Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar 26. júní 2025 17:32 Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Er þetta virkilega það brýnasta sem stjórn bankans þarf að takast á við eftir að rúm 40% hluta í bankanum hafa verið seldir almenningi? Oftar en ekki læðist að manni sá grunur að stjórnir t.d. banka með dreifða eignaraðild séu, þegar kemur að launamálum stjórnenda, lítið annað en peð í höndum stjórnendanna. Fyrir hluthafafundinum liggur tillaga um „kaupaukakerfi“ eða bónusa. Margt er við þessa tillögu að athuga sem þarfnast miklu betri skoðunar og útlistunar á hvernig komi til með að virka. Eftir að almenningur eignaðist jafn stóran hlut í Íslandsbanka og raun ber vitni þá er það lágmark að tillögur til aðalfundar séu þannig fram settar að þær séu skiljanlegar venjulegu fólki og með þeim fylgi dæmi sem sýni hvernig bónusarnir eru reiknaðir m.v. tilgreindar forsendur. Ekkert lært – öllu gleymt Þjóðin horfði upp á hvernig yfirgengilegir bónusar voru greiddir út úr fyrirtækjum fyrir hrun og áttu sinn þátt í fjárhagshruninu sem slíku, að ekki sé minnst á siðferðilega hrunið, hvernig þjóðinni var daglega misboðið með framferði hrunverja í aðdraganda þess. Bónusar áttu ekki upp á pallborðið fyrstu árin eftir hrun en nú skal láta á það reyna að félag í eigu almennings og lífeyrissjóðanna fari að greiða stjórnendum bónusa. Í ritinu Íslenskir lífeyrissjóðir sem kom út í lok síðasta árs er viðtal við Árna Guðmundsson fyrrum framkvæmdstjóra lífeyrissjóðsins Gildis þar sem m.a. er komið inn á baráttu þeirra sem hluthafa við ráðandi öfl innan fyrirtækja þar sem þeir máttu einir heyja baráttu fyrir sjónarmiðum almennings við lítinn skilning stjórnenda og annarra hluthafa. Í viðtalinu segir Árni m.a.: „Við lögðum áherslu á að kaupaukar, kaupréttir, bónusar eða hvað sem menn vilja kalla það, að þessar greiðslur séu settar í samhengi við föst laun viðkomandi. Það á ekki að greiða einhverjum tíu milljónir á mánuði og síðan aukalega ef hann stendur sig vel. Ef þú færð svona há laun, þá áttu að standa þig vel, það á ekki að þurfa að verðlauna það frekar. Við höfum einnig beitt okkur fyrir sýnileika og að dæmi sé skýrt – hvað geta bónusgreiðslur orðið háar ef allt kikkar inn.“ Svo mörg voru þau orð. Eftir að ríkið seldi sinn hlut í Íslandsbanka virðist núna eiga að ríða á vaðið eins og allt sem gerðist fyrir hrun sé löngu gleymt og að menn hafi ekkert lært. Ætla Lífeyrissjóðurstarfsm. ríkisins, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Lífsverk lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn og Festa lífeyrissjóður að láta það um sig spyrjast að erindi þeirra á hluthafafundi bankans sé framar öðru að sjá til þess að lykilstarfsmenn í bankanum fái kaupauka til viðbótar við föst laun þeirra, sem vel að merkja, eru ekki skorin við nögl. Framangreindir lífeyrissjóðir eiga samtals fjórðung í bankanum eru því stærsti einstaki eigandi bankans og geta ráðið því hvort af þessu verður. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Er þetta virkilega það brýnasta sem stjórn bankans þarf að takast á við eftir að rúm 40% hluta í bankanum hafa verið seldir almenningi? Oftar en ekki læðist að manni sá grunur að stjórnir t.d. banka með dreifða eignaraðild séu, þegar kemur að launamálum stjórnenda, lítið annað en peð í höndum stjórnendanna. Fyrir hluthafafundinum liggur tillaga um „kaupaukakerfi“ eða bónusa. Margt er við þessa tillögu að athuga sem þarfnast miklu betri skoðunar og útlistunar á hvernig komi til með að virka. Eftir að almenningur eignaðist jafn stóran hlut í Íslandsbanka og raun ber vitni þá er það lágmark að tillögur til aðalfundar séu þannig fram settar að þær séu skiljanlegar venjulegu fólki og með þeim fylgi dæmi sem sýni hvernig bónusarnir eru reiknaðir m.v. tilgreindar forsendur. Ekkert lært – öllu gleymt Þjóðin horfði upp á hvernig yfirgengilegir bónusar voru greiddir út úr fyrirtækjum fyrir hrun og áttu sinn þátt í fjárhagshruninu sem slíku, að ekki sé minnst á siðferðilega hrunið, hvernig þjóðinni var daglega misboðið með framferði hrunverja í aðdraganda þess. Bónusar áttu ekki upp á pallborðið fyrstu árin eftir hrun en nú skal láta á það reyna að félag í eigu almennings og lífeyrissjóðanna fari að greiða stjórnendum bónusa. Í ritinu Íslenskir lífeyrissjóðir sem kom út í lok síðasta árs er viðtal við Árna Guðmundsson fyrrum framkvæmdstjóra lífeyrissjóðsins Gildis þar sem m.a. er komið inn á baráttu þeirra sem hluthafa við ráðandi öfl innan fyrirtækja þar sem þeir máttu einir heyja baráttu fyrir sjónarmiðum almennings við lítinn skilning stjórnenda og annarra hluthafa. Í viðtalinu segir Árni m.a.: „Við lögðum áherslu á að kaupaukar, kaupréttir, bónusar eða hvað sem menn vilja kalla það, að þessar greiðslur séu settar í samhengi við föst laun viðkomandi. Það á ekki að greiða einhverjum tíu milljónir á mánuði og síðan aukalega ef hann stendur sig vel. Ef þú færð svona há laun, þá áttu að standa þig vel, það á ekki að þurfa að verðlauna það frekar. Við höfum einnig beitt okkur fyrir sýnileika og að dæmi sé skýrt – hvað geta bónusgreiðslur orðið háar ef allt kikkar inn.“ Svo mörg voru þau orð. Eftir að ríkið seldi sinn hlut í Íslandsbanka virðist núna eiga að ríða á vaðið eins og allt sem gerðist fyrir hrun sé löngu gleymt og að menn hafi ekkert lært. Ætla Lífeyrissjóðurstarfsm. ríkisins, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Lífsverk lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn og Festa lífeyrissjóður að láta það um sig spyrjast að erindi þeirra á hluthafafundi bankans sé framar öðru að sjá til þess að lykilstarfsmenn í bankanum fái kaupauka til viðbótar við föst laun þeirra, sem vel að merkja, eru ekki skorin við nögl. Framangreindir lífeyrissjóðir eiga samtals fjórðung í bankanum eru því stærsti einstaki eigandi bankans og geta ráðið því hvort af þessu verður. Höfundur er hagfræðingur.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun