„Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 14:05 Diljá Mist segir að breytt viðhorf ungmenna gagnvart vinnumarkaði sé áhyggjuefni hjá atvinnurekendum landsins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auglýsir eftir ábendingum frá atvinnurekendum um breytt viðhorf ungmenna á vinnumarkaði. Hún hefur fengið ábendingar að undanförnu sem snúa meðal annars að breyttu viðhorfi gagnvart veikindarétti, og auknum afskiptum foreldra. „Ég er alltaf í miklum samskiptum við atvinnulífið og atvinnurekendur, og undanfarið hafa borist til mín ábendingar um breytt viðhorf ungmenna, meðal annars varðandi veikindaréttindi og sumarfrí,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. „Sumarstarfsmenn sem eru kannski að koma en skilja kannski ekki alveg að inni í því er ekki sumarfrí.“ Foreldrar verði að hemja sig Diljá segir að eftir ábendingar þar sem atvinnurekendur lýstu áhyggjum af þróun mála hafi hún ákveðið að auglýsa eftir fleiri sögum. Hún hafi meðal annars verið að fá sögur af verulega auknum afskiptum foreldra af ungmennum á vinnumarkaði. „Ég hef verið að fá sögur af foreldravandamálum, þar sem að foreldrar eru að blanda sér í starfsumhverfi barnanna með beinum hætti, setja sig í samband við vinnuveitendur og svona,“ segir hún. Foreldrar, kennarar, og aðrir sem bera ábyrgð á samfélagsgerðinni verði að líta í eigin barm. Diljá veltir fyrir sér til dæmis hvort að áherslubreytingar hafi orðið í kennslu. „Það rifjaðist upp fyrir mér, að þetta var hluti af náminu þegar ég var í unglingadeild til dæmis. Það var umræða um vinnumarkaðinn og ég var að velta fyrir mér hvort við höfum aðeins gleymt okkur varðandi þessa þætti,“ segir Diljá. „Svo verða foreldrar auðvitað að hemja sig, ágæt áminning fyrir mann sjálfan.“ Málið varpi ljósi á stærri vanda Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um aukin afskipti foreldra af börnum sínum, hvort sem það í skólakerfinu, íþróttastarfi eða öðrum tómstundum. Diljá segir að umræðan um þessi mál varpi ljósi á stærri vanda. „Við foreldrar þurfum að fara hugsa okkur um. Erum við að kenna börnunum okkar að vinna? Erum við að kenna þeim heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðar og hvað það er mikilvægt fyrir börn að læra að vinna? Það var að minnsta kosti lögð þung áhersla á það í mínu uppeldi.“ „Ég er að kalla fram umræðu um þetta.“ Diljá segir að það sé ábyrgð samfélagsins að skila af sér kynslóðum sem hafa heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðarins. Svo virðist sem pottur sé víða brotinn varðandi fræðslu og uppeldi hvað ýmis atriði varðar. Hún segir mikilvægt að halda því til haga að hún hafi undan engu að kvarta sem viðskiptavinur, þegar ungmenni eru við störf. „Þau eru öll vel upplýst, kurteis og liðleg. Mér finnst mikilvægt að taka það fram.“ „En svo fær maður fullt af tölvupóstum frá þeim sem eru að reka vinnustaði, sem segja ég veit hvert þú ert að fara.“ „Samhljómurinn er þessi, þetta er viðhorfsmál hjá ungmennum, varðandi veikindarétt og frítökurétt. Svo eru það afskipti foreldra sem hafa færst í aukana,“ segir Diljá. Börn og uppeldi Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Ég er alltaf í miklum samskiptum við atvinnulífið og atvinnurekendur, og undanfarið hafa borist til mín ábendingar um breytt viðhorf ungmenna, meðal annars varðandi veikindaréttindi og sumarfrí,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. „Sumarstarfsmenn sem eru kannski að koma en skilja kannski ekki alveg að inni í því er ekki sumarfrí.“ Foreldrar verði að hemja sig Diljá segir að eftir ábendingar þar sem atvinnurekendur lýstu áhyggjum af þróun mála hafi hún ákveðið að auglýsa eftir fleiri sögum. Hún hafi meðal annars verið að fá sögur af verulega auknum afskiptum foreldra af ungmennum á vinnumarkaði. „Ég hef verið að fá sögur af foreldravandamálum, þar sem að foreldrar eru að blanda sér í starfsumhverfi barnanna með beinum hætti, setja sig í samband við vinnuveitendur og svona,“ segir hún. Foreldrar, kennarar, og aðrir sem bera ábyrgð á samfélagsgerðinni verði að líta í eigin barm. Diljá veltir fyrir sér til dæmis hvort að áherslubreytingar hafi orðið í kennslu. „Það rifjaðist upp fyrir mér, að þetta var hluti af náminu þegar ég var í unglingadeild til dæmis. Það var umræða um vinnumarkaðinn og ég var að velta fyrir mér hvort við höfum aðeins gleymt okkur varðandi þessa þætti,“ segir Diljá. „Svo verða foreldrar auðvitað að hemja sig, ágæt áminning fyrir mann sjálfan.“ Málið varpi ljósi á stærri vanda Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um aukin afskipti foreldra af börnum sínum, hvort sem það í skólakerfinu, íþróttastarfi eða öðrum tómstundum. Diljá segir að umræðan um þessi mál varpi ljósi á stærri vanda. „Við foreldrar þurfum að fara hugsa okkur um. Erum við að kenna börnunum okkar að vinna? Erum við að kenna þeim heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðar og hvað það er mikilvægt fyrir börn að læra að vinna? Það var að minnsta kosti lögð þung áhersla á það í mínu uppeldi.“ „Ég er að kalla fram umræðu um þetta.“ Diljá segir að það sé ábyrgð samfélagsins að skila af sér kynslóðum sem hafa heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðarins. Svo virðist sem pottur sé víða brotinn varðandi fræðslu og uppeldi hvað ýmis atriði varðar. Hún segir mikilvægt að halda því til haga að hún hafi undan engu að kvarta sem viðskiptavinur, þegar ungmenni eru við störf. „Þau eru öll vel upplýst, kurteis og liðleg. Mér finnst mikilvægt að taka það fram.“ „En svo fær maður fullt af tölvupóstum frá þeim sem eru að reka vinnustaði, sem segja ég veit hvert þú ert að fara.“ „Samhljómurinn er þessi, þetta er viðhorfsmál hjá ungmennum, varðandi veikindarétt og frítökurétt. Svo eru það afskipti foreldra sem hafa færst í aukana,“ segir Diljá.
Börn og uppeldi Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01