Lífið

Teitur Örn og Sunna giftu sig í Vík

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hjónin voru hin kátustu á stóra daginn og voru líka heppinn með góða veðrið.
Hjónin voru hin kátustu á stóra daginn og voru líka heppinn með góða veðrið.

Teitur Örn Einarsson, landsliðsmaður í handbolta, giftist Sunnu Eyjólfsdóttur, starfsmanni Icelandair, í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal á sunnudag.

Teitur Örn, sem er 26 ára gamall, er hægri skytta sem er uppalin á Selfossi. Hann hefur spilað 36 leiki fyrir íslenska landsliðið og hefur verið atvinnumaður frá því hann var tvítugur. Á atvinnumannaferli sínum hefur hann spilað fyrir Kristianstad í Svíþjóð, Flens­burg í Þýskalandi og er nú hjá Gummersbach.

Sunna, sem er 25 ára, er menntaður iðnaðarverkfræðingur úr Garðabænum sem starfar hjá flugfélaginu Icelandair sem sérfræðingur í innkaupum. Sunna kemur úr íþróttum eins og Teitur, hún spilaði körfubolta með Stjörnunni.

Parið hefur verið saman síðan í febrúar 2023 og trúlofuðu þau sig í febrúar síðastliðnum. Þau giftu sig síðan í blíðunni í Víkurkirkju á sunnudag og voru þessar fallegu myndir teknar af brúðhjónunum með Reynisdranga í bakgrunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.