„Er dómarinn bara alltaf í símanum?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2025 12:21 Það er alltaf líf og fjör á Orkumótinu í Eyjum. Orkumótið Orkumótið í knattspyrnu er í fullum gangi í Vestmannaeyjum þessa stundina en þar taka þátt ungir knattspyrnumenn frá félögum víðsvegar um land. Mótið er nú haldið í fertugasta og annað sinn en fyrir utan þátttakendur sjálfa heimsækir fjöldi manns Eyjarnar heim í tengslum við mótið. Keppendur mættu til Vestmannaeyja á miðvikudag og þrátt fyrir leiðindaveður þá sagði Sigríður Inga Kristmannasdóttir mótsstjóri að ræst hafi úr veðurspánni. „Við búum að ágætri reynslu með veður hérna í Vestmannaeyjum þannig að við erum alltaf við öllu búin. Það rættist þvílíkt úr veðurspánni, núna er dásamlegt fótboltaveður. Það er skýjað en sólin að reyna að brjótast hérna í gegn. Það er farið að hlýna og þetta er bara æðislegt,“ sagði Sigríður Inga í hádegisfréttum Bylgjunnar. Úrslitaleikir fara fram á morgun en þar verður keppt um bikara í fjórtán úrslitaleikjum. Í kvöld fer síðan fram leikur á milli landsliðs og pressuliðs sem ávallt mikil spenna er í kringum. „Við erum núna að taka við tilnefningum frá öllum félögum, það fá öll félög einn fulltrúa í leiknum. Þetta er landsliðið og pressan sem keppa, það hafa allir einn þátttakanda í leiknum til að hvetja áfram. Það myndast alltaf rosa mikil stemmning, það er mjög skemmtilegt.“ „Skiptir mjög miklu máli fyrir þjónustuaðila í Eyjum“ Tæplega þúsund ungir knattspyrnumenn taka þátt í mótinu frá þrjátíu og sex félögum víðsvegar um land. Þegar fararstjórar og þjálfarar eru taldir með eru þátttakendur um 1150 auk fjölda foreldra og annarra fjölskyldumeðlima sem heimsækja Vestmannaeyjar til að fylgjast með upprennandi stjörnum. „Þetta skiptir gríðarlega miklu mál fyrir bæjarfélagið að við séum að standa fyrir þessum stórviðburðum. Við vorum með TM-mótið um daginn og Orkumótið núna. Þetta skiptir mjög miklu mál fyrir þjónustuaðila í Vestmannaeyjum að fá alla þessa gesti. Það fylgir báðum mótunum gríðarlegur fjöldi foreldra sem eru að sækja þjónustu í bænum. Þetta skiptir mjög miklu máli,“ segir Sigríður Inga og bætir við að fjöldinn allur af sjálfboðaliðum aðstoði ÍBV á mótinu. „Það eru örugglega nokkur hundruð. Ég er hérna útí á Týsvelli og hér eru dómarar að störfum og boltasækjarar. Svo erum við með vaktir í skólunum og matarvaktir. Það kemur fólk og hjálpar okkur að skammta matinn. Þetta er mjög mikið af sjálfboðaliðum.“ „Vonandi tóku allir til sín þessa umræðu“ Eftir TM-mót stúlkna sem fór fram í Eyjum fyrir tveimur vikum spratt um umræða um framkomu foreldra á mótinu. Dæmi voru um foreldra sem hreyttu ókvæðisorðum í leikmenn andstæðinga og í viðtali við Sigríði Ingu eftir mótið kom fram að hegðunin væri oftar en ekki verri á Orkumótinu hjá strákunum. „Það hefur gengið vel, ég hef allavega ekki fengið neinar kvartanir enn sem komið er. Við sjáum bara í mótslok hvernig þetta verður. Vonandi tóku allir til sín þessa umræðu sem var um daginn og séu að halda sig innan marka.“ „Er dómarinn bara alltaf í símanum?“ Eins og áður segir er verið að halda Orkumótið í fertugasta og annað sinn. Knattspyrnufélagið Týr hélt mótið á árunum 1984-1996 en ári seinna fór fram fyrsta mótið undir merkjum ÍBV eftir að Týr og Þór sameinuðust. Eftir samtalið við fréttastofu var Sigríður Inga á leið í hádegismat með nokkrum af upphafsmönnum mótsins sem voru í mótsstjórninni allt til ársins 2017. Hún sagðist hlakka til að segja þeim frá breytingum sem hafa átt sér stað síðustu árin. Meðal annars skrá dómarar á mótinu úrslitin í leikjum beint í símann sinn í stað þess að skrá mörk á dómaraspjöld eins og áður var gert. „Þú getur í raun fylgst með stöðu í leikjum beint á heimasíðunni. Þú sérð að leikurinn er í gangi og mörkin koma um leið og er skorað,“ sagði Sigríður Inga og bætti við að þetta hefði skapað misskilning í byrjun. „Fyrst var verið að spyrja: „Er dómarinn bara alltaf í símanum á meðan leikurinn er í gangi?“ sagði Sigríður Inga að lokum og gat því leiðrétt þann misskilning. Vestmannaeyjar ÍBV Íþróttir barna Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Mótið er nú haldið í fertugasta og annað sinn en fyrir utan þátttakendur sjálfa heimsækir fjöldi manns Eyjarnar heim í tengslum við mótið. Keppendur mættu til Vestmannaeyja á miðvikudag og þrátt fyrir leiðindaveður þá sagði Sigríður Inga Kristmannasdóttir mótsstjóri að ræst hafi úr veðurspánni. „Við búum að ágætri reynslu með veður hérna í Vestmannaeyjum þannig að við erum alltaf við öllu búin. Það rættist þvílíkt úr veðurspánni, núna er dásamlegt fótboltaveður. Það er skýjað en sólin að reyna að brjótast hérna í gegn. Það er farið að hlýna og þetta er bara æðislegt,“ sagði Sigríður Inga í hádegisfréttum Bylgjunnar. Úrslitaleikir fara fram á morgun en þar verður keppt um bikara í fjórtán úrslitaleikjum. Í kvöld fer síðan fram leikur á milli landsliðs og pressuliðs sem ávallt mikil spenna er í kringum. „Við erum núna að taka við tilnefningum frá öllum félögum, það fá öll félög einn fulltrúa í leiknum. Þetta er landsliðið og pressan sem keppa, það hafa allir einn þátttakanda í leiknum til að hvetja áfram. Það myndast alltaf rosa mikil stemmning, það er mjög skemmtilegt.“ „Skiptir mjög miklu máli fyrir þjónustuaðila í Eyjum“ Tæplega þúsund ungir knattspyrnumenn taka þátt í mótinu frá þrjátíu og sex félögum víðsvegar um land. Þegar fararstjórar og þjálfarar eru taldir með eru þátttakendur um 1150 auk fjölda foreldra og annarra fjölskyldumeðlima sem heimsækja Vestmannaeyjar til að fylgjast með upprennandi stjörnum. „Þetta skiptir gríðarlega miklu mál fyrir bæjarfélagið að við séum að standa fyrir þessum stórviðburðum. Við vorum með TM-mótið um daginn og Orkumótið núna. Þetta skiptir mjög miklu mál fyrir þjónustuaðila í Vestmannaeyjum að fá alla þessa gesti. Það fylgir báðum mótunum gríðarlegur fjöldi foreldra sem eru að sækja þjónustu í bænum. Þetta skiptir mjög miklu máli,“ segir Sigríður Inga og bætir við að fjöldinn allur af sjálfboðaliðum aðstoði ÍBV á mótinu. „Það eru örugglega nokkur hundruð. Ég er hérna útí á Týsvelli og hér eru dómarar að störfum og boltasækjarar. Svo erum við með vaktir í skólunum og matarvaktir. Það kemur fólk og hjálpar okkur að skammta matinn. Þetta er mjög mikið af sjálfboðaliðum.“ „Vonandi tóku allir til sín þessa umræðu“ Eftir TM-mót stúlkna sem fór fram í Eyjum fyrir tveimur vikum spratt um umræða um framkomu foreldra á mótinu. Dæmi voru um foreldra sem hreyttu ókvæðisorðum í leikmenn andstæðinga og í viðtali við Sigríði Ingu eftir mótið kom fram að hegðunin væri oftar en ekki verri á Orkumótinu hjá strákunum. „Það hefur gengið vel, ég hef allavega ekki fengið neinar kvartanir enn sem komið er. Við sjáum bara í mótslok hvernig þetta verður. Vonandi tóku allir til sín þessa umræðu sem var um daginn og séu að halda sig innan marka.“ „Er dómarinn bara alltaf í símanum?“ Eins og áður segir er verið að halda Orkumótið í fertugasta og annað sinn. Knattspyrnufélagið Týr hélt mótið á árunum 1984-1996 en ári seinna fór fram fyrsta mótið undir merkjum ÍBV eftir að Týr og Þór sameinuðust. Eftir samtalið við fréttastofu var Sigríður Inga á leið í hádegismat með nokkrum af upphafsmönnum mótsins sem voru í mótsstjórninni allt til ársins 2017. Hún sagðist hlakka til að segja þeim frá breytingum sem hafa átt sér stað síðustu árin. Meðal annars skrá dómarar á mótinu úrslitin í leikjum beint í símann sinn í stað þess að skrá mörk á dómaraspjöld eins og áður var gert. „Þú getur í raun fylgst með stöðu í leikjum beint á heimasíðunni. Þú sérð að leikurinn er í gangi og mörkin koma um leið og er skorað,“ sagði Sigríður Inga og bætti við að þetta hefði skapað misskilning í byrjun. „Fyrst var verið að spyrja: „Er dómarinn bara alltaf í símanum á meðan leikurinn er í gangi?“ sagði Sigríður Inga að lokum og gat því leiðrétt þann misskilning.
Vestmannaeyjar ÍBV Íþróttir barna Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum