Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 2. júlí 2025 15:01 Dalabyggð hefur ítrekað undanfarin misseri og ár kallað eftir viðbragði og aðgerðum dómsmálaráðherra varðandi algjört aðstöðuleysi starfsemi lögreglunnar í Búðardal og sem og þörf fyrir aukna mönnun lögreglunnar á svæðinu. Í dag hefur Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi afnot af 9,8 fermetra skrifstofurými í Búðardal þó að þarfagreining sýni að meira þurfi til svo aðstaðan geti kallast ásættanleg og í Búðardal er einungis einn lögreglumaður búsettur og starfandi að jafnaði í 50% starfi lögreglumanns. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um Löggæslu í Dalabyggð sem kom út í desember 2023, segir að staðsetning lögreglustöðva þurfi m.a. að taka hliðsjón af því hvar fólk býr og verkefni eiga sér stað en einnig útkallsvegalengdum, slysatíðni, viðbragðstíma, stærðar landsvæða, veðurfarsaðstæðna, færðar o.s.frv. Þá er lágmarks mönnunarþörf grenndarlögreglustöðvar í héraðinu talin vera fjórir til níu lögreglumenn. Ekki liggur fyrir skilgreining um hvaða aðstaða skuli vera til staðar en að lágmarki verði að gera kröfu til þess að þar sé aðstaða fyrir varðstofu, skýrslugerð, yfirheyrslur, starfsmannaaðstaða og bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar ásamt fangaklefa til skammtímavistunar fanga. Það gefur því augaleið að 9,8 fermetra skrifstofa er ekki að uppfylla það lágmark sem lögreglan talar um að þurfi til. Ekki heldur dugar til að hér sé einungis 50% stöðuhlutfall lögreglumanns þó svo sá einstaklingur sem um ræðir sé öflugur á ýmsum sviðum og Dalamenn upp til hópa lög hlýðnir. Ljóst er að ef ekki er lögreglustöð í Búðardal er það eini byggðarkjarninn í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem ekki er innan við 45 mínútna akstursfjarlægð til lögreglustöðvar. Sveitarfélagið er vel staðsett landfræðilega til að þjónusta út frá þéttbýlinu Búðardal, þar sem segja má að um 80km séu í næsta þéttbýli hvert sem litið er (Reykhólar, Hólmavík, Hvammstangi, Borgarnes, Stykkishólmur), þó það svæði nái út fyrir skilgreint lögregluumdæmi Vesturlands. Niðurstaða fyrrnefndrar skýrslu Ríkislögreglustjóra er sú að verkefnafjöldi sé slíkur að mikilvægt sé að til staðar sé mönnuð lögregluvakt í Dalabyggð, þörf sé á auknum afbrotavörnum og að lögreglustöð í Búðardal verði að lágmarki mönnuð fjórum lögreglumönnum. Í dag starfar eins og fyrr sagði einn lögreglumaður í 50% starfi í Dalabyggð auk þess sem til staðar hafa verið héraðslögreglumenn. Aðrar vaktir hafa verið mannaðar með lögreglumönnum frá m.a. Akranesi og Borgarnesi en engin föst viðvera til staðar. Uppi eru áform um uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð og hefur lögreglustjóraembættið á Vesturlandi tekið þátt í því samtali auk annarra sem um ræðir í þeim efnum. Má þarf m.a. nefna Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna aðstöðu fyrir bílakost þeirrar stofnunar, slökkvilið Dalabyggðar, Björgunarsveitina Ósk og fl. Einnig hefur FSRE (Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir) verið upplýst um stöðu mála. Hjá FSRE fást þau svör að það sé skilningur á stöðunni en til þess að sú stofnun geti aðhafst sé nauðsynlegt að viðkomandi ráðuneyti gefi heimild sem og að þess sé getið með skýrum hætti í Fjármálaáætlun að gert sé ráð fyrir verkefninu. Er hér með þessu greinarkorni enn og aftur skorað á þá sem með ákvörðunarvaldið fara að stíga fast til jarðar og láta verkin tala hvað varðar aðstöðumál löggæslu, mönnun löggæslu og aðstöðu viðbragðsaðila í Búðardal. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Lögreglan Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Dalabyggð hefur ítrekað undanfarin misseri og ár kallað eftir viðbragði og aðgerðum dómsmálaráðherra varðandi algjört aðstöðuleysi starfsemi lögreglunnar í Búðardal og sem og þörf fyrir aukna mönnun lögreglunnar á svæðinu. Í dag hefur Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi afnot af 9,8 fermetra skrifstofurými í Búðardal þó að þarfagreining sýni að meira þurfi til svo aðstaðan geti kallast ásættanleg og í Búðardal er einungis einn lögreglumaður búsettur og starfandi að jafnaði í 50% starfi lögreglumanns. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um Löggæslu í Dalabyggð sem kom út í desember 2023, segir að staðsetning lögreglustöðva þurfi m.a. að taka hliðsjón af því hvar fólk býr og verkefni eiga sér stað en einnig útkallsvegalengdum, slysatíðni, viðbragðstíma, stærðar landsvæða, veðurfarsaðstæðna, færðar o.s.frv. Þá er lágmarks mönnunarþörf grenndarlögreglustöðvar í héraðinu talin vera fjórir til níu lögreglumenn. Ekki liggur fyrir skilgreining um hvaða aðstaða skuli vera til staðar en að lágmarki verði að gera kröfu til þess að þar sé aðstaða fyrir varðstofu, skýrslugerð, yfirheyrslur, starfsmannaaðstaða og bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar ásamt fangaklefa til skammtímavistunar fanga. Það gefur því augaleið að 9,8 fermetra skrifstofa er ekki að uppfylla það lágmark sem lögreglan talar um að þurfi til. Ekki heldur dugar til að hér sé einungis 50% stöðuhlutfall lögreglumanns þó svo sá einstaklingur sem um ræðir sé öflugur á ýmsum sviðum og Dalamenn upp til hópa lög hlýðnir. Ljóst er að ef ekki er lögreglustöð í Búðardal er það eini byggðarkjarninn í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem ekki er innan við 45 mínútna akstursfjarlægð til lögreglustöðvar. Sveitarfélagið er vel staðsett landfræðilega til að þjónusta út frá þéttbýlinu Búðardal, þar sem segja má að um 80km séu í næsta þéttbýli hvert sem litið er (Reykhólar, Hólmavík, Hvammstangi, Borgarnes, Stykkishólmur), þó það svæði nái út fyrir skilgreint lögregluumdæmi Vesturlands. Niðurstaða fyrrnefndrar skýrslu Ríkislögreglustjóra er sú að verkefnafjöldi sé slíkur að mikilvægt sé að til staðar sé mönnuð lögregluvakt í Dalabyggð, þörf sé á auknum afbrotavörnum og að lögreglustöð í Búðardal verði að lágmarki mönnuð fjórum lögreglumönnum. Í dag starfar eins og fyrr sagði einn lögreglumaður í 50% starfi í Dalabyggð auk þess sem til staðar hafa verið héraðslögreglumenn. Aðrar vaktir hafa verið mannaðar með lögreglumönnum frá m.a. Akranesi og Borgarnesi en engin föst viðvera til staðar. Uppi eru áform um uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð og hefur lögreglustjóraembættið á Vesturlandi tekið þátt í því samtali auk annarra sem um ræðir í þeim efnum. Má þarf m.a. nefna Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna aðstöðu fyrir bílakost þeirrar stofnunar, slökkvilið Dalabyggðar, Björgunarsveitina Ósk og fl. Einnig hefur FSRE (Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir) verið upplýst um stöðu mála. Hjá FSRE fást þau svör að það sé skilningur á stöðunni en til þess að sú stofnun geti aðhafst sé nauðsynlegt að viðkomandi ráðuneyti gefi heimild sem og að þess sé getið með skýrum hætti í Fjármálaáætlun að gert sé ráð fyrir verkefninu. Er hér með þessu greinarkorni enn og aftur skorað á þá sem með ákvörðunarvaldið fara að stíga fast til jarðar og láta verkin tala hvað varðar aðstöðumál löggæslu, mönnun löggæslu og aðstöðu viðbragðsaðila í Búðardal. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar