Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 08:55 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir ekkert dulið hafa verið í samskiptum sínum við lyfjarisa í heimsfaraldrinum. AP/Omar Havana Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor. Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu í maí að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki samræmst góðum stjórnsýsluháttum þegar hún hafnaði blaðamanni um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og forstjóra lyfjarisans Pfizer. Skilaboðin fóru á milli þeirra rétt áður en framkvæmdastjórnin gerði stærsta samning sögunnar um kaup á bóluefni Pfizer. Framkvæmdastjórnin hélt því fram að hún hefði skilaboðin ekki undir höndum og jafnvel þótt hún gerði það féllu þau ekki undir upplýsingalög. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur von der Leyen vegna málsins á Evrópuþinginu á fimmtudag. Hún tjáði sig um málið í fyrsta skipti frá því að dómurinn féll þegar hún kom fyrir þingið í gær. Sagði von der Leyen það ekki hafa verið neitt leyndarmál að hún hefði verið í sambandi við fulltrúa fyrirtækja sem framleiddu bóluefni á sama hátt og hún talaði við fremstu faralds- og veirufræðinga heims, að því er kemur fram í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Að gefa það í skyn að þessir samningar hafi á einhvern hátt ekki samræmst hagsmunum Evrópu er einfaldlega rangt, sama hvernig á það er litið,“ sagði forsetinn. „Það voru engin leyndarmál, engin falin ákvæði, engar skuldbindingar um að kaupa fyrir aðildarríkin,“ sagði von der Leyen ennfremur. Sakar andstæðinga um að dreifa samsæriskenningum Evrópuþingið greiðir atkvæði um vantrauststillöguna á fimmtudag en tvo þriðju hluta þarf til þess að samþykkja hana. Nær engar líkur eru á að hún nái fram að ganga. AP-fréttastofan segir að í tillögunni sé blandað saman ásökunum sem tengjast skilaboðum von der Leyen við Pfizer-forstjórann, um misbeitingu á fjármunum sambandsins og um afskipti af kosningum í Þýskalandi og Rúmeníu. Sakaði von der Leyen þá sem hefðu gagnrýnt framkvæmdastjórnin fyrir textaskilaboðin um að „spinna hraktar samsæriskenningar“. Fjarhægrimenn á Evrópuþinginu reyndu nú að endurskrifa söguna. Evrópusambandið Stjórnsýsla Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu í maí að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki samræmst góðum stjórnsýsluháttum þegar hún hafnaði blaðamanni um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og forstjóra lyfjarisans Pfizer. Skilaboðin fóru á milli þeirra rétt áður en framkvæmdastjórnin gerði stærsta samning sögunnar um kaup á bóluefni Pfizer. Framkvæmdastjórnin hélt því fram að hún hefði skilaboðin ekki undir höndum og jafnvel þótt hún gerði það féllu þau ekki undir upplýsingalög. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur von der Leyen vegna málsins á Evrópuþinginu á fimmtudag. Hún tjáði sig um málið í fyrsta skipti frá því að dómurinn féll þegar hún kom fyrir þingið í gær. Sagði von der Leyen það ekki hafa verið neitt leyndarmál að hún hefði verið í sambandi við fulltrúa fyrirtækja sem framleiddu bóluefni á sama hátt og hún talaði við fremstu faralds- og veirufræðinga heims, að því er kemur fram í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Að gefa það í skyn að þessir samningar hafi á einhvern hátt ekki samræmst hagsmunum Evrópu er einfaldlega rangt, sama hvernig á það er litið,“ sagði forsetinn. „Það voru engin leyndarmál, engin falin ákvæði, engar skuldbindingar um að kaupa fyrir aðildarríkin,“ sagði von der Leyen ennfremur. Sakar andstæðinga um að dreifa samsæriskenningum Evrópuþingið greiðir atkvæði um vantrauststillöguna á fimmtudag en tvo þriðju hluta þarf til þess að samþykkja hana. Nær engar líkur eru á að hún nái fram að ganga. AP-fréttastofan segir að í tillögunni sé blandað saman ásökunum sem tengjast skilaboðum von der Leyen við Pfizer-forstjórann, um misbeitingu á fjármunum sambandsins og um afskipti af kosningum í Þýskalandi og Rúmeníu. Sakaði von der Leyen þá sem hefðu gagnrýnt framkvæmdastjórnin fyrir textaskilaboðin um að „spinna hraktar samsæriskenningar“. Fjarhægrimenn á Evrópuþinginu reyndu nú að endurskrifa söguna.
Evrópusambandið Stjórnsýsla Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira