Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 28. júní 2025 08:15 Námsmat grunnskólanemenda hefur verið mjög í umræðunni á liðnum misserum. Það er mikilvægt að ræða menntun barnanna okkar. Við viljum öll að börnin njóti sín í skólastarfi og nái árangri. Framundan er algjör bylting í námsmati. Loksins verður í boði samræmt námsmat þannig að hægt er að fylgjast með námsárangri og námsframvindu nemenda milli skólaára. Slíkt samræmt námsmat hefur aldrei áður staðið íslenskum skólum til boða í þeim mæli sem hér um ræðir. Þetta er því grundvallarbreyting á því hvernig við styðjum við nám barna og kennslu kennara. Í lok þessa skólaárs voru lögð tilraunapróf í hverjum bekk frá 4. og upp í 10. bekk. 7 stærðfræðipróf og 7 próf í lesskilningi. Í úrtakinu voru um 7000 börn í 26 skólum. Þessi tilraunapróf tókust afar vel. Á næsta ári munu því ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk. Þetta er gríðarlega stórt framfaraskref í námsmati íslenskra barna og markar, má segja, upphafs nýs tímabils í skólastarfi á Íslandi. Nú verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast reglubundið með námsframvindu hvers barns með vönduðum matstækjum og kennarar geta því betur mætt námslegum þörfum nemanda. Þessi próf eru hluti af Matsferil sem er heildstætt námsmatskerfi með stöðu- og framvinduprófum auk skimunarprófa. Matsferillinn mun þannig styðja við daglegt starf kennara og veita þeim yfirsýn yfir námslega stöðu nemenda. Matsferill byggir á traustum og fræðilegum grunni og hefur verið unninn í víðtæku samráði við skólasamfélagið. Aldrei áður hefur verið unnið eins umfangsmikið samræmt og heildstætt kerfi sem gefur yfirsýn yfir námsframvindu barna og því eru þessi nýju verkfæri gríðarlega mikilvæg bæði fyrir kennara, nemendur og foreldra. Einnig veita niðurstöður Matsferils skólastjórnendum og skólayfirvöldum gríðarlega mikilvæga innsýn í þróun menntunar sem svo nýtist til umbóta og markvissrar stefnumótunar. Ég hlakka mikið til að fylgjast með því hvernig Matsferill muni styðja við framþróun og auka gæði menntunar enn frekar þannig að öll börn fái tækifæri til að vaxa og dafna í námi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Námsmat grunnskólanemenda hefur verið mjög í umræðunni á liðnum misserum. Það er mikilvægt að ræða menntun barnanna okkar. Við viljum öll að börnin njóti sín í skólastarfi og nái árangri. Framundan er algjör bylting í námsmati. Loksins verður í boði samræmt námsmat þannig að hægt er að fylgjast með námsárangri og námsframvindu nemenda milli skólaára. Slíkt samræmt námsmat hefur aldrei áður staðið íslenskum skólum til boða í þeim mæli sem hér um ræðir. Þetta er því grundvallarbreyting á því hvernig við styðjum við nám barna og kennslu kennara. Í lok þessa skólaárs voru lögð tilraunapróf í hverjum bekk frá 4. og upp í 10. bekk. 7 stærðfræðipróf og 7 próf í lesskilningi. Í úrtakinu voru um 7000 börn í 26 skólum. Þessi tilraunapróf tókust afar vel. Á næsta ári munu því ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk. Þetta er gríðarlega stórt framfaraskref í námsmati íslenskra barna og markar, má segja, upphafs nýs tímabils í skólastarfi á Íslandi. Nú verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast reglubundið með námsframvindu hvers barns með vönduðum matstækjum og kennarar geta því betur mætt námslegum þörfum nemanda. Þessi próf eru hluti af Matsferil sem er heildstætt námsmatskerfi með stöðu- og framvinduprófum auk skimunarprófa. Matsferillinn mun þannig styðja við daglegt starf kennara og veita þeim yfirsýn yfir námslega stöðu nemenda. Matsferill byggir á traustum og fræðilegum grunni og hefur verið unninn í víðtæku samráði við skólasamfélagið. Aldrei áður hefur verið unnið eins umfangsmikið samræmt og heildstætt kerfi sem gefur yfirsýn yfir námsframvindu barna og því eru þessi nýju verkfæri gríðarlega mikilvæg bæði fyrir kennara, nemendur og foreldra. Einnig veita niðurstöður Matsferils skólastjórnendum og skólayfirvöldum gríðarlega mikilvæga innsýn í þróun menntunar sem svo nýtist til umbóta og markvissrar stefnumótunar. Ég hlakka mikið til að fylgjast með því hvernig Matsferill muni styðja við framþróun og auka gæði menntunar enn frekar þannig að öll börn fái tækifæri til að vaxa og dafna í námi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar