Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2025 15:31 Nýlega samþykkti Co-op, ein stærsta matvöruverslunarkeðja Bretlands, að hætta alfarið að versla með vörur frá Ísrael. Þetta var ákveðið á hluthafafundi. Ákvörðunin sýnir að þegar vilji er til staðar, þá er þetta hægt. Hvers vegna geta matvöruverslanir á Íslandi ekki gert slíkt hið sama? Samkvæmt alþjóðalögum er óheimilt að eiga í viðskiptum með vörur sem koma frá hernumdu landsvæði. Alþjóðadómstóllinn hefur einnig staðfest að ríki hafi skyldu til að forðast hvers kyns efnahags- eða viðskiptasamstarf sem styrkir ólöglegt hernám Ísraels á palestínsku landsvæði: „Ríki bera ábyrgð á því að forðast efnahags- eða viðskiptatengsl við Ísrael sem styrkja ólöglega nærveru þess á hernumdum svæðum“ Það er ekki bara hernámið sem brýtur gegn alþjóðalögum – það er líka efnahagskerfið sem er byggt á hernáminu. Hér eru nokkrar lykilstaðreyndir um hvernig hagkerfi Ísraels byggir á arðráni og kúgun Palestínumanna: 1. Arðrán á auðlindum Palestínu Ísrael hefur yfirráð yfir grunnvatnsbólum og ræktanlegu landi á Vesturbakkanum og notar það fyrir eigin byggðastefnu, á meðan Palestínumenn fá takmarkað aðgengi að lífsnauðsynlegum auðlindum til landbúnaðar og framfærslu. Ísrael nýtir líka náttúruauðlindir Palestínu, svo sem steinefni, á eigin forsendum og án samþykkis. 2. Hernaðarvæðing hagkerfisins Ísrael er leiðandi í framleiðslu og útflutningi vopna. Ný tækni er þróuð og prófuð í beinum hernaðaraðgerðum á hernumdum svæðum og síðan seld sem „bardagaprófuð“ vopn. Þessi iðnaður er orðinn burðarás í efnahag landsins og styrktur með fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum, eins og F-35 flugvélarverkefninu undir forystu Bandaríkjanna. 3. Kerfisbundin kúgun á efnahagsþróun Palestínu Palestínumenn búa við strangar ferðatakmarkanir, höft á viðskiptum og leyfiskerfi sem gera frumkvöðlastarfsemi nánast ómögulega. Að auki eru innflutningslistar og takmarkanir á fjármálum notaðar til að veikja atvinnulíf og byggja upp háð Ísraelsku hagkerfi. Þetta er stefnumarkandi „afturförarstefna“ sem dregur úr getu Palestínumanna til sjálfbærrar þróunar. 4. Afleiðingarnar: fátækt og samfélagið háð alþjóðlegri hjálp Afleiðingar þessara stefna eru skelfilegar: atvinnuleysi, fátækt og sundurtættir innviðir. Einkum í Gaza hefur Ísrael kerfisbundið gjöreyðilagt hverskyns framleiðslugetu og nánast alla mikilvæga innviði. Palestínumenn eru fastir í vítahring þar sem möguleikar til uppbyggingar eru stöðugt kæfðir og eini kosturinn oft alþjóðleg aðstoð. Nú er fólkinu á Gaza neitað um nánast alla alþjóðlega aðstoð því Ísrael stjórnar því hvað fer inn og hvað fer út. Við berum ábyrgð líka Ísland getur og ætti að gera betur. Við getum krafist þess að íslenskar verslanir, sér í lagi stórar matvöruverslanir eins og Krónan, Nettó, Hagkaup og Bónus geri það hreinlega að yfirlýstri stefnu sinni að hafna öllum vörum frá Ísrael. Gerum eins og Co-opo og setjum smá metnað í þetta. Þetta er siðferðisleg skylda. Þá þurfa aktívistarnir ekki að hringsóla um búðirnar ykkar í leit af vörum sem er smygglað inn undir öðrum merkjum, hvort sem það eru döðlur eða avókadó. Við eigum ekki að hagnast á þjáningu annarra. Þögn er meðábyrgð. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega samþykkti Co-op, ein stærsta matvöruverslunarkeðja Bretlands, að hætta alfarið að versla með vörur frá Ísrael. Þetta var ákveðið á hluthafafundi. Ákvörðunin sýnir að þegar vilji er til staðar, þá er þetta hægt. Hvers vegna geta matvöruverslanir á Íslandi ekki gert slíkt hið sama? Samkvæmt alþjóðalögum er óheimilt að eiga í viðskiptum með vörur sem koma frá hernumdu landsvæði. Alþjóðadómstóllinn hefur einnig staðfest að ríki hafi skyldu til að forðast hvers kyns efnahags- eða viðskiptasamstarf sem styrkir ólöglegt hernám Ísraels á palestínsku landsvæði: „Ríki bera ábyrgð á því að forðast efnahags- eða viðskiptatengsl við Ísrael sem styrkja ólöglega nærveru þess á hernumdum svæðum“ Það er ekki bara hernámið sem brýtur gegn alþjóðalögum – það er líka efnahagskerfið sem er byggt á hernáminu. Hér eru nokkrar lykilstaðreyndir um hvernig hagkerfi Ísraels byggir á arðráni og kúgun Palestínumanna: 1. Arðrán á auðlindum Palestínu Ísrael hefur yfirráð yfir grunnvatnsbólum og ræktanlegu landi á Vesturbakkanum og notar það fyrir eigin byggðastefnu, á meðan Palestínumenn fá takmarkað aðgengi að lífsnauðsynlegum auðlindum til landbúnaðar og framfærslu. Ísrael nýtir líka náttúruauðlindir Palestínu, svo sem steinefni, á eigin forsendum og án samþykkis. 2. Hernaðarvæðing hagkerfisins Ísrael er leiðandi í framleiðslu og útflutningi vopna. Ný tækni er þróuð og prófuð í beinum hernaðaraðgerðum á hernumdum svæðum og síðan seld sem „bardagaprófuð“ vopn. Þessi iðnaður er orðinn burðarás í efnahag landsins og styrktur með fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum, eins og F-35 flugvélarverkefninu undir forystu Bandaríkjanna. 3. Kerfisbundin kúgun á efnahagsþróun Palestínu Palestínumenn búa við strangar ferðatakmarkanir, höft á viðskiptum og leyfiskerfi sem gera frumkvöðlastarfsemi nánast ómögulega. Að auki eru innflutningslistar og takmarkanir á fjármálum notaðar til að veikja atvinnulíf og byggja upp háð Ísraelsku hagkerfi. Þetta er stefnumarkandi „afturförarstefna“ sem dregur úr getu Palestínumanna til sjálfbærrar þróunar. 4. Afleiðingarnar: fátækt og samfélagið háð alþjóðlegri hjálp Afleiðingar þessara stefna eru skelfilegar: atvinnuleysi, fátækt og sundurtættir innviðir. Einkum í Gaza hefur Ísrael kerfisbundið gjöreyðilagt hverskyns framleiðslugetu og nánast alla mikilvæga innviði. Palestínumenn eru fastir í vítahring þar sem möguleikar til uppbyggingar eru stöðugt kæfðir og eini kosturinn oft alþjóðleg aðstoð. Nú er fólkinu á Gaza neitað um nánast alla alþjóðlega aðstoð því Ísrael stjórnar því hvað fer inn og hvað fer út. Við berum ábyrgð líka Ísland getur og ætti að gera betur. Við getum krafist þess að íslenskar verslanir, sér í lagi stórar matvöruverslanir eins og Krónan, Nettó, Hagkaup og Bónus geri það hreinlega að yfirlýstri stefnu sinni að hafna öllum vörum frá Ísrael. Gerum eins og Co-opo og setjum smá metnað í þetta. Þetta er siðferðisleg skylda. Þá þurfa aktívistarnir ekki að hringsóla um búðirnar ykkar í leit af vörum sem er smygglað inn undir öðrum merkjum, hvort sem það eru döðlur eða avókadó. Við eigum ekki að hagnast á þjáningu annarra. Þögn er meðábyrgð. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar