„Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 13:02 Kristinn Freyr Sigurðsson fagnar marki sínu á móti KR á dögunum. Vísir/Pawel Valsmenn hefja leik í Evrópukeppninni í kvöld þegar þeir fá eistneska liðið Flora Tallin í heimsókn á Hlíðarenda. Þetta er fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu 2025-26. Kristinn Freyr Sigurðsson og aðrir leikmenn Valsliðsins koma á mikilli siglingu inn í þetta einvígi á móti Eistunum. Margir leikir undanfarið „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru búnir að vera margir leikir undanfarið og við erum í góðum gír. Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Valsmenn eru í toppbaráttu Bestu deildarinnar, komnir í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og núna að fara af stað í Evrópukeppni. Það eru margir leikir og mikið í gangi. Verða næstu vikur erfiðar fyrir Valsliðið? Klippa: „Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi“ „Já klárlega. Það er mikið af leikjum en þeir eru skemmtilegir og það miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu sem við erum. Við þurfum bara að gera okkur klára fyrir hvern leik, hugsa um einn leik í einu og mæta bara klárir,“ sagði Kristinn. Æfingarnar öðruvísi Eru æfingar liðsins eitthvað öðruvísi þegar það er svona mikið af leikjum? „Já, það er allt annað og sjálfsögðu er það gert því þetta snýst náttúrulega um leikina og að menn séu eins orkumiklir og hægt er fyrir þá,“ sagði Kristinn. Fyrri leikurinn er á móti Flora er á heimavelli og góð úrslit því nauðsynleg í leik kvöldsins ætli Valsmenn áfram. Vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum „Þetta er mjög mikilvægt en það eru 180 mínútur í einvíginu. Margt getur gerst en þetta einvígi vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum. Við þurfum bara að fara út með góð úrslit og klára þá þar,“ sagði Kristinn. Kristinn hefur verið að spila vel með Val síðustu vikurnar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Nei, svo sem ekki. Ég reyni bara að vera klár fyrir leiki og stundum gengur þetta og stundum ekki. Liðinu hefur verið að ganga vel núna og margir leikmenn að spila vel. Við þurfum að halda því áfram því mótið er bara hálfnað,“ sagði Kristinn en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Vals og Flora hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Þetta er fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu 2025-26. Kristinn Freyr Sigurðsson og aðrir leikmenn Valsliðsins koma á mikilli siglingu inn í þetta einvígi á móti Eistunum. Margir leikir undanfarið „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru búnir að vera margir leikir undanfarið og við erum í góðum gír. Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Valsmenn eru í toppbaráttu Bestu deildarinnar, komnir í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og núna að fara af stað í Evrópukeppni. Það eru margir leikir og mikið í gangi. Verða næstu vikur erfiðar fyrir Valsliðið? Klippa: „Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi“ „Já klárlega. Það er mikið af leikjum en þeir eru skemmtilegir og það miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu sem við erum. Við þurfum bara að gera okkur klára fyrir hvern leik, hugsa um einn leik í einu og mæta bara klárir,“ sagði Kristinn. Æfingarnar öðruvísi Eru æfingar liðsins eitthvað öðruvísi þegar það er svona mikið af leikjum? „Já, það er allt annað og sjálfsögðu er það gert því þetta snýst náttúrulega um leikina og að menn séu eins orkumiklir og hægt er fyrir þá,“ sagði Kristinn. Fyrri leikurinn er á móti Flora er á heimavelli og góð úrslit því nauðsynleg í leik kvöldsins ætli Valsmenn áfram. Vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum „Þetta er mjög mikilvægt en það eru 180 mínútur í einvíginu. Margt getur gerst en þetta einvígi vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum. Við þurfum bara að fara út með góð úrslit og klára þá þar,“ sagði Kristinn. Kristinn hefur verið að spila vel með Val síðustu vikurnar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Nei, svo sem ekki. Ég reyni bara að vera klár fyrir leiki og stundum gengur þetta og stundum ekki. Liðinu hefur verið að ganga vel núna og margir leikmenn að spila vel. Við þurfum að halda því áfram því mótið er bara hálfnað,“ sagði Kristinn en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Vals og Flora hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira