Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 07:02 Árangur jafnréttisbaráttunnar undanfarna áratugi hefur gefið okkur tilefni til að ætla að senn yrðu allir sammála því sem ég tel augljós sannindi, það að kynjajafnrétti er ekki einungis sjálfsögð mannréttindi, heldur grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum. Peking-yfirlýsingin sem var samþykkt fyrir þrjátíu árum lagði þannig grunn að jafnréttisstarfi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og með ályktun öryggisráðsins númer 1325 um konur, frið og öryggi fimm árum síðar var mikilvægi þátttöku kvenna í öryggismálum og friðaruppbyggingu viðurkennt í fyrsta sinn. Fyllsta ástæða er til að fagna þeim ávinningi sem hefur náðst. En um leið verðum við að gera okkur grein fyrir því að nú stöndum við skyndilega frammi fyrir alvarlegu bakslagi þar sem kynjajafnrétti - og mannréttindi minnihlutahópa - eiga enn á ný undir högg að sækja. Við lifum við mesta átakatíma innan alþjóðakerfisins frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Pólitísk þróun ýtir undir vaxandi sundrung og átök, bæði innan samfélaga og á milli þeirra. Við verðum sífellt oftar vitni að orðræðu sem einkennist af beinni og óbeinni andstöðu við kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Líka hér á Íslandi, því miður. Þessi orðræða nær til allra króka og kima okkar tilveru, og birtist með nýjum hætti í kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í stafrænum heimi. Flest ríki heims eru í sömu sporum. Við þessar aðstæður verðum við að spyrja okkur hvernig best eigi að mæta þessum áskorunum. Hvernig getur Ísland verið í fararbroddi sterkrar viðspyrnu gegn þróun sem hér hefur verið lýst? Að mínu mati er mikilvægt að snúa vörn í sókn. Ísland hefur verið málsvari kynjajafnréttis og mannréttinda kvenna og stúlkna á alþjóðavettvangi í áratugi. Við þurfum að halda því áfram og gefa í, ef eitthvað er. Á okkur er hlustað vegna árangurs heimafyrir. Við segjum frá því hvernig jafnrétti hefur stutt við þróun íslensks samfélags sem býr við velmegun, frið og öryggi. Við deilum sýn okkar með öðrum og finnum til ábyrgðar gagnvart þeim sem enn búa við ójöfnuð og réttleysi. Hvert og eitt skref í átt að jafnrétti styrkir viðhorf sem einkennast af fordómaleysi og umburðarlyndi, þar sem fólk er metið að verðleikum óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, húðlit, trú eða tungumáli. Ísland leggur traust sitt á öflugt alþjóðakerfi. Við köllum eftir því að alþjóðalögum sé fylgt og alþjóðastofnanir séu virtar og skilvirkar. Ísland með Norðurlöndum og líkt þenkjandi ríkjum talar fyrir því að jafnrétti sé ekki einungis mannréttindi heldur uppspretta mikilvægra gilda á borð við fjölbreytni og jafnræði, sem skipti máli fyrir frið og þróun í öllum samfélögum. Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við alþjóðastofnanir á borð við UN Women, sem leikur mikilvægt hlutverk við að auka velferð, valdeflingu og þátttöku kvenna um allan heim. Hér heima höfum við stutt við og átt gott samstarf við Landsnefnd UN Women sem vinnur ómetanlegt starf á sviði kynjajafnréttis á Íslandi og sem hluti af alþjóðastarfi stofnunarinnar. Landsnefndin hefur skipað áberandi sess í íslensku samfélagi um árabil og er einn stærsti styrktaraðili verkefna UN Women á alþjóðavettvangi. Sem dæmi um samstarfsverkefni ráðuneytisins og Landsnefndarinnar á liðnu ári er rýnihópavinna með drengjum og körlum sem getur lagt grunn að nýrri nálgun til árangurs á heimavelli og alþjóðlega. Skilaboð mín til UN Women og annarra sem láta sig varða mannréttindi og kynjajafnrétti eru þau að við megum ekki láta pólitíska öfga eða gamaldags hugmyndakerfi grafa undan árangri. Á þessu ári skulum við fagna mikilvægum áföngum í jafnréttisbaráttunni um allan heim, hér á Íslandi með Kvennaári til að minnast kvennaverkfallsins fyrir hálfri öld. Við skulum síðan, um leið og við þökkum þeim sem börðust í framvarðarlínu í upphafi jafnréttisbaráttunnar, taka höndum saman með þeim sem nú standa vaktina, ekki síst landsnefnd UN Women á Íslandi, og horfa ótrauð fram á veginn. Með hugrekki og kjark þeirra sem fyrst komu, með samstöðu og samvinnu okkar allra, grasrótar og stjórnvalda, getum við skapað betri og réttlátari heim – skref fyrir skref – í átt að fullu jafnrétti. Höfundur er utanríkisráðherra. Greinin er birt í tilefni 15 ára afmælis UN Women þann 2. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Árangur jafnréttisbaráttunnar undanfarna áratugi hefur gefið okkur tilefni til að ætla að senn yrðu allir sammála því sem ég tel augljós sannindi, það að kynjajafnrétti er ekki einungis sjálfsögð mannréttindi, heldur grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum. Peking-yfirlýsingin sem var samþykkt fyrir þrjátíu árum lagði þannig grunn að jafnréttisstarfi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og með ályktun öryggisráðsins númer 1325 um konur, frið og öryggi fimm árum síðar var mikilvægi þátttöku kvenna í öryggismálum og friðaruppbyggingu viðurkennt í fyrsta sinn. Fyllsta ástæða er til að fagna þeim ávinningi sem hefur náðst. En um leið verðum við að gera okkur grein fyrir því að nú stöndum við skyndilega frammi fyrir alvarlegu bakslagi þar sem kynjajafnrétti - og mannréttindi minnihlutahópa - eiga enn á ný undir högg að sækja. Við lifum við mesta átakatíma innan alþjóðakerfisins frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Pólitísk þróun ýtir undir vaxandi sundrung og átök, bæði innan samfélaga og á milli þeirra. Við verðum sífellt oftar vitni að orðræðu sem einkennist af beinni og óbeinni andstöðu við kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Líka hér á Íslandi, því miður. Þessi orðræða nær til allra króka og kima okkar tilveru, og birtist með nýjum hætti í kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í stafrænum heimi. Flest ríki heims eru í sömu sporum. Við þessar aðstæður verðum við að spyrja okkur hvernig best eigi að mæta þessum áskorunum. Hvernig getur Ísland verið í fararbroddi sterkrar viðspyrnu gegn þróun sem hér hefur verið lýst? Að mínu mati er mikilvægt að snúa vörn í sókn. Ísland hefur verið málsvari kynjajafnréttis og mannréttinda kvenna og stúlkna á alþjóðavettvangi í áratugi. Við þurfum að halda því áfram og gefa í, ef eitthvað er. Á okkur er hlustað vegna árangurs heimafyrir. Við segjum frá því hvernig jafnrétti hefur stutt við þróun íslensks samfélags sem býr við velmegun, frið og öryggi. Við deilum sýn okkar með öðrum og finnum til ábyrgðar gagnvart þeim sem enn búa við ójöfnuð og réttleysi. Hvert og eitt skref í átt að jafnrétti styrkir viðhorf sem einkennast af fordómaleysi og umburðarlyndi, þar sem fólk er metið að verðleikum óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, húðlit, trú eða tungumáli. Ísland leggur traust sitt á öflugt alþjóðakerfi. Við köllum eftir því að alþjóðalögum sé fylgt og alþjóðastofnanir séu virtar og skilvirkar. Ísland með Norðurlöndum og líkt þenkjandi ríkjum talar fyrir því að jafnrétti sé ekki einungis mannréttindi heldur uppspretta mikilvægra gilda á borð við fjölbreytni og jafnræði, sem skipti máli fyrir frið og þróun í öllum samfélögum. Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við alþjóðastofnanir á borð við UN Women, sem leikur mikilvægt hlutverk við að auka velferð, valdeflingu og þátttöku kvenna um allan heim. Hér heima höfum við stutt við og átt gott samstarf við Landsnefnd UN Women sem vinnur ómetanlegt starf á sviði kynjajafnréttis á Íslandi og sem hluti af alþjóðastarfi stofnunarinnar. Landsnefndin hefur skipað áberandi sess í íslensku samfélagi um árabil og er einn stærsti styrktaraðili verkefna UN Women á alþjóðavettvangi. Sem dæmi um samstarfsverkefni ráðuneytisins og Landsnefndarinnar á liðnu ári er rýnihópavinna með drengjum og körlum sem getur lagt grunn að nýrri nálgun til árangurs á heimavelli og alþjóðlega. Skilaboð mín til UN Women og annarra sem láta sig varða mannréttindi og kynjajafnrétti eru þau að við megum ekki láta pólitíska öfga eða gamaldags hugmyndakerfi grafa undan árangri. Á þessu ári skulum við fagna mikilvægum áföngum í jafnréttisbaráttunni um allan heim, hér á Íslandi með Kvennaári til að minnast kvennaverkfallsins fyrir hálfri öld. Við skulum síðan, um leið og við þökkum þeim sem börðust í framvarðarlínu í upphafi jafnréttisbaráttunnar, taka höndum saman með þeim sem nú standa vaktina, ekki síst landsnefnd UN Women á Íslandi, og horfa ótrauð fram á veginn. Með hugrekki og kjark þeirra sem fyrst komu, með samstöðu og samvinnu okkar allra, grasrótar og stjórnvalda, getum við skapað betri og réttlátari heim – skref fyrir skref – í átt að fullu jafnrétti. Höfundur er utanríkisráðherra. Greinin er birt í tilefni 15 ára afmælis UN Women þann 2. júlí.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun