Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2025 22:33 Ágúst Jakob Ólafsson er verkstjóri ÍAV við Reykjanesbraut. Lýður Valberg Sveinsson Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Í fréttum Sýnar var vinnusvæðið heimsótt og rætt við Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóra ÍAV við Reykjanesbraut. Tvö ár frá því Íslenskir aðalverktakar hófu breikkun þessa nærri sex kílómetra kafla, þess síðasta sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, og felst mikil samgöngubót í verkinu. „Já, þetta verður mikill munur. Það verður kominn 2+2 alla leið inn í Hafnarfjörð og alveg á Fitjarnar. Það verður betri veglýsing á báðar akreinar. Þetta verður mun betra en fyrri áfangar,“ segir Ágúst. Starfsmenn Colas lögðu kalt malbik í dag sem neðsta lag undir heitt malbik.Lýður Valberg Sveinsson Og malbikið verður þykkara en menn hafa átt að venjast hérlendis en malbikunarflokkur frá Colas var í dag að leggja út kalt malbik, svokallað kaldbik. „Sem er sjö sentímetra lag sem er sett fyrst undir. Síðan koma tvö heit malbikslög ofan á það. Þannig að heildarþykktin á malbikinu er sautján sentímetrar hérna á stofnbrautinni. Þetta er til að auka burðinn og lengja endingartíma vegarins. Svo hann verði sterkari og betri og jafnari heldur en hefur verið áður,“ segir verkstjórinn. Verið er að ganga frá vegriðum og búið að mála línur á hluta vegarins. Ágúst segir verkið hafa gengið vel en verktakarnir kvarta helst undan hraðakstri ökumanna meðfram verkstað. Malbik er komið á stóran hluta nýrrar akreinar Reykjanesbrautar.Lýður Valberg Sveinsson En hvenær fá vegfarendur að reyna nýju kaflana? „Það gerist núna hugsanlega seinnipartinn í þessari viku eða þá í byrjun næstu viku. Þá hleypum við inná. Við eigum eftir að færa umferðina hérna svona tvisvar til þrisvar sinnum í sumar. Við þurfum að rjúfa gömlu brautina á tveimur stöðum.“ Ágúst segir stefnt að því að ljúka malbikun fyrir lok næsta mánaðar. Áður var búið að ljúka brúasmíði. Upphaflega var gert ráð fyrir verklokum um mitt næsta ár en núna þykir ljóst að þau verða mun fyrr. Horfur eru á að stóru tímamótin verði jafnvel vel fyrir veturinn; þegar vegfarendur geta ekið Reykjanesbrautina alla tvöfalda. „Við stefnum að því að leyfa mönnum að keyra hérna á tvöföldu fyrir veturinn, það er markmið,“ segir verkstjóri ÍAV í frétt Sýnar, sem sjá má hér: Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Í fréttum Sýnar var vinnusvæðið heimsótt og rætt við Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóra ÍAV við Reykjanesbraut. Tvö ár frá því Íslenskir aðalverktakar hófu breikkun þessa nærri sex kílómetra kafla, þess síðasta sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, og felst mikil samgöngubót í verkinu. „Já, þetta verður mikill munur. Það verður kominn 2+2 alla leið inn í Hafnarfjörð og alveg á Fitjarnar. Það verður betri veglýsing á báðar akreinar. Þetta verður mun betra en fyrri áfangar,“ segir Ágúst. Starfsmenn Colas lögðu kalt malbik í dag sem neðsta lag undir heitt malbik.Lýður Valberg Sveinsson Og malbikið verður þykkara en menn hafa átt að venjast hérlendis en malbikunarflokkur frá Colas var í dag að leggja út kalt malbik, svokallað kaldbik. „Sem er sjö sentímetra lag sem er sett fyrst undir. Síðan koma tvö heit malbikslög ofan á það. Þannig að heildarþykktin á malbikinu er sautján sentímetrar hérna á stofnbrautinni. Þetta er til að auka burðinn og lengja endingartíma vegarins. Svo hann verði sterkari og betri og jafnari heldur en hefur verið áður,“ segir verkstjórinn. Verið er að ganga frá vegriðum og búið að mála línur á hluta vegarins. Ágúst segir verkið hafa gengið vel en verktakarnir kvarta helst undan hraðakstri ökumanna meðfram verkstað. Malbik er komið á stóran hluta nýrrar akreinar Reykjanesbrautar.Lýður Valberg Sveinsson En hvenær fá vegfarendur að reyna nýju kaflana? „Það gerist núna hugsanlega seinnipartinn í þessari viku eða þá í byrjun næstu viku. Þá hleypum við inná. Við eigum eftir að færa umferðina hérna svona tvisvar til þrisvar sinnum í sumar. Við þurfum að rjúfa gömlu brautina á tveimur stöðum.“ Ágúst segir stefnt að því að ljúka malbikun fyrir lok næsta mánaðar. Áður var búið að ljúka brúasmíði. Upphaflega var gert ráð fyrir verklokum um mitt næsta ár en núna þykir ljóst að þau verða mun fyrr. Horfur eru á að stóru tímamótin verði jafnvel vel fyrir veturinn; þegar vegfarendur geta ekið Reykjanesbrautina alla tvöfalda. „Við stefnum að því að leyfa mönnum að keyra hérna á tvöföldu fyrir veturinn, það er markmið,“ segir verkstjóri ÍAV í frétt Sýnar, sem sjá má hér:
Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58
Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50