Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2025 09:58 Þingmenn stjórnarandstöðunnar í þingsal í vor. Málþóf um veiðigjöld og bókun 35 hafa sett svip sinn á þingveturinn. Vísir/Anton Samfylkingin og Viðreisn eru einu flokkarnir sem fleiri telja hafa staðið sig vel en illa á síðasta þingvetri í skoðanakönnun Maskínu. Mikill minnihluti svarenda telur stjórnarandstöðuflokkanna þrjá hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur að Flokkur fólksins hafi gert það. Spurt var hversu vel eða illa fólki fyndist flokkarnir hefðu staðið sig á þingvetrinum sem er að ljúka í könnun Maskínu sem var gerð dagana 20. til 24. júní. Tveir ríkisstjórnarflokkanna komu áberandi best út úr könnuninni. Þannig sögðust 47 prósent svarenda telja Samfylkinguna hafa staðið sig vel en 27 prósent illa. Rúmur fjórðungur taldi frammistöðuna í meðallagi. Viðreisn töldu 43 prósent hafa staðið sig vel en þrjátíu prósent illa. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.Vísir/Anton Mun fleiri sögðu alla hina flokkana á þingi hafa staðið sig illa en vel, þar á meðal þriðja ríkisstjórnarflokkinn, Flokk fólksins. Aðeins átján prósent sögðu Flokk fólksins hafa staðið sig vel en 52 prósent illa. Tæpur þriðjungur taldi hann hafa staðið sig í meðallagi. Flokkurinn hefur glímt við ýmis konar vandræðamál í vetur og sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir meðal annars af sér sem menntamálaráðherra eftir að upplýst var um kynferðislegt samband hennar við ungan pilt fyrir nokkrum áratugum. Yfir sextíu prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar Útreið stjórnarandstöðuflokkanna þriggja var enn verri en Flokks fólksins. Mun fleiri sögðu þá hafa staðið sig illa en vel. Sautján prósent sögðu Miðflokkinn hafa staðið sig vel en 64 prósent illa. Fimmtán prósent töldu Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið sig í stykkinu en 63 prósent illa. Framsóknarflokkurinn kom verst út. Aðeins níu prósent töldu hann hafa staðið sig vel en 62 prósent illa. Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Flokkur hans hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið.Vísir/Vilhelm Ekki var spurt nánar út í hvers vegna svarendur teldu flokkana hafa staðið sig vel eða illa. Maskína birti hins vegar í síðustu viku könnun sem benti til þess að svarendum mislíkaði málþóf á Alþingi. Þingveturinn hefur einkennst af málþófi stjórnarandstöðunnar, bæði um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og um svonefnda bókun 35. Enn sér ekki fyrir endann á þingvetrinum vegna þeirra tafa sem hafa orðið á dagskrá þingsins. Minnst ánægja á meðal sjálfstæðismanna með sinn flokk Þegar aðeins er litið til stuðningsmanna flokkanna sjálfra þarf ef til vill ekki að koma á óvart að kjósendur ríkisstjórnarflokkanna þriggja eru ánægðastir með frammistöðu síns flokks. Tæp 94 prósent þeirra sem sögðust kjósa Samfylkinguna voru þannig ánægð með frammistöðu flokksins og tæp 82 kjósenda Viðreisnar töldu sinn flokk hafa staðið sig vel. Tæplega þrír af hverjum fjórum kjósendum Flokks fólksins voru ánægðir með hann. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Hlutföllin voru lægri hjá stjórnarandstöðuflokkunum. Um og yfir 65 prósent kjósenda Miðflokksins og Framsóknarflokksins sögðu sína flokka hafa staðið sig vel. Rétt undir sextíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins töldu frammistöðu hans góða í vetur. Ólík sýn á frammistöðu samstarfsflokkanna Mun fleiri kjósendur Flokks fólksins eru ánægðir með frammistöðu samstarfsflokkanna í ríkisstjórn en hinna flokkanna tveggja með Flokk fólksins. Rúm 48 prósent kjósenda Flokks fólksins lýstu ánægju með Samfylkinguna og rúm 45 prósent með Viðreisn. Á móti taldi aðeins fjórðungur samfylkingarfólks í könnuninni Flokk fólksins hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur viðreisnarfólks. Skoðanakannanir Alþingi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Spurt var hversu vel eða illa fólki fyndist flokkarnir hefðu staðið sig á þingvetrinum sem er að ljúka í könnun Maskínu sem var gerð dagana 20. til 24. júní. Tveir ríkisstjórnarflokkanna komu áberandi best út úr könnuninni. Þannig sögðust 47 prósent svarenda telja Samfylkinguna hafa staðið sig vel en 27 prósent illa. Rúmur fjórðungur taldi frammistöðuna í meðallagi. Viðreisn töldu 43 prósent hafa staðið sig vel en þrjátíu prósent illa. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.Vísir/Anton Mun fleiri sögðu alla hina flokkana á þingi hafa staðið sig illa en vel, þar á meðal þriðja ríkisstjórnarflokkinn, Flokk fólksins. Aðeins átján prósent sögðu Flokk fólksins hafa staðið sig vel en 52 prósent illa. Tæpur þriðjungur taldi hann hafa staðið sig í meðallagi. Flokkurinn hefur glímt við ýmis konar vandræðamál í vetur og sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir meðal annars af sér sem menntamálaráðherra eftir að upplýst var um kynferðislegt samband hennar við ungan pilt fyrir nokkrum áratugum. Yfir sextíu prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar Útreið stjórnarandstöðuflokkanna þriggja var enn verri en Flokks fólksins. Mun fleiri sögðu þá hafa staðið sig illa en vel. Sautján prósent sögðu Miðflokkinn hafa staðið sig vel en 64 prósent illa. Fimmtán prósent töldu Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið sig í stykkinu en 63 prósent illa. Framsóknarflokkurinn kom verst út. Aðeins níu prósent töldu hann hafa staðið sig vel en 62 prósent illa. Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Flokkur hans hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið.Vísir/Vilhelm Ekki var spurt nánar út í hvers vegna svarendur teldu flokkana hafa staðið sig vel eða illa. Maskína birti hins vegar í síðustu viku könnun sem benti til þess að svarendum mislíkaði málþóf á Alþingi. Þingveturinn hefur einkennst af málþófi stjórnarandstöðunnar, bæði um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og um svonefnda bókun 35. Enn sér ekki fyrir endann á þingvetrinum vegna þeirra tafa sem hafa orðið á dagskrá þingsins. Minnst ánægja á meðal sjálfstæðismanna með sinn flokk Þegar aðeins er litið til stuðningsmanna flokkanna sjálfra þarf ef til vill ekki að koma á óvart að kjósendur ríkisstjórnarflokkanna þriggja eru ánægðastir með frammistöðu síns flokks. Tæp 94 prósent þeirra sem sögðust kjósa Samfylkinguna voru þannig ánægð með frammistöðu flokksins og tæp 82 kjósenda Viðreisnar töldu sinn flokk hafa staðið sig vel. Tæplega þrír af hverjum fjórum kjósendum Flokks fólksins voru ánægðir með hann. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Hlutföllin voru lægri hjá stjórnarandstöðuflokkunum. Um og yfir 65 prósent kjósenda Miðflokksins og Framsóknarflokksins sögðu sína flokka hafa staðið sig vel. Rétt undir sextíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins töldu frammistöðu hans góða í vetur. Ólík sýn á frammistöðu samstarfsflokkanna Mun fleiri kjósendur Flokks fólksins eru ánægðir með frammistöðu samstarfsflokkanna í ríkisstjórn en hinna flokkanna tveggja með Flokk fólksins. Rúm 48 prósent kjósenda Flokks fólksins lýstu ánægju með Samfylkinguna og rúm 45 prósent með Viðreisn. Á móti taldi aðeins fjórðungur samfylkingarfólks í könnuninni Flokk fólksins hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur viðreisnarfólks.
Skoðanakannanir Alþingi Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent