UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2025 10:33 Það rigndi á stelpurnar okkar á æfingu í gær en í dag er búist við miklum hita og sól í Thun. Samsett;Anton/UEFA Vegna þess hve miklum hita er spáð í Sviss í dag, á fyrsta degi Evrópumóts kvenna í fótbolta, hefur Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) brugðið til þess ráðs að breyta reglum á leikjum dagsins. Ísland mætir Finnlandi í Thun í dag klukkan 16 að íslenskum tíma, eða klukkan 18 að staðartíma, og veðurspáin gerði ráð fyrir yfir þrjátíu stiga hita þegar leikurinn hæfist. Nú er spáð að hitinn verði um 28 stig og jafnframt að sólin skíni. Til þess að bregðast við þessum mikla hita hefur UEFA ákveðið að leyfa íslenskum, finnskum og öðrum áhorfendum að hafa með sér vatn að drekka í stúkuna í dag. Leyfilegt verður að hafa allt að 0,5 lítra vatnsflöskur úr plasti eða áli en ekki úr gleri. View this post on Instagram A post shared by The Summit of Emotions (@weuro2025thesummit) Þá benda mótshaldarar fólki á það að öruggt sé að drekka vatn beint úr krana í Sviss, líkt og Íslendingar þekkja í sínu heimalandi. Mótshaldarar hvetja jafnframt fólk til að takmarka þann tíma sem það ver í sólskini, nota sólarvörn og hatta. Þó að íslenskum blaðamönnum þyki ansi heitt í Thun, auk þess sem lítið er um loftkælingu á hótelum og veitingastöðum, þá kvarta stelpurnar ekki og segjast höndla hitann vel, jafnvel þó að ekki sé loftkæling á þeirra hóteli. Þær hafa fengið góða regnskúra síðustu tvo daga en ekki er búist við rigningu á leiknum í kvöld heldur bara sól. Samkvæmt nýjustu tölum frá KSÍ er búist við um 1.500 íslenskum stuðningsmönnum á Stockhorn Arena í Thun í dag. Fólk er hvatt til að safnast saman á sérstöku stuðningsmannasvæði á Waisenhausplatz í Thun sem opnar klukkan 11 að staðartíma og er opið til 21 í dag. Þaðan verður gengið á keppnisleikvanginn þar sem áætlað er að fólk mæti um kl. 14 að íslenskum tíma (16 að staðartíma), tveimur tímum áður en leikurinn hefst. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Ísland mætir Finnlandi í Thun í dag klukkan 16 að íslenskum tíma, eða klukkan 18 að staðartíma, og veðurspáin gerði ráð fyrir yfir þrjátíu stiga hita þegar leikurinn hæfist. Nú er spáð að hitinn verði um 28 stig og jafnframt að sólin skíni. Til þess að bregðast við þessum mikla hita hefur UEFA ákveðið að leyfa íslenskum, finnskum og öðrum áhorfendum að hafa með sér vatn að drekka í stúkuna í dag. Leyfilegt verður að hafa allt að 0,5 lítra vatnsflöskur úr plasti eða áli en ekki úr gleri. View this post on Instagram A post shared by The Summit of Emotions (@weuro2025thesummit) Þá benda mótshaldarar fólki á það að öruggt sé að drekka vatn beint úr krana í Sviss, líkt og Íslendingar þekkja í sínu heimalandi. Mótshaldarar hvetja jafnframt fólk til að takmarka þann tíma sem það ver í sólskini, nota sólarvörn og hatta. Þó að íslenskum blaðamönnum þyki ansi heitt í Thun, auk þess sem lítið er um loftkælingu á hótelum og veitingastöðum, þá kvarta stelpurnar ekki og segjast höndla hitann vel, jafnvel þó að ekki sé loftkæling á þeirra hóteli. Þær hafa fengið góða regnskúra síðustu tvo daga en ekki er búist við rigningu á leiknum í kvöld heldur bara sól. Samkvæmt nýjustu tölum frá KSÍ er búist við um 1.500 íslenskum stuðningsmönnum á Stockhorn Arena í Thun í dag. Fólk er hvatt til að safnast saman á sérstöku stuðningsmannasvæði á Waisenhausplatz í Thun sem opnar klukkan 11 að staðartíma og er opið til 21 í dag. Þaðan verður gengið á keppnisleikvanginn þar sem áætlað er að fólk mæti um kl. 14 að íslenskum tíma (16 að staðartíma), tveimur tímum áður en leikurinn hefst.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira