerfisins í þágu almennings – þar sem Landspítali og heilbrigðisstofnanir njóta virðingar og trausts, ekki stöðugs aðhalds og tortryggni. Lokaorð Við sem höfum setið við borðið vitum að þetta snýst ekki um óbeit á atvinnurekstri eða sjálfstætt starfandi læknum. Heldur ábyrgð. Það er ekki sanngjarnt – og ekki sjálfbært – að ríkissjóður greiði æ hærri upphæðir til einkaaðila án þess að vanda til verka með skýr markmið um þá þjónustu sem verið er að kaupa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ákall um breytingar. Spurningin er: eru núverandi stjórnvöld tilbúin að bregðast við? Höfundur er formaður Vinstri grænna og var heilbrigðisráðherra 2017–2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Sjúkratryggingar Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var 24. júní 2025, dregur fram í dagsljósið áhyggjuefni sem margir hafa þagað um – en sem við sem höfum staðið í pólitískum verkum höfum reynt að halda til haga. Ég er þakklát fyrir þessa skýrslu. Hún staðfestir m.a. það sem ég stóð fyrir sem heilbrigðisráðherra árin 2017–2021: að samningar ríkisins við sjálfstætt starfandi lækna þurfi að byggja á gagnsæi, samræmi og hagsmunum heildarkerfisins – ekki þrýstingi og sérhagsmunum sérgreinalækna. Staðreyndirnar tala sínu máli Nokkur dæmi um niðurstöður Ríkisendurskoðunar valin af handahófi segja sína sögu: - Kostnaður við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna jókst um 68% frá 2019 til 2023 – úr 9,7 milljörðum í 16,3 milljarða króna. - Eftirlit með starfseminni var brotakennt og á tímabili vart til staðar, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. - Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað látið undan kröfum sérgreinalækna án þess að leggja fram kostnaðarmat eða áhrifagreiningar á opinbera heilbrigðisþjónustu. - Ekki hefur verið metið hvaða áhrif samningar við sérfræðilækna hafa á Landspítala eða aðrar opinberar stofnanir – þó ljóst sé að samkeppnisstaðan er orðin verulega skökk. Þegar ríkið lætur undan Á mínum tíma í embætti heilbrigðisráðherra bar ég meðal annars ábyrgð á að verja stöðu hins opinbera, einkum Landspítala og heilbrigðisstofnana, gagnvart vaxandi þrýstingi frá læknastéttinni. Það var ekki auðvelt. Öflugir þrýstihópar beittu sér, og áróðurinn gegn mér og ráðuneytinu var harður. En ég stóð fast á því að samningar yrðu ekki gerðir að geðþótta – heldur með framtíð opinbera kerfisins og hagsmuni almennings í huga. Það er því þungbært að sjá að síðan ég lét af embætti hefur undanhaldið greinilega orðið of mikið. Núverandi samningar eru bæði kostnaðarsamir og illa rökstuddir. Að mínu mati hafa stjórnvöld engan veginn staðið sig í því að verja almannahagsmuni. Það sem verra er: við höfum ekki bara misst yfirsýn – heldur einnig frumkvæði. Við getum ekki byggt réttlátt heilbrigðiskerfi ef einkahagsmunir fá að stýra forgangsröðun og fjármagni. Hvað þarf að gera nú? 1. Tryggja að samningar við sjálfstætt starfandi lækna komi ekki niður á starfsemi opinberra heilbrigðisstofnana. 2. Binda greiðslur við heildarmat á raunverulegri þörf, gæðum, gagnsæi og ábyrgð – og fylgja þeim mælikvörðum eftir. 3. Endurskilgreina og styrkja samningsstöðu ríkisins: Sjúkratryggingar verða að hafa fulla burði, gögn og pólitískt bakland til að auka gagnsæi og standa gegn ósanngjörnum kröfum. 4. Tryggja forgangsröðun opinbera kerfisins í þágu almennings – þar sem Landspítali og heilbrigðisstofnanir njóta virðingar og trausts, ekki stöðugs aðhalds og tortryggni. Lokaorð Við sem höfum setið við borðið vitum að þetta snýst ekki um óbeit á atvinnurekstri eða sjálfstætt starfandi læknum. Heldur ábyrgð. Það er ekki sanngjarnt – og ekki sjálfbært – að ríkissjóður greiði æ hærri upphæðir til einkaaðila án þess að vanda til verka með skýr markmið um þá þjónustu sem verið er að kaupa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ákall um breytingar. Spurningin er: eru núverandi stjórnvöld tilbúin að bregðast við? Höfundur er formaður Vinstri grænna og var heilbrigðisráðherra 2017–2021.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun