Sport

Liverpool borgar Jota fjöl­skyldunni það sem hann átti eftir af samningnum

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Virgil Van Dijk og Andy Robertson bera blómkransa með númeri Diogo (20) og Andre Silva (30)
Virgil Van Dijk og Andy Robertson bera blómkransa með númeri Diogo (20) og Andre Silva (30) Octavio Passos/Getty

Eftir sorgarfréttirnar um Diogo Jota í vikunni, sem lést í bílslysi á Spáni. Hafa stjórnarmenn Liverpool ákveðið að borga Jota fjölskyldunni þau tvö ár sem eftir voru af samningi Diogo við félagið.

Diogo og bróðir hans André verða jarðaðir í dag, en fjöldinn allur af fólki úr knattspyrnuheiminum hafa ferðast fyrir jarðarförina. Þá má helst nefna samherja Diogo í Liverpool og samherja hans hjá portúgalska landsliðinu.

Diogo Jota var aðeins 28 ára gamall og hafði verið hjá Liverpool síðan árið 2020 þegar hann hjálpaði liðinu að vinna ensku úrvalsdeildina.

Andre Silva Jota bróðir Diogo var 25 ára gamall. Hann spilaði fyrir Penafiel í portúgölsku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×